Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 8
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BYGGÐAMÁL „Ég sætti mig ekki
við svona yfirgang. Ég er alin upp
undir þessu fjalli,“ segir Ásthildur
Cecil Þórðardóttir garðyrkjustjóri,
en Ísafjarðarbær hyggst kaupa hús
hennar þar sem það er sagt í ofan-
flóðahættu. Ódýrara er að kaupa
húsið en verja það með varnar-
garði.
„Ok kur er
engi n hætta
búin,“ fullyrðir
Ásthildur. „Það
hafa verið ein-
hver skriðuföll
og aurskriður
en ekki fyrir
ofan mig.“ Hún
segir þetta mis-
munun þar sem
aðeins tvö hús
sæta þessari meðferð, hennar og
nágranna hennar. „Þeir geta ekki
verið að spara sér pening með því
að kaupa mig út fyrir eitthvað
slikk. Ég get ekki fengið svona hús
og kringumstæður fyrir peninginn
sem þau bjóða.“
Þorbjörn Halldór Jóhannesson,
nágranni Ásthildar, er í sömu stöðu
en er ekki sammála henni að öllu
leyti. „Mín skoðun er sú að þeir
verði að kaupa húsið fyrst þeir
ætla ekki að verja það,“ segir Þor-
björn, sem segir ofanflóðahættuna
til staðar. „Árið 2009 komu snjó-
flóð tvo daga í röð og húsið nötr-
aði og skalf.“ Þorbjörn segir ferlið
stranda á samningum um verð en
hann segist hvergi geta fengið sam-
bærilega lóð í bænum.
„Það er ekki verið að meta
aðstöðuna eða neitt. Ég vil að það
gildi um mig sömu lög og giltu í
Bolungarvík.“ Hann segist vilja
leysa málið sem fyrst en geti ekki
sætt sig við matsverðið. „Manni
líður ekkert vel að búa hér. Það er
stöðug hætta,“ útskýrir hann. „En
ég á engan annan stað til að búa á.“
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á
Ísafirði, telur tilboðin sem sett hafa
verið fram ásættanleg.
„Við höfum heimild til þess að
bjóða markaðsverð en þau vilja fá
samreiknað endurstofnverð. Það er
svo mikið á milli að við teljum okkur
ekki geta samið á þeim forsendum,“
segir Daníel. Hann telur að málið sé
ekki sambærilegt því sem átti sér
stað í Bolungarvík. Bænum beri að
hans sögn lagaleg skylda til þess að
verja íbúana, annaðhvort með því að
byggja varnargarð eða kaupa húsin
og beita þeim úrræðum að ekki sé
heimilt að búa í þeim. „Ég vona að
menn nái að semja,“ segir Daníel
en í ljósi þess að samningar virðast
ekki takast íhugar bærinn að taka
húsin eignarnámi.
nannae@frettabladid.is
200o
300o
400o
1000 m
500 m
Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar frá kl. 10-17 alla daga
í sumar:
Kröflustöð: Jarðvarmasýning í gestastofu
Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu
Fljótsdalsstöð: Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is/heimsoknir
Á ferð um Norðurland er upplagt að koma við á háhita-
svæðinu við Kröflu og kynnast brautryðjendaverkefni í
vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er
alltaf heitt á könnunni.
2000 m
1500 m
500o
Varnargarðurinn mun ekki verja húsin
ÍBÚAR ÓSÁTTIR Tekin var sú ákvörðun að verja ekki húsin þar sem með því spararb
bæjarfélagið sér umtalsverðan kostnað.
Menntaskólinn
á Ísafirði
Skógur
Kúlan-hús
Ásthildar
Engi- hús
Þorbjarnar
Var
nar
gar
ður Heilbrigðis-stofnun
Ísafjarðar
TOLLAMÁL Átta skipverjar voru staðnir að smygli fyrr í
mánuðinum. Tollverðir hafa nú lagt hald á varninginn, en
um er að ræða nær áttatíu lítra af áfengi og 6.800 vind-
linga.
Skipverjarnir földu varninginn ýmist í flutningaskipinu
Arnarfelli eða utan þess þar sem það lá við bryggju við
Holtagarða.
Fannst smyglvarningurinn í bifreiðum skipverja sem ekið
var frá skipshlið og í ruslagámi við hlið skipsins. Skipverj-
arnir viðurkenndu að smyglvarningurinn kæmi frá þeim
og gengu sjö af þeim frá sektargerð á staðnum. Einn þeirra
hafði þó of mikið magn í sínum fórum til þess að leyfilegt
væri að ganga frá sektargerð á vettvangi. Sektir sem inn-
heimtar voru námu samtals 500 þúsund krónum. - nej
Tollverðir lögðu hald á um áttatíu lítra af áfengi og 6.800 vindlinga:
Skipverjar staðnir að smygli
HALD LAGT Á VARNING Áttatíu lítrum af áfengi og
6.800 vindlingum var ekki framvísað til tollafgreiðslu.
Ódýrara að kaupa
húsin en að verja þau
Ísafjarðarbær hyggst kaupa tvö hús sem eru í ofanflóðahættu þar sem það er
ódýrara en að verja þau. Íbúarnir eru ósáttir. Annar þeirra telur sér enga hættu
búna en hinn sættir sig ekki við uppgefið matsverð. Bærinn íhugar eignarnám.
SÉRSTAKT HÚS Ásthildur Cecil Þórðardóttir rekur Garðplöntustöð Ásthildar við heimili sitt, sem er sérstakt í laginu og er kallað
Kúlan. Hús Þorbjarnar, nágranna hennar, er kallað Engi.
Sambærilegt mál þekkist síðan árið 2002. Þá voru fengnir tveir matsmenn
á vegum ofanflóðasjóðs sem mátu eignir í Bolungarvík sem taka átti
undir varnargarð. Íbúarnir undu ekki mati þeirra og málið fór til mats-
nefndar eignarnámsbóta, sem dæmdi íbúunum mun hærri bætur á þeim
grundvelli að ekki væri hægt að fá sambærilegar eignir í bæjarfélaginu. Sú
niðurstaða var síðan staðfest fyrir dómstólum.
Áþekkt mál áður farið fyrir dómstóla
DANÍEL
JAKOBSSON