Fréttablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 64
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 Lið 13. umferðar Gunnleifur Gunnleifsson Breiðabliki Guðmann Þórisson FH Kristján Hauksson Fylki Aron Bjarki Jósepsson KR Guðjón Pétur Lýðsson Breiðabliki Alfreð Már Hjaltalín Víking Ó. Daniel Craig Racchi Valur Oddur Ingi Guðmundsson Fylki Kristinn Freyr Sigurðarson Val Kjartan Henry Finnbogason KR Garðar Jóhannsson Stjörnunni FÓTBOLTI FH fékk vænan liðsstyrk á lokadegi félagaskiptagluggans í gær þegar Davíð Þór Viðarsson sneri heim. Davíð Þór hefur verið á mála hjá danska liðinu Vejle í eitt ár. Hann fékk samningi sínum við félagið rift og samdi við FH til tveggja ára. „Það var gert í góðu,“ segir Davíð Þór um brottförina frá Danmörku. Miðjumaðurinn lék með Öster í Sví- þjóð þar til í ágúst í fyrra þegar hann hélt til Danmerkur. Spurður hvort ekki sé erfitt að yfirgefa Danmörku þegar hann sé að ná valdi á tungu- málinu segir hann: „Sem betur fer náði ég ekkert að breyta úr sænsku yfir í dönsku. Mér hefur alltaf fundist danska hræðilegt tungumál. Hvað tungumálið varðar þá er ég mjög ánægður með að vera á leiðinni heim.“ Davíð Þór varð Íslandsmeistari með FH fimm sinnum á árunum 2004-2009. Hann er væntanlegur til landsins á föstudag og klár í slaginn þegar FH sækir ÍBV heim í deildinni á laugardag. Hann verður einnig gjaldgengur með FH í Evrópuverkefn- um liðsins að loknum síðari leiknum gegn Austria Vín á þriðjudag. Davíð Þór samdi við Hafnfirðinga til ársins 2015. - ktd Alltaf fundist danska hræðilegt tungumál TITLL Líkurnar á að FH verji Íslands- meistaratitilinn minnkuðu ekki við tíðindi gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Félagaskiptagluggi KSÍ lokaði á mið- nætti í gær en fjölmargir erlendir leikmenn gengu til liðs við íslensk félög í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Alls gengu fimm leikmenn til liðs við Skagamenn í félagaskiptaglugganum en liðið hefur gengið frá samningum við fjóra erlenda leikmenn á undanförnum sólarhringum. Vals- menn hnepptu fjóra leikmenn og þar af þrjá af erlendum uppruna. Hafnfirðingurinn Davíð Þór Viðarsson gekk í raðir uppeldisfélag síns FH en hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með FH á sínum ferli og var fyrirliðið liðsins áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Elfar Freyr Helgason samdi einnig við upp- eldisfélag sitt Breiðablik í gær en hann var í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks árið 2010. Bæði lið fengu því frábæra leikmenn í sínar raðir. Eyjamenn fengu framherjann Aziz Kemba frá Úganda. - sáp Átján erlendir leikmenn komu í glugganum Það var nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Glugginn lokaði. FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United undirbúa nú hæsta tilboð í sögu félagsins í spænska miðjumanninn Cesc Fabregas frá Barcelona. Forráðamenn Manchester United hafa nú þegar boðið í leik- manninn í tvígang en þeim til- boðum hafa stjórnendur Barce- lona neitað. Búlgarinn Dimitar Berbatov var keyptur til Manchester United fyrir 30,75 milljónir punda árið 2008 og var það met í sögu félagsins. Liðið mun nú vera að undirbúa tilboð sem hljóðar upp á hærri upphæð. Gerardo Martino, nýráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, hefur samt sem áður gefið til kynna að öllum tilboðum í Fabre- gas verði neitað og hann eigi sér framtíð hjá Barcelona. Skotinn David Moyes, sem tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United í maí, hefur aðeins fest kaup á einum leik- manni, úrúgvæska bak verðinum Guillermo Varela. Stjórinn hyggst styrkja liðið töluvert meira, en það ætlar að ganga erfið lega. - sáp Risatilboð í Fabregas EFTIRSÓTTUR Cesc Fabregas gæti verið á leiðinni til Englands. