Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 4
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 BANDARÍKIN, AP Þótt Bradley Manning hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa aðstoðað óvin- inn á hann enn yfir sér áratuga- langt fangelsi. Lokaáfangi réttar- haldanna hófst í gær, daginn eftir að hann hafði verið sakfelldur í 20 öðrum ákæruliðum. Áður en dómari ákveður refsi- þyngdina fá verjandi og sækj- andi málsins að leiða fram vitni. Þær vitnaleiðslur hófust í gær og gætu tekið nokkra daga eða jafn- vel vikur. Sækjendur hafa sagst ætla að kalla allt að tuttugu vitni fyrir réttinn. „Við erum ekkert að fagna,“ sagði David Coombs, verj- andi Mannings, í gær. „Á endan- um er það refsingin sem öllu máli skiptir.“ Manning bar ekki vitni í réttar- höldunum sjálfum en gæti átt eftir að bera vitni nú þegar refsi- þyngdin verður ákveðin. Hann var sakfelldur fyrir að hafa lekið miklu magni af leyniskjölum frá Bandaríkjaher til lekasíðunnar Wikileaks. Julian Assange, stofn- andi Wikileaks, segir sakfell- inguna hættulegt fordæmi. - gb Vitnaleiðslur hófust í gær í máli Mannings til undirbúnings refsiákvörðun: Reynt að fá sem stystan dóm BRETLAND, AP Áfrýjunarréttur í Bretlandi hefur hafnað beiðni tveggja alvarlega fatlaðara manna sem fóru fram á að bann við líknardrápi yrði afnumið. Þeir sögðu að bannið bryti gegn rétti þeirra til „einka- og fjölskyldulífs“ samkvæmt mann- réttindasáttmála Evrópu, þar sem þeir megi ekki ráða hvernig þeir deyi. „Ég var að vonast eftir mannúð legum og virðulegum endalokum,“ segir í yfirlýsingu frá Paul Lamb, öðrum mannanna sem höfðuðu málið. „Þessi úrskurður færir mér það ekki.“ Hinn maðurinn lést af völdum lungnabólgu á síðasta ári. - gb Breskur áfrýjunarréttur: Líknardráp áfram bannað PAUL LAMB Íhugar að áfrýja dómnum til hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRADLEY MANNING Sakfelldur fyrir 20 af 22 ákæruliðum og á yfir höfði sér áratuga fangavist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Eigandi sumar- bústaðar í Skorradal kveikti í liðinni viku eld í óleyfi. Fékk lög- regla í Borgarfirði og Dölum til- kynningu um eld í sumarbústaða- hverfinu, fór á vettvang og kom að eigandanum þar sem hann var að kveikja í gömlum viðarlurkum á lóð rétt við bústaðinn. Athafnir hans stofnuðu gróðri í hættu, sem og lífi og eignum nágranna í næstu bústöðum, og var hann því sektaður fyrir að hafa kveikt eld án leyfis. - nej Lögreglan í Dölum kölluð til: Kveikti eld við bústað í óleyfi SLYS Átta manna áhöfn var bjargað af færeyska togaranum Gullbergi þegar hann sökk við makríl veiðar norður af Fær- eyjum í gær. Má það þykja mikil mildi því aðeins leið klukkustund frá því að leki uppgötvaðist og þar til togar- inn var sokkinn. Það var skipið Sjagaklett sem kom áhöfninni til bjargar. Ekki er vitað hvað olli lekanum. - jse Færeyskur togari sekkur: Kominn niður á klukkutíma MEÐ STEFNIÐ UPP Í LOFT Togarinn var ekki lengi að fara niður. MYND/SUDURRAS.FO BANDARÍKIN Daniel Chong, háskólanemi í San Diego í Bandaríkjunum, hefur fengið hálfan milljarð íslenskra króna í skaðabætur frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum eftir að hafa verið læstur inni í fangaklefa í fjóra daga án vatns eða matar. Chong var handtekinn þegar hann var í heimsókn hjá kunn- ingja sínum, þar sem lögreglan fann fíkniefni og skotvopn. Hann var ekki ákærður en gleymdist í klefanum og var í mjög slæmu ástandi þegar hann fannst. - bl Gleymdist í fangelsi: Fékk hálfan milljarð í bætur DANIEL CHONG SAMFÉLAGSMÁL Snuð sem seld eru í Samkaupum-Úrvali á Ísafirði hafa valdið nokkurri hneykslan, að því er segir á fréttavef BB. Hrafnhildur Hrönn Óðins- dóttir, talsmaður Femínistafélags Vestfjarða, segir að á snuðum þessum standi orð á ensku sem þýða mætti sem „daðrari“, „blaut- kyssari“, „piparmey“ og fleira. Segir hún þetta til marks um að kynlífsvæðingin sé kominn niður í vöggu. - jse Kynlífsvæðing niður í vöggu: Barnasnuð með ögrandi áletrun ➜ Svínadalur 3 björgunarsveitir 32 leitarmenn Leitað að tveimur frönskum konum á jeppa. ➜ Grænalón 5 björgunarsveitir 36 leitarmenn Leitað að frönsku pari, en konan var farlama. