Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 24
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Fyrir ári síðan sat ég á litlum veitinga- stað í Srebrenica í Bosníu. Við vorum tvö, ég og Hasan sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sautján árum áður. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráðurnar og sólin skein. Vertinn kom askvaðandi, feitlaginn og hláturmildur. Hann hét Abdoullah en var alltaf kallaður Dúlla. Með hvítt, vel greitt hár, nýrakaður og stórt ör framan á háls- inum. Dúlla faðmaði Hasan, tók niður pöntunina okkar og hvarf inn í eldhús. „Hann dó einu sinni,“ útskýrði Hasan. Dúlla hengdi sig þegar Srebrenica féll í stríðinu af ótta við að hljóta sömu örlög og yfir 8.000 menn og drengir sem teknir voru af lífi. Hasan hafði sjálfur velt því fyrir sér að svipta sig lífi en Dúlla sann- fært hann um að það væri ekki rétta leið- in. „Og svo gerði hann það bara sjálfur.“ Hasan skar Dúlla niður úr snörunni og kom honum til meðvitundar. Báðir komust þeir lífs af frá Srebrenica en Hasan missti alla fjölskyldu sína, Dúlla syni sína tvo og föður. Það var í júlí fyrir tæpum tveimur áratugum. Hitastigið kitlaði þrjátíu gráð- urnar og sólin skein. Þetta er saga af sárum raunveruleika. Aldrei aftur er orðið slagorð fyrir við- brögð alþjóðasamfélagsins eftir að þjóð- armorð hafa verið framin. Þjóðernis- hreinsanir í Bosníu, Rúanda og Darfúr áttu sér stað fyrir minna en tuttugu árum og vöktu hörð viðbrögð um allan heim. Alþjóðasamfélagið tók skýra afstöðu gegn óréttlæti og árásum á saklausa borgara. En alltaf of seint. Alltaf eftir að hörmung- arnar höfðu dunið yfir. Enn á ný fáum við fregnir af mannfalli og hörmungum, nú í Sýrlandi. „Það versta var að okkur fannst eng- inn hlusta og öllum vera sama um það sem var að gerast,“ sagði Hasan. Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Þangað til munu liðnar hörmungar halda áfram að bergmála í sárum raun- veruleika samtímans. Dagurinn sem Dúlla dó SAMFÉLAG Sólveig Jónsdóttir stjórnmála- fræðingur ➜ Við þurfum að hlusta, láta okkur málið varða og bregðast við núna til að gera Aldrei aftur að raunhæfum möguleika. Þangað til munu þessir atburðir gerast aftur og aftur. Sigur fyrir upplýsingafrelsið Birgitta Jónsdóttir var að vonum fegin í gær þegar í ljós kom að Bradley Manning, uppljóstrari Wikileaks, hefði verið fundinn sýkn af því að hafa aðstoðað óvini Bandaríkjanna með því að leka gögnum. „Þetta er mikill sigur fyrir upplýsingafrelsið,“ sagði Birgitta og kvaðst „rosalega ánægð með þetta“. Og það er kannski ekki skrýtið að fólk sem kom að úr- vinnslu gagnanna sem Manning stal sé ánægt með að hann eigi ekki yfir höfði sér lífstíðarfangelsis- dóm. Gleymum samt ekki að hann var fundinn sekur af öllum hinum ákæruliðunum og gæti þurft að dúsa í fangelsi í áratugi. Áfall fyrir rannsóknarblaðamenn Enda var það svo að á sama tíma og Birgitta lýsti yfir gleði sinni voru samtök fréttamanna víðs vegar um heiminn í óða önn við að klambra saman yfirlýsingum um það dómurinn yfir Manning væri áfall fyrir rannsóknarblaða- mennsku í heiminum og fordæma niðurstöðuna. Svo er spurning hvort hægt sé að líta á eitthvað sem áfall fyrir rannsóknarblaða- mennsku en sigur fyrir upplýsingafrelsið á sama tíma. Ekki nokkurt einasta vit Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, var í útvarpinu í gær að tala um nýjan Landspítala. Hún vill ekki reisa hann og sagði þetta um málið: „Að fara að byggja hér nýjan steinsteypukubb upp á 60-80 milljarða á meðan starfsfólk er að ganga út af Landspítalanum– það er ekki nokkuð einasta vit í því.