Fréttablaðið - 01.08.2013, Side 50
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Ég hef verið að rannsaka geómetr-
ísk tákn út frá hinni heilögu geó-
metríu og gullinsniði, sem sagt
þeim táknum og mælieiningum
sem binda heiminn saman,“ segir
Þórður Grímsson myndlistarmaður
sem í gærkvöldi opnaði sýninguna
Skyndreymi og táknvilla í Artímu
galleríi undir listamannsnafninu
Svartval. „Mér finnst einhver fag-
urfræði í þessum táknum og form-
úlum þannig að ég tek þau inn og
bý til minn eigin heim sem vonandi
segir áhorfendunum eitthvað um
þessa rannsókn.“
Inn í þennan heim Þórðar spila
kenningar Jungs og Freuds en hann
segir það beintengt þeim rannsókn-
um sem hann hefur stundað. „Það
er þessi sameiginlega undirmeðvit-
und, það að við skynjum öll tákn á
svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu
óhugnaðurinn í listum og hverjar
eru forsendur heimsins sem maður
býður fólki inn í í verkunum.“
Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009
og hefur síðan haldið eina einka-
sýningu á ári auk þess að taka þátt
í samsýningum. Eru viðfangsefni
hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef
eiginlega alltaf verið að vinna
í þessum heimi. Ekki alltaf í
sama miðlinum samt, hef unnið
í hina og þessa miðla. Á þessari
sýningu er mikið prentverk og
teikningar, en áður hef ég stund-
um verið í blekmálun, vídeói og
bara þeim miðli sem hentar efni-
viðnum best hverju sinni.“
Þórður segir áhugann á þess-
um heimi hafa kviknað þegar
hann vann að BA-ritgerð sinni
sem fjallaði um óhugnað í listum.
„Hvað það er sem vekur óhug og
fegurð á sama tíma og hvaða feg-
urð leynist í myrkrinu. Það er það
sem hrífur mig.“
Nafn sýningarinnar er nokkuð
sérstakt, hvað liggur þar að baki?
„Þetta er svona orðarugl úr orð-
unum skynvilla og tákndreymi.
Mann dreymir tákn og ég vildi
snúa þessu við og búa til einhver
ekki-orð.“
Þetta listamannsnafn, Svart-
val, hvaða merkingu hefur það?
„Þetta er bara nafn sem ég hef
notað lengi og hefur vísun í Stór-
val þar sem hann var naívískur
málari. Sjálfur er ég naívískur
hugarlandslagsmálari.“
Sýningin í Artímu stendur til
4. ágúst og sýningarstjórar eru
Heiða Jónsdóttir og Anna Mar-
grét Björnsson.
fridrikab@frettabladid.is
Hrífst af fegurðinni í
óhugnaði og myrkri
Svartval, öðru nafni Þórður Grímsson, opnaði í gær sýninguna Skyndreymi og
táknvilla í Artímu galleríi við Skúlagötu. Þar sýnir hann prentverk, silkiþrykk og
teikningar sem eiga upphaf sitt í rannsókn á fagurfræði tákna og formúla.
BÆKUR ★★★★★
Dagar í sögu þagnarinnar
Merethe Lindström
Þýðing: Einar Ólafsson
Draumsýn
Skáldsagan Dagar í sögu þagnar-
innar eftir norsku skáldkonuna
Merethe Lindström, sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 2012, er nú komin
út á íslensku. Sagan lætur lítið
yfir sér við fyrstu sýn,
þar segir
öldruð
kona Eva
a ð n a f n i
frá daglegu
lífi sínu og
baráttunni
við elliglöp
eiginmanns-
i ns Sí mon-
ar. Smátt og
smátt hleður
þó sagan utan
á sig og teygir
anga sína allt
aftur í gyðinga-
ofsóknirnar í
seinni heims-
styrjöldinni.
Símon er nefni-
lega gyðingur sem
missti alla fjöl-
skyldu sína í hel-
förinni, en segir
ek k i n ok k r u m
manni frá því, ekki
einu sinni dætrum sínum
þremur. Eva á líka myrkt leynd-
armál úr fortíðinni, leyndar-
mál sem lætur hana ekki í friði
en hún segir heldur engum frá.
Þögnin hleðst upp á milli þeirra
og eitrar út frá sér þar til Símon
hættir nánast að tala og hverfur
inn í eigin heim. Þegar ofan á
bætast samskipti þeirra hjóna við
lettnesku hreingerningar konuna
Mariju, sem ekkert má heldur
vita um leyndarmálin verður
úr marglaga og djúp saga sem
smeygir sér undir húð lesandans
og sest um kyrrt.
Stíll sögunnar er látlaus og
yfirlætislaus eins og hæfir sléttu
og felldu yfirborði lífs Evu, en
undir krauma öll ósögðu orðin,
skömmin og óttinn svo úr verður
ansi hreint magnaður kokkteill.
Persónusköpunin er vandlega
unnin og allt þetta fólk gæti verið
nágrannar í næsta húsi enda er
það eitt af grunnstefjum sög-
unnar hversu óskaplega lítið við
í rauninni vitum hvort um annað.
