Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 4
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 BANDARÍKIN, AP Þótt Bradley Manning hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa aðstoðað óvin- inn á hann enn yfir sér áratuga- langt fangelsi. Lokaáfangi réttar- haldanna hófst í gær, daginn eftir að hann hafði verið sakfelldur í 20 öðrum ákæruliðum. Áður en dómari ákveður refsi- þyngdina fá verjandi og sækj- andi málsins að leiða fram vitni. Þær vitnaleiðslur hófust í gær og gætu tekið nokkra daga eða jafn- vel vikur. Sækjendur hafa sagst ætla að kalla allt að tuttugu vitni fyrir réttinn. „Við erum ekkert að fagna,“ sagði David Coombs, verj- andi Mannings, í gær. „Á endan- um er það refsingin sem öllu máli skiptir.“ Manning bar ekki vitni í réttar- höldunum sjálfum en gæti átt eftir að bera vitni nú þegar refsi- þyngdin verður ákveðin. Hann var sakfelldur fyrir að hafa lekið miklu magni af leyniskjölum frá Bandaríkjaher til lekasíðunnar Wikileaks. Julian Assange, stofn- andi Wikileaks, segir sakfell- inguna hættulegt fordæmi. - gb Vitnaleiðslur hófust í gær í máli Mannings til undirbúnings refsiákvörðun: Reynt að fá sem stystan dóm BRETLAND, AP Áfrýjunarréttur í Bretlandi hefur hafnað beiðni tveggja alvarlega fatlaðara manna sem fóru fram á að bann við líknardrápi yrði afnumið. Þeir sögðu að bannið bryti gegn rétti þeirra til „einka- og fjölskyldulífs“ samkvæmt mann- réttindasáttmála Evrópu, þar sem þeir megi ekki ráða hvernig þeir deyi. „Ég var að vonast eftir mannúð legum og virðulegum endalokum,“ segir í yfirlýsingu frá Paul Lamb, öðrum mannanna sem höfðuðu málið. „Þessi úrskurður færir mér það ekki.“ Hinn maðurinn lést af völdum lungnabólgu á síðasta ári. - gb Breskur áfrýjunarréttur: Líknardráp áfram bannað PAUL LAMB Íhugar að áfrýja dómnum til hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRADLEY MANNING Sakfelldur fyrir 20 af 22 ákæruliðum og á yfir höfði sér áratuga fangavist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Eigandi sumar- bústaðar í Skorradal kveikti í liðinni viku eld í óleyfi. Fékk lög- regla í Borgarfirði og Dölum til- kynningu um eld í sumarbústaða- hverfinu, fór á vettvang og kom að eigandanum þar sem hann var að kveikja í gömlum viðarlurkum á lóð rétt við bústaðinn. Athafnir hans stofnuðu gróðri í hættu, sem og lífi og eignum nágranna í næstu bústöðum, og var hann því sektaður fyrir að hafa kveikt eld án leyfis. - nej Lögreglan í Dölum kölluð til: Kveikti eld við bústað í óleyfi SLYS Átta manna áhöfn var bjargað af færeyska togaranum Gullbergi þegar hann sökk við makríl veiðar norður af Fær- eyjum í gær. Má það þykja mikil mildi því aðeins leið klukkustund frá því að leki uppgötvaðist og þar til togar- inn var sokkinn. Það var skipið Sjagaklett sem kom áhöfninni til bjargar. Ekki er vitað hvað olli lekanum. - jse Færeyskur togari sekkur: Kominn niður á klukkutíma MEÐ STEFNIÐ UPP Í LOFT Togarinn var ekki lengi að fara niður. MYND/SUDURRAS.FO BANDARÍKIN Daniel Chong, háskólanemi í San Diego í Bandaríkjunum, hefur fengið hálfan milljarð íslenskra króna í skaðabætur frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum eftir að hafa verið læstur inni í fangaklefa í fjóra daga án vatns eða matar. Chong var handtekinn þegar hann var í heimsókn hjá kunn- ingja sínum, þar sem lögreglan fann fíkniefni og skotvopn. Hann var ekki ákærður en gleymdist í klefanum og var í mjög slæmu ástandi þegar hann fannst. - bl Gleymdist í fangelsi: Fékk hálfan milljarð í bætur DANIEL CHONG SAMFÉLAGSMÁL Snuð sem seld eru í Samkaupum-Úrvali á Ísafirði hafa valdið nokkurri hneykslan, að því er segir á fréttavef BB. Hrafnhildur Hrönn Óðins- dóttir, talsmaður Femínistafélags Vestfjarða, segir að á snuðum þessum standi orð á ensku sem þýða mætti sem „daðrari“, „blaut- kyssari“, „piparmey“ og fleira. Segir hún þetta til marks um að kynlífsvæðingin sé kominn niður í vöggu. - jse Kynlífsvæðing niður í vöggu: Barnasnuð með ögrandi áletrun ➜ Svínadalur 3 björgunarsveitir 32 leitarmenn Leitað að tveimur frönskum konum á jeppa. ➜ Grænalón 5 björgunarsveitir 36 leitarmenn Leitað að frönsku pari, en konan var farlama. