Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 22
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 22
Aðgerðaráætlun Orkuveitu
Reykjavíkur, sem kynnt var við
lok vetrar árið 2011, til þess að
bæta rekstur og starfsemi fyrir-
tækisins hefur gengið vonum
framar ef marka má greiningu
Arion banka. Áætlunin ber nafnið
Planið og er henni ætlað að hag-
ræða í rekstri
og starfsemi
Orkuveitunnar
t i l þess að
m æt a fjá r -
þörf félagsins.
Fjárþörfin var
metin 50 millj-
arðar króna á
árunum 2012 til
2016, en Orku-
veitan varð
fyrir verulegu höggi þegar krón-
an veiktist eftir hrun þar sem
nær allar skuldir félagsins voru
gengistryggðar í erlendri mynt.
Planið innheldur hagræðingar-
og sparnaðaraðgerðir sem eiga
að brúa fjárþörf fyrirtækisins að
fullu til loka ársins 2016. Í dag er
Planið búið að skila um 28 millj-
örðum króna sem er tæplega 2,5
milljörðum króna umfram það
sem áætlað var á þessum tíma-
punkti.
Hagræðingaraðgerðir félags-
ins hafa verið umfangsmiklar á
síðustu tveimur árum en fyrir-
tækið hefur meðal annars fækk-
að starfsmönnum um rúman
þriðjung, hækkað gjaldskrá sína
og selt eignir. „Við höfum lagst
í djúpa greiningarvinnu á öllum
þáttum starfsemi fyrirtækisins
til þess að gera hana skilvirkari
og betri,“ segir Bjarni Bjarnason,
forstjóri Orkuveitunnar, og bætir
við að þjónusta fyrirtækisins hafi
þó ekki versnað vegna hagræð-
ingarinnar, heldur þvert á móti.
„Það var mjög mikilvægt að
skilgreina hvert raunverulegt
hlutverk fyrirtækisins er,“ segir
Bjarni og bendir á að Orku veitan
sé fyrst og fremst þjónustu-
fyrirtæki með veiturekstur. Hann
segir að það hafi verið mikilvægt
að einfalda reksturinn og sníða
hann að því hlutverki.
Rekstrarkostnaður fyrirtækis-
ins hefur lækkað mjög hratt og
tekjur þess vegna gjaldskrár-
hækkunar hafa aukist um tæpa
fjóra milljarða króna á síðustu
tveimur árum, sem er um 800
milljónum króna umfram það
sem áætlun gerði ráð fyrir.
Fyrirtækið hefur einnig ráðist í
sölu á eignum og seldi meðal ann-
ars Perluna til Reykjavíkurborg-
ar. „Sumar eignir fyrirtækis ins
voru baggi á rekstrinum og sem
dæmi var kostnaður við Perluna
um 80 til 90 milljónir á ári. Orku-
„Planið“ gengið vonum framar
Aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur hefur skilað um 2,5 milljörðum króna umfram það sem markmið gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið hefur
fækkað starfsmönnum um rúmlega þriðjung á tveimur árum og aukið tekjur um tæpa fjóra milljarða króna með gjaldskrárhækkunum.
REKSTRARKOSTNAÐUR LÆKKAÐUR Með „stóra planinu“, sem meirihlutinn sem tók við eftir síðustu borgarstjórnarkosningar
réðst í hefur starfsmönnum Orkuveitunnar verið fækkað úr 607 manns í 390 og hefur fyrirtækið einnig fækkað bílum um 100.
Á myndinni má sjá Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, Jón Gnarr borgarstjóra, Bjarna Bjarnason forstjóra og Heiðu Kristínu
Helgadóttur, framkvæmdastjóra Besta flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BJARNI
BJARNASON
veitunni blæddi því í gegnum
margar þeirra eigna sem nú hafa
verið seldar,“ segir Bjarni sem
er alls hugar feginn að búið sé að
stöðva þá blæðingu.
Bjarni segir að gott gengi
Plansins auki líkur á að fyrirtæk-
inu takist að mæta fjárþörf næstu
ára og komast á lygnan sjó. „Við
þurftum verulega á þessari hag-
ræðingu að halda til þess að geta
mætt skuldbindingum okkar. Það
lítur vel út og árangurinn hefur
skilað sér, betur og meira en
menn þorðu að vona.“
lovisa@frettabladid.is
Orkuveitunni blæddi
því í gegnum margar
þeirra eigna sem nú hafa
verið seldar.
Bjarni Bjarnason,
forstjóri Orkuveitunnar
Tekjur Orkuveitunnar hafa
aukist um fj óra milljarða á
tveimur árum, 800 milljónum
meira en ráð var fyrir gert.
800