Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 44
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT
Faðir minn,
THEODÓR NÓASON
lést föstudaginn 5. júlí. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Gunnar Theodórsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Mýrarvegi 111, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 29. júlí. Útför
hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Innilegar
þakkir til starfsfólks á Reynihlíð fyrir hlýja og góða umönnun.
Guðmundur Hoff Møller Maríane Hoff Møller
Unnur Snorradóttir Bjarki Kristinsson
Helga Snorradóttir Kristján Ólafsson
Arinbjörn Snorrason
Bjarki Heiðar Ingason Hildur Soffía Vignisdóttir
Helga Þórey Ingadóttir Jónatan Jónsson
ömmu- og langömmubörn.
Yndislegur eiginmaður minn,
besti vinur og faðir okkar,
VIKTOR AÐALSTEINSSON
flugstjóri,
Miðvangi 41, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 24. júlí. Útförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
6. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Flugbjörgunarsveitir Íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Hilmarsdóttir
Helen Stuart Viktorsdóttir
Hallgrímur Viktorsson
Viktor Viktorsson
og fjölskyldur.
Elsku hjartans yndislegi bróðir minn,
mágur, frændi, faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORSTEINN ERLINGSSON
lést mánudaginn 15. júlí. Útför hans hefur
farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra
þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og
vináttu.
Guðrún Kristín Erlingsdóttir Baldur Ármann Steinarsson
Þórdís Todda og Steinar Berg Baldursbörn
Erlingur Þorsteinsson Thelma Björk Guðbjörnsdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir
ELÍAS VALDIMAR ÁGÚSTSSON
lést mánudaginn 22. júlí sl. Útförin fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Regína Stefnisdóttir
systur hins látna og aðrir aðstandendur.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför
BRYNJU BJARGAR BRAGADÓTTUR
Tjarnarmýri 13, Seltjarnarnesi,
sem lést 10. júlí síðastliðinn.
Ragnar Imsland
Ómar Logi Imsland
Birgir Imsland
Arnar Imsland Alexandra Unudóttir
Sigurlaug Sveinsdóttir Bragi Þ. Sigurðsson
Styrmir Bragason Halla Helgadóttir
Margrét Bragadóttir Karl Sveinsson
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát
og útför okkar ástkæra
HALLGRÍMS SÆMUNDSSONAR
kennara,
Goðatúni 10, Garðabæ.
Lovísa Óskarsdóttir og fjölskylda.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVEINBJARGAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
Hamraborg 18,
Þökkum starfsfólki á deild 6-A á LSH
fyrir góða umönnun.
Þorleifur Kjartan Kristmundsson Svanhildur Ólafsdóttir
Einar Páll Gunnarsson Anna Guðný Björnsdóttir
Sigurður Arnar Gunnarsson Jóna Vala Valsdóttir
Anna Þórdís Gunnarsdóttir Birgir Axelsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN H. KVARAN
Kleifarvegi 1,
lést laugardaginn 27. júlí á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
9. ágúst kl. 13.00.
Karítas Kvaran Baldur Guðlaugsson
Gunnar E. Kvaran Snæfríður Þ. Egilson
Einar G. Kvaran Tinna Grétarsdóttir
Ólafur Hrafnkell Baldursson Charlotte Gerd Hannibal
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir
Þórhildur Baldursdóttir
og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærs sonar okkar,
BERGS BJARNASONAR.
Bjarni Bergsson Ragnhildur Friðriksdóttir
Það hittist bara svona á að mér er boðið
að sýna á þessum tveimur stöðum sam-
tímis,“ segir Björg Atla myndlistarkona
sem sýnir nú málverk bæði í Kirsuberja-
trénu við Vesturgötu og í anddyri Breið-
holtskirkju. „Í Herbergi í Kirsuberja-
trénu sýni ég tuttugu litlar myndir en í
Breiðholtskirkju eru þrjú stór málverk.
Þetta eru óhlutbundin málverk í sterk-
um litatónum sem túlka mína innri sýn.“
Björg á nokkuð óvenjulegan feril í
myndlistinni því hún útskrifaðist ekki úr
Myndlista- og handíðaskólanum fyrr en
hún var fertug. Áður en hún hóf námið
hafði hún starfað sem lífeindafræðing-
ur. „Þetta var löng leið,“ viðurkennir hún
brosandi. „Pabbi minn hét Atli Már og
var myndlistarmaður og grafískur hönn-
uður þannig að ég hafði alist upp við það
að vera síteiknandi. Ætlaði mér samt
ekkert að fara út í myndlistina, kenndi í
nokkur ár úti á landi eftir stúdentspróf
og fór síðan í Tækniskólann og lærði líf-
eindafræði. Ég starfaði við það í nokkuð
mörg ár en fannst alltaf skemmtilegast
að horfa í smásjá og vera með sterkar
litaupplausnir þannig að maðurinn minn
sá fram á það að ég yrði bara að kom-
ast í myndlistarskóla. Og það gerði ég.
Útskrifaðist 1982 og
hef lifað af myndlist-
inni síðan, bæði sem
málari og kennari.“
Sýningunni í Kirsu-
berjatrénu lýkur 5.
ágúst en sú í Breið-
holtskirkju stendur
til 18. ágúst.
fridrikab@frettabladid.is
Fannst alltaf skemmti-
legast að horfa í smásjá
Myndlistarkonan Björg Atla lætur sig ekki muna um það að vera með tvær sýningar
opnar samtímis á mismunandi stöðum í borginni. Hún fór dálítið óvenjulega leið að
myndlistinni, er lærður lífeindafræðingur en söðlaði um og fór í myndlistarnám.
TVÆR SÝNINGAR Í EINU Björg Atla sýnir bæði í Kirsuberjatrénu og
Breiðholtskirkju þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STERKIR LITIR Eitt
verkanna á sýningunni
í Kirsuberjatrénu.
Á þessum degi árið 1907 fór liðsfor-
inginn Robert Baden-Powell í fyrstu
skátaútileguna með tuttugu drengi af
ólíkum stéttum og uppruna, sem þótti
byltingarkennt á þeim tíma.
Powell skipulagði ferðina til Brownsea-
eyju á Suður-Englandi til að láta reyna á
hugmyndir sínar að bókinni Scouting for
Boys. Útilegan gekk út á könnunarleið-
angra, smíðar, riddaramennsku, björgun
og þjóðrækni og hefur síðan verið nefnd
fyrsta skátaútilegan og markar upphaf
skátahreyfingarinnar á heimsvísu.
Þar sem þetta var fyrsta skátaútilegan
voru drengirnir ekki í búningi en voru
þó með kakíklúta um hálsinn með mynd
af skátaliljunni, sem er fyrsta skáta-
merkið. Eftir útileguna fengu þeir síðan
látúnsbarmmerki með orðunum „Vertu
viðbúinn“ til að hengja fyrir neðan
skátaliljuna sem er enn í dag saumuð í
búninga skátadrengja.
ÞETTA GERÐIST 1. ÁGÚST 1907
Fyrsta skátaútilegan í Englandi