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI ÍBV hefur samið við slóvenska varnartröllið og línumann- inn Matjaz Mlakar. Þetta staðfesti Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Fréttablaðið í gær. Mlakar er margreyndur Slóveni sem hefur leikið 111 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann er væntan- legur til Eyja fljótlega eftir Þjóðhátíð og er mikill liðsstyrkur fyrir ÍBV, sem leikur á ný á meðal þeirra bestu í vetur. Mlakar er 31 árs og var síðast á mála hjá Maribor Branik í Slóveníu og þar á undan Cimos Koper. ÍBV mætir ÍR í Austur- bergi í 1. umferð N1- deildar karla laugardag- inn 21. september. - ktd Eyjamenn fá reynslumikinn línumann SPORT FÓTBOLTI „Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framar- arnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Mark- ið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildar- innar. Að lokinni fyrri umferð Íslands- mótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjót- harði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans. Við erum ekkert sloppnir „Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrós- ar einnig Andrési Má Jóhannes- syni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti mið- vörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna. Yfirgaf Fram ekki í illu „Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnu- menn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í koll- inn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörk- um, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótbolt- ann. kolbeinntumi@365.is Kryfur lík á milli leikjanna Varnarmaðurinn Kristján Hauksson fagnaði marki sínu gegn uppeldisfélaginu Fram vel og innilega. Hann segir komu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar hafa haft mikil áhrif. Tók skóna af hillunni eft ir tíu daga umhugsun. MEINATÆKNIR Kristján segir að sumarstarfið við krufningar henti honum vel. „Þetta fær ekkert á mig þannig að ég held að þetta sé bara fullkomið fyrir mig,“ segir læknaneminn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. DEILD KARLA ÚRSLITIN Í GÆR KA - KF 1-1 0-1 Jón Björgvin Kristjánsson (82.), 1-1 Brian Gilmour (89.). HAUKAR - SELFOSS 2-1 1-0 Hilmar Rafn Emilsson (4.), 2-0 Aron Jóhanns- son (7.), 1-2 Ingi Rafn Ingibergsson (10.). LEIKNIR - VÖLSUNGUR 3-0 1-0 Hilmar Árni Halldórsson (10.), 2-0 Hilmar Árni Halldórsson (84.), 3-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (86.). VÍKINGUR R. - FJÖLNIR 0-2 0-1 Aron Sigurðarson (7.), 0-2 Aron Sigurðarson (56.). STAÐAN Haukar 14 7 4 3 27-19 25 Víkingur 14 7 4 7 26-22 25 Grindavík 13 7 3 7 30-18 24 Fjölnir 14 7 3 4 16-15 24 Leiknir 14 6 4 4 24-19 22 KA 14 6 4 4 20-20 22 BÍ/Bolungarv. 13 7 0 6 27-27 15 Selfoss 14 5 2 7 29-25 17 Tindastóll 13 4 5 4 18-21 17 KF 14 3 5 6 15-17 14 Þróttur 13 4 2 7 15-20 14 Völsungur 14 0 2 12 10-34 2 ➜ Vistaskipti í Pepsi-deild karla BREIÐABLIK Arnar Már Björgvinsson (úr láni) Elfar Freyr Helgason (Randers) Elvar Páll Sigurðsson (úr láni) FH Davíð Þór Viðarsson (Vejle) FRAM Jon André Röyrane (Noregur) FYLKIR Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Sarpsborg 08) Davíð Einarsson (KR) Emil Berger (Svíþjóð) Guy Roger (Ísrael) ÍA Hector Pena (Spánn) Jorge Corella (Spánn) Joshua Watt (Skotland) Thomas Sörensen (Danmörk) ÍBV Aziz Kemba (Úganda) Bjarni Gunnarsson KEFLAVÍK Endre Ove Brenne (Noregur) KR Jonas grönner (Noregur) Francois E. Dingong (Kamerún) STJARNAN Enginn VALUR Daniel Craig Racchi (Skotland) Lucas Ohlander (Danmörk) Patrick Pedersen (Danmörk) Sigurður Egill Lárusson (úr láni) VÍKINGUR Ó Antonio Mossi (Spánn) Juan Torres (Spánn) Samuel Hernandez (Spánn) Sergio Lloves (Spánn) ÞÓR Enginn *Ritað þegar blaðið fór í prentun klukkan 22.KOMINN HEIM Elfar Freyr gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.