Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 66

Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 66
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT VEIÐI | 54 Íslendingar eru smátt og smátt að kveikja á dásemdum sjóstangaveið- innar en hingað koma í stórum stíl erlendir veiðimenn, ekki síst frá Þýskalandi, sérstaklega til að fara á sjóstöng. „Ég er að „gæda“ þýska sjó- stangaveiðimenn frá Suðureyri á vegum Iceland Pro Fishing en í vikunni dvelja hér sjö hópar á jafn- mörgum bátum. Þeir eru flestir hingað komnir í annað eða þriðja skiptið. Þeim líkar vel friðsæld- in hér, einfaldleikinn, mannlífið, náttúru lega sjóstöngin og nálægðin við fiskimiðin.“ Fréttablaðið heyrði í Róbert í síð- ustu viku og þá sagði hann mjög gott fiskerí á sjóstangabátum. „Til dæmis veiddu tveir bátar um 600 kg af steinbít, sem er frekar óvenju- legt á þessum árstíma. Vænir þorsk- ar veiddust líka eða frá 15-20 kíló; skötuselir, karfar, ufsar, ýsur og fleiri tegundir. Sjóstangaveiði er lífsstíll í Þýskalandi og þeir vita af aflabrögðunum hér sem og stærð fiskanna.“ Róbert hefur starfað við að sigla á sjó með stangveiðimenn í sex ár samfleytt, í þá sex mánuði sem vertíðin stendur yfir. Róbert á ættir að rekja vestur: „Nú er ég kominn heim og ætla að setjast að hér á mínum fæðingar- stað og æskuslóðum. Hér er blóm- legt mannlíf og atvinnulíf, þorp- ið er fallegt og mikið af ferðafólki sem heimsækir Suðureyri,“ segir Róbert, sæll og kátur fyrir vestan. Fyrirtækið Fisherman er að gera góða hluti með sérstakar matarferð- ir um þorpið, þar sem ferðamenn fá að smakka á alls kyns fiskréttum í söguferð um göturnar og húsin. „Það sem af er sumri hefur verið mikið af ferðafólki hér sem er mjög jákvætt og í takt við undanfarin ár,“ segir Róbert. „Góð veiði hefur verið í laxveiðiánni í Staðardal en þar hafa verið að veiðast 10-13 punda laxar ásamt urriðum og vænum bleikjum úr Vatnadalsvatni. Hér er stutt í fugl og fisk, eins og sagt er. Sem veiðimaður er eiginlega hvergi hægt að hafa það betra. Veðurfar- ið hefur verið sérkennilegt í sumar, mikil rigning, þoka og vindasamt en vonandi verður þá haustið betra.“ jakob@365.is Ófrýnilegir úr undirdjúpum Til er önnur stangveiði en bara ferskvatnsveiðin; sú að fara á lax eða í silung. Veiði- og leiðsögumaðurinn Róbert Schmidt veit allt um það. Sjóstangaveiði er stöðugt að sækja í sig veðrið á Íslandi og nýtur vaxandi vinsælda. LJÚFFENGUR Skötuselurinn þykir með ófrýnilegri skepnum en ljúffengur á bragðið. NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA hö H 2 hö nn un / h 2h .is Þeir lentu í ævintýri lífs síns, feðgarnir Max Schmidt og pabbi hans Edward Schmidt frá New York, þegar þeir voru við veiðar í Hofsá nú í vikunni. Ólafur Ragn- ar Garðarsson var leiðsögumaður þeirra og Fréttablaðið fékk hann til að lýsa því þegar hinn níu ára Max setti í vænan lax. „Fiskurinn tók „micro cone“ á dauðarekinu í Kúttneshyl í Hofsá. Þetta var rosa ævintýri, fyrsta korterið svamlaði fiskur- inn rólega í hylnum áður en hann ákvað að taka á rás niður ána og þá hófst hlaupið,“ segir Ólafur. Max hafði fram til þessa séð um þetta einn en nú þurfti Ólafur að blanda sér í slaginn. „Næsti stoppistaður var Eiríks- breiða, sem er staðurinn neðan við Kúttneshyl, en þar stoppaði fiskurinn í örfáar mínútur áður en hann tók aftur á rás niður ána. Þegar hann fór niður úr Eiríks- breiðunni var ljóst að fiskurinn myndi enda niðri í Grundarhorni, sem er 5-600 metra fyrir neðan Eiríksbreiðu þannig að hlaupin hófust aftur. Rétt fyrir ofan Grundar- horn skorðaðist fiskurinn milli tveggja steina þannig að ég náði að hlaupa út í og sporðtaka hann. Gaman er líka að segja frá því að tveimur tímum áður þurftum við að hlaupa rúman kílómetra eftir 82 sentimetra hrygnu sem faðir drengsins landaði.“ Ólafur Ragnar hefur verið leiðsögumaður í sex ár, eða síðan hann fékk bílpróf, og hefur verið víða. Þetta er þriðja sumarið hans í Hofsá. Ævintýri bandarískra feðga: Níu ára gutti með 96 senti- metra hæng BOLTI Róbert með risa stóran þorsk en það veiðast með ólíkindum miklir boltar í sjóstönginni. MEÐ STEINBÍT Ófríður steinbítur hljóp á snærið hjá þessum veiði- manni. VÆNN UFSI Þjóðverji með vænan ufsa. FLYKKI Max og Ólafur Ragnar með hinn ævintýralega fisk sem þeim tókst að landa í Hofsá í vikunni. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.