“ Það er einmitt mjög líklegt til að auka ánægju íslensks heilbrigðisstarfsfólks að hætta við að reisa því nýja og bætta starfs- aðstöðu. Þá fyrst hættir flóttinn til Noregs. stigur@frettabladid.isÍ fréttum okkar á Stöð 2 í vikunni kom fram að á venju- legri vakt í Árnessýslu verða aðeins þrír lögregluþjónar í haust. Fimmtán þúsund manns búa á svæðinu auk þess sem þar eru um sex þúsund sumarbústaðir og tvö fangelsi. En þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað halda stjórnvöld áfram að skera niður til löggæslumála. Fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum kynnti þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skýrslu þar sem það var fullyrt að niðurskurður síðustu ára hefði gengið allt of langt. Þar kom skýrt fram að auka þarf útgjöld til löggæslu- mála um 3,5 milljarða á ári á þessu kjörtímabili. Lögreglu- menn fögnuðu skýrslunni og hugsuðu sér gott til glóðar- innar, nú yrði loksins hlustað á ábendingar þeirra, en samt fáum við fréttir af frekari niðurskurði. Theódór Þórðarson, yfir- lögregluþjónn í Borgarnesi, tekur undir með kollegum sínum í Árnessýslu og segir ástandið brothætt. Umdæmið þar er átta þúsund ferkílómetrar og hann og hans fólk reynir að tryggja öryggi íbúanna á einum lögreglubíl. Theódór segir að kúnnarnir kvarti ekki: „Þá ég við þá sem eru að keyra ölvaðir eða undir áhrifum annarra vímuefna, þeir kvarta náttúrulega ekkert þó við höfum ekki upp á þeim.“ Og Theódór spyr, með réttu, hvort það sé þannig sem við viljum hafa það! Það hefur áður verið skrifað hér að verkefni ríkisvaldsins númer eitt sé sundum sagt vera að tryggja öryggi íbúanna. Ekki er hægt að sjá að við séum að forgangsraða rétt þegar það hefur þegar komið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um allt land en ekki fækka. Í fyrrnefndri skýrslu var því haldið fram að fjölga þurfi lögreglumönnum um 60 á ári næstu fjögur árin. Ástandið virðist slæmt um allt land. Stór umdæmi þurfa oft að láta sér nægja að vera með einn lögreglumann á kvöldvakt. Á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ferðamanna og verkefni lögreglu fleiri og flóknari. Enda var Snorri Magnús- son, formaður Landsambands lögreglumanna, bjartsýnn í vor þegar skýrslan kom út og sagði hana eitt mesta framfaraspor sem stigið hefði verið í skipulagningu löggæslumála síðustu ár, ef ekki áratugi. Þó mátti greina hjá honum ákveðnar efa- semdir um að farið yrði eftir ráðleggingum skýrsluhöfunda. Nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún teldi ástandið ótækt. Hún lofaði engu beint en á henni mátti heyra að hún ætlaði að ganga í málið og jafnvel stöðva þann niðurskurð sem er væntanlegur nú 1. september. Við verðum að trúa því og treysta. Hanna Birna er skelegg en hún þarf að gera gott betur en stöðva þann niðurskurð sem nú er væntanlegur. Við þurfum að horfast í augu við að næstu fjögur árin þarf lögreglan 14 milljarða aukalega. Ef ekki þá mun ríkisvaldið ekki geta sinnt þeirri frumskyldu að tryggja öryggi íbúanna. Einn lögreglubíll í Árnessýslu: Þrír lögreglu- þjónar á vakt H R Í F A N D I ! Hröð og spennandi saga um Indland nútímans Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.