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 21.990 voru erlendir ríkisborgarar á landinu í lok 2. ársfjórðungs 2013. Alls bjuggu 323.810 manns á landinu, þar af 207.120 á höfuðborgarsvæðinu. Á 2. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.100 börn en 500 einstaklingar létust. Heimild: Hagstofa Íslands Tæplega 90 leituðu fimm ferðamanna Um hundrað manns tóku þátt í störfum Landsbjargar í fyrradag í sjö útköllum. Áttatíu og átta þeirra tóku þátt í þremur leitum að fimm týndum ferðamönnum. Mikilvægt að styrkja grunnstoðir samfélagsins segir formaður Landsbjargar. SAMFÉLAGSMÁL Þrjár umfangs- miklar leitir fór fram í fyrradag þar sem alls níu björgunarsveitir leituðu að fimm erlendum ferða- mönnum. Áttatíu og átta leitarmenn þátt í aðgerðunum en alls voru um hundrað björgunarsveitarmenn að störfum í fyrradag í sjö tilfellum. Hörður Már Harðarson, for- maður Landsbjargar, segir þenn- an sólar hring hafa kristallað mikil- vægi málflutnings Landsbjargar, sem hafi skorað á yfirvöld að mæta auknum ferðamannafjölda með því að efla grunnstoðir samfélags- ins, til dæmis samgöngur, lögreglu, björgunarsveitir, sjúkraflutninga og fleira. Mestan mannafla þurfti í leit að frönsku pari sem taldi sig vera um tvo kílómetra sunnan við Græna- lón, sem er austan við Landmanna- laugar, þegar það hringdi í Neyðar- línu um klukkan hálf þrjú í fyrradag. Var konan meidd á fæti og því farlama. Þau voru síðan sótt um hádegi í gær en þá hafði komið í ljós að þau voru í Grænalóni í Núpstaða- skógi sem er um sjötíu kílómetrum frá Grænalóni austan Landmanna- lauga, þar sem leitað var upphaf- lega. Fimm björgunarsveitir tóku þátt í leitinni. Síðdegis í fyrradag barst tilkynn- ing frá tveimur frönskum konum sem ætluðu frá Þingvöllum áleið- is til Lundarreykjadals en afvega- leiddust á leiðinni. Þær fundust um klukkan eitt eftir miðnætti í fyrri- nótt en þá var jepplingur þeirra fastur á línuvegi sem liggur undir rafmagnslínur austan Svínadals. Þrjár sveitir tóku þátt í þessari leit. Björgunarsveit Hornafjarðar var einnig kölluð út snemma í gær- morgun þar sem rússneskur göngu- maður hafði farið á Hvannadals- hnúk en ekki skilað sér á réttum tíma kvöldið áður. Hann fannst svo við Kvísker um hádegis- bilið í gær. Þyrla Land- helgisgæslunnar tók þátt í þeirri leit. jse@frettabladid.is ➜ Hvannadals- hnúkur 1 björgunarsveit 20 leitarmenn Leitað að rússneskum göngumanni. Hér fundust tveir ferðamenn sem leitað var austan Landmannalauga. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur á annesjum. KÓLNAR LÍTILLEGA Í dag verður víða hæglætisveður og bjart sunnan- og vestantil. Helgarspáin er köflótt, einna best verður veðrið suðvestantil en horfur á einhverri úrkomu norðan- og austanlands. Áfram verður hlýjast SV-til. 10° 3 m/s 11° 4 m/s 14° 6 m/s 13° 4 m/s Á morgun Víða breytileg átt eða hafgola. Gildistími korta er um hádegi 15° 10° 15° 9° 8° Alicante Aþena Basel 31° 31° 31° Berlín Billund Frankfurt 28° 22° 31° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 31° 21° 21° Las Palmas London Mallorca 26° 31° 34° New York Orlando Ósló 25° 28° 24° París San Francisco Stokkhólmur 34° 18° 22° 14° 2 m/s 13° 10 m/s 13° 4 m/s 8° 8 m/s 9° 5 m/s 10° 6 m/s 6° 6 m/s 15° 12° 13° 8° 11°

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.