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 21.990 voru erlendir ríkisborgarar á landinu í lok 2. ársfjórðungs 2013. Alls bjuggu 323.810 manns á landinu, þar af 207.120 á höfuðborgarsvæðinu. Á 2. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.100 börn en 500 einstaklingar létust. Heimild: Hagstofa Íslands Tæplega 90 leituðu fimm ferðamanna Um hundrað manns tóku þátt í störfum Landsbjargar í fyrradag í sjö útköllum. Áttatíu og átta þeirra tóku þátt í þremur leitum að fimm týndum ferðamönnum. Mikilvægt að styrkja grunnstoðir samfélagsins segir formaður Landsbjargar. SAMFÉLAGSMÁL Þrjár umfangs- miklar leitir fór fram í fyrradag þar sem alls níu björgunarsveitir leituðu að fimm erlendum ferða- mönnum. Áttatíu og átta leitarmenn þátt í aðgerðunum en alls voru um hundrað björgunarsveitarmenn að störfum í fyrradag í sjö tilfellum. Hörður Már Harðarson, for- maður Landsbjargar, segir þenn- an sólar hring hafa kristallað mikil- vægi málflutnings Landsbjargar, sem hafi skorað á yfirvöld að mæta auknum ferðamannafjölda með því að efla grunnstoðir samfélags- ins, til dæmis samgöngur, lögreglu, björgunarsveitir, sjúkraflutninga og fleira. Mestan mannafla þurfti í leit að frönsku pari sem taldi sig vera um tvo kílómetra sunnan við Græna- lón, sem er austan við Landmanna- laugar, þegar það hringdi í Neyðar- línu um klukkan hálf þrjú í fyrradag. Var konan meidd á fæti og því farlama. Þau voru síðan sótt um hádegi í gær en þá hafði komið í ljós að þau voru í Grænalóni í Núpstaða- skógi sem er um sjötíu kílómetrum frá Grænalóni austan Landmanna- lauga, þar sem leitað var upphaf- lega. Fimm björgunarsveitir tóku þátt í leitinni. Síðdegis í fyrradag barst tilkynn- ing frá tveimur frönskum konum sem ætluðu frá Þingvöllum áleið- is til Lundarreykjadals en afvega- leiddust á leiðinni. Þær fundust um klukkan eitt eftir miðnætti í fyrri- nótt en þá var jepplingur þeirra fastur á línuvegi sem liggur undir rafmagnslínur austan Svínadals. Þrjár sveitir tóku þátt í þessari leit. Björgunarsveit Hornafjarðar var einnig kölluð út snemma í gær- morgun þar sem rússneskur göngu- maður hafði farið á Hvannadals- hnúk en ekki skilað sér á réttum tíma kvöldið áður. Hann fannst svo við Kvísker um hádegis- bilið í gær. Þyrla Land- helgisgæslunnar tók þátt í þeirri leit. jse@frettabladid.is ➜ Hvannadals- hnúkur 1 björgunarsveit 20 leitarmenn Leitað að rússneskum göngumanni. Hér fundust tveir ferðamenn sem leitað var austan Landmannalauga. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur á annesjum. KÓLNAR LÍTILLEGA Í dag verður víða hæglætisveður og bjart sunnan- og vestantil. Helgarspáin er köflótt, einna best verður veðrið suðvestantil en horfur á einhverri úrkomu norðan- og austanlands. Áfram verður hlýjast SV-til. 10° 3 m/s 11° 4 m/s 14° 6 m/s 13° 4 m/s Á morgun Víða breytileg átt eða hafgola. Gildistími korta er um hádegi 15° 10° 15° 9° 8° Alicante Aþena Basel 31° 31° 31° Berlín Billund Frankfurt 28° 22° 31° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 31° 21° 21° Las Palmas London Mallorca 26° 31° 34° New York Orlando Ósló 25° 28° 24° París San Francisco Stokkhólmur 34° 18° 22° 14° 2 m/s 13° 10 m/s 13° 4 m/s 8° 8 m/s 9° 5 m/s 10° 6 m/s 6° 6 m/s 15° 12° 13° 8° 11°
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.