Bygging sögunnar minnir um
margt á sakamálasögur, hér er
upplýsingum miðlað í ör smáum
skömmtun og lesandinn er orðinn
nánast viðþolslaus af forvitni um
hver þessi skelfilegu
leyndarmál séu og
hvaðan þessi djúpa
sorg sé sprottin
þegar það rennur
upp fyrir honum að
það er sögu konan
löngu búin að
láta uppi. Fyrsti
k a f l i b ók a r -
innar geymir í
raun lyklana að
öllu sem á eftir
kemur, en eins
og í lífinu sjálfu
rennur merk-
ing hans ekki
upp fyrir les-
anda fyrr en
langt er liðið
á sögu. Það
sem er aug-
ljóst er oft
ósýnilegast.
Þýð-
ing Einars
Ólafssonar er
vel af hendi leyst, látlaust
málfar og enginn þýðingar-
keimur en prófarkalestur hefði
að ósekju mátt vera vandlegri,
víða vantar smáorð og stundum
standa orð í röngu falli. Smá-
munasemi kannski að láta slíkt
ergja sig en eins vandaður texti
og hér er boðið upp á verðskuldar
að rækt sé lögð við frágang hans.
FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR
NIÐURSTAÐA: Verðlaunaskáldsaga
Norðurlandaráðs frá því í fyrra.
Kynngimögnuð saga sem snertir
hressilega við lesandanum.
Að þegja lífið í hel SKYNDREYMI OG TÁKNVILLA Þórður Grímsson
sýnir í Artímu
galleríi til 4. ágúst.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
TÓNLIST ★★★ ★★
Tónleikar:
Hulda Jónsdóttir fiðluleikari lék verk eftir
Bach, Paganini, Bartók, Ysaÿe og Viktor
Orra Árnason. Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar þriðjudaginn 30. júlí.
Hljómurinn í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar hentar fiðlu ekkert sér-
staklega vel. Endurómunin er mjög
lítil, sem gerir rödd fiðlunnar frem-
ur þurra. Þetta háði Huldu Jónsdótt-
ur fiðluleikara nokkuð á tónleikum í
safninu á þriðjudagskvöldið.
Hulda lauk nýverið B.Mus.-gráðu
úr Juilliard tónlistarháskólanum, og
hyggst hefja frekrar nám þar í haust.
Maður heyrði strax á fyrstu tónun-
um að hún er efnileg. Ciaccona úr 2.
einleikspartítunni eftir Bach var stíl-
hrein og nákvæm. Hulda lék af alúð og
vandvirkni, en ég saknaði ástríðunnar
í tónlistinni. Bach var vissulega ekki
rómantískt tónskáld. Engu að síður
eru sterkar tilfinningar í tónmáli
hans, sem skiluðu sér ekki almenni-
lega. Skorturinn á endurómun salar-
ins gerði verkið enn litlausara.
Svipaða sögu er að segja um
níundu kaprísu Paganinis. Hún á að
vera létt og leikandi, en var þvert á
móti ósköp þunglamaleg, of hæg og
ekki nógu taktföst. Ellefta kaprísan
var mun skemmtilegri; það er ekki
auðvelt að spila hana en Hulda flutti
hana með sannfærandi tilþrifum.
Eitt íslenskt verk var frumflutt á
tónleikunum, Vögguvísa eftir Vikt-
or Orra Árnason. Hún kom vel út;
tónlistin byggðist á einfaldri línu
sem var skemmtilega skyggð með
ómstríðum hljómagangi. Útkoman
var athyglisverð og heillandi.
Fyrsti kaflinn úr einleiks-
sónötunni eftir Bartók hitti hins
vegar ekki í mark. Hann var bein-
línis leiðinlegur – það vantaði and-
stæðurnar og snerpuna í túlkunina.
Sónata op. 27 nr. 4 eftir Ysaÿe var
talsvert betri. Krafturinn var reynd-
ar ekki mikill, þó óneitanlega hafi
túlkunin verið lærð og skynsamlega
sett fram. Maður vill bara meira í
þessari tónlist; hún er svo mögnuð,
lifandi og ævintýrakennd þegar hún
er virkilega glæsilega spiluð.
Hulda er vissulega efnilegur
fiðluleikari. Eins og áður sagði lék
hún margt af vandvirkni og hún
hefur fallegan tón. Það er samt
ekki nóg. Hún á enn langt í land
ef hún ætlar sér að ná viðunandi
árangri á einleikarabrautinni.
Skáld skapurinn í túlkuninni verð-
ur að vera grípandi. Fiðluleikaran-
um verður liggja eitthvað á hjarta
með tónlistinni. Það var ekki alltaf
að heyra á þessum tónleikum.
JÓNAS SEN
NIÐURSTAÐA: Efnilegur fiðluleikari en
tónlistin komst ekki alltaf á flug.
Efnilegur fiðluleikari
Glæsilegt nýtt prjónablað Ýr 54 er komið í verslanir
MENNING