Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 18
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Bankastofnanir og greiðslukorta- fyrirtæki ráða viðskiptavinum frá því að greiða fyrir vöru eða þjónustu í íslenskum krónum þegar þeir rétta fram greiðslu- kort sitt bjóði viðkomandi selj- andi upp á slíka þjónustu. „Við höfum alltaf ráðlagt að borgað sé í aðalmynt landsins sem dvalið er í. Verslanir geta bætt gjaldi ofan á verð vörunn- ar eða þjónustunnar. Þeim ber skylda til þess að gefa það upp en fólk getur lent í vandræðum með að nálgast það. Þar að auki er óvíst við hvaða gengi versl- anir miða,“ segir Guðný Helga Herberts dóttir, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka. Undir þetta tekur Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Allajafna borg- ar sig ekki fyrir viðskiptavin að þiggja umreiknaða upphæð því gengið verður óhagstæðara þar sem kaupmaðurinn eða færslu- hirðirinn tekur eitthvað fyrir þjónustuna.“ Kristján bætir því við að sumir líti þó á þetta sem kost þar sem þeir viti með þessu nákvæmlega hvað þeir greiða. Bergþóra Karen Ketils dóttir, forstöðumaður viðskiptavers hjá Borgun, tekur fram að mikilvægt sé að korthafinn sé með vitaður um gengi viðkomandi gjaldmiðils þegar hann ákveður hvora leiðina hann vill fara. „Almennt séð er ódýrast að versla vöru eða þjónustu erlend- is beint með greiðslukorti á hefð- bundinn hátt.“ Jóhanna M. Jóhannsdóttir, þjónustustjóri hjá Valitor, segir greiðslukortafyrirtækið mæla með því að korthafar breyti ekki upphæð í íslenskar krónur þegar þeir eru staddir erlendis. „Okkur þykir öruggara að nota gjaldmiðil viðkomandi lands því þá er allt reiknað eftir föstum stöðlum frá Vísa/Mastercard í stað þess að verslanir geti lagt prósentu á upphæðina sem við vitum í raun ekki hver er.“ ibs@frettabladid.is Hefðbundin korta- greiðsla er ódýrust Fjármálastofnanir mæla með því að ekki sé greitt í íslenskum krónum þegar greiðslukortið er straujað erlendis. Óvíst er við hvaða gengi seljendur miða. Réttir orkumerkimiðar voru aðeins á 8 prósentum heimilistækja í raf- tækjaverslunum sem Neytenda- stofa gerði könnun hjá. Merkingarn- ar eiga að auðvelda neytendum að sjá á aðgengilegan hátt upplýsingar um tegund, orkunýtni, árlega orku- notkun, hávaða og önnur helstu ein- kenni vörunnar eftir því sem við á, að því er segir á vef Neytendastofu. Farið var í 14 raftækjaverslanir og kannaðar 300 vörur af fimm mis- munandi gerðum, það er þvottavél- ar, þurrkara, ísskápa, frystikistur og uppþvottavélar. Aðeins var að finna orkumerking- ar á 25 tækjum. Á þeim tækjum sem orkumerkingar voru ekki aðgengi- legar utan á tækjunum var þær oft- ast að finna inni í tækjunum sjálf- um. Verslanir Elko komu best út úr könnuninni, þar voru 16 heim- ilistæki með orkumerkingu utan á tækjunum. Sjónvarpstæki voru einnig skoð- uð þar sem ný reglugerð kveður á um að orkumerkingar skuli nú einnig vera á þeim. Í ljós kom að þriðjungur sjónvarpstækja var með orkumerkimiða límdan fram- an eða aftan á. Tækin voru í versl- unum Sjónvarpsmiðstöðvar innar, Max raftækja og Bræðranna Ormssonar. - ibs Neytendastofa segir raftækjaverslanir verða að bæta orkumerkingar: Aðeins 8% tækja rétt merkt „Bestu kaup sem ég hef gert eru gúmmístígvél frá Marc Jacobs sem ég keypti í New York fyrir nokkrum árum á 10 dollara,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar. „Það besta við kaupin var að maður fékk risastóran Marc Jacobs- poka undir stígvélin. Þannig gat maður gengið stoltur um stræti borgarinnar, líkt og maður ætti sand af seðlum,“ segir Heiða og hlær, en stígvélin sjálf hafa reynst Heiðu afar vel þó svo að pokinn hafi verið toppurinn á kaupunum. „Verstu kaup sem ég hef gert eru hins vegar rauður Volkswagen-bíll sem ég keypti árið 2010. Bílnúmerið var BL-200 sem var það eina góða við bílinn. Það var mjög sterk reykingalykt í honum og svo drap hann alltaf á sér á rauðu ljósi. Ég þurfti að finna leið frá heimili mínu að Höfða þar sem ég átti von á því að mæta einungis grænum ljósum, það var ekkert alltaf alveg grænt ljós,“ segir Heiða sem keypti sér nýjan bíl ári seinna. - le NEYTANDINN Heiða Kristín Helgadóttir Gengur um í gúmmístígvélum frá Marc Jacobs Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur í sparnaðarskyni skipað flugmönnum sínum að fljúga hægar, að því er segir í frétt Dailymail. Flugfélagið hyggst einnig bjóða upp á auglýsingar utan á vélum sínum. Með því að draga úr hraðanum eykst flugtíminn að meðaltali um 2 mín- útur á klukkustund. Við þetta minnkar eldsneytiskostnaður flugfélagsins um 15 prósent. Talsmenn Ryanair halda því fram að vegna hitabylgjunnar í Evrópu hafi færri keypt flugmiða á netinu en vonast hafði verið til. Talið er að tekjurnar eigi eftir að lækka enn frekar. FLUGMÖNNUM SKIPAÐ AÐ FLJÚGA HÆGAR Á SÓLARSTRÖND Á sumum vinsælum ferðamannastöðum erlendis bjóða verslanir og veitingastaðir viðskiptavinum sem greiða með korti að breyta upphæðinni í íslenskar krónur. GREIÐSLUKORT Á Íslandi er boðið upp á myntvalslausn. Ef kortið er erlent er verðið bæði sýnt í íslenskum krónum og gjaldmiðli korthafans. Samkvæmt upp- lýsingum frá Valitor nemur þóknunin 3 prósentum af verði vörunnar eða þjón- ustunnar. Seljandi fær hluta þóknunar- innar endurgreidda frá kortafyrirtækinu. ÞVOTTAVÉL Neytendur eiga að geta séð merkingu með orkunýtni og árlegri orkunotkun auk annars. NÝ JU NG ! VAL ER UM 2 VIKUFERÐIR 20. - 27. ÁGÚST OG 27. ÁGÚST - 03. SEPTEMBER SUMARGOLF Á ALMERÍA PIERRE VACANCES - GOLF Pierre Vacances er glæsileg ný íbúðagisting í Roquetas de Mar. Garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. VERÐDÆMI - 7 NÆTUR: 129.900 KR á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð. NÁNAR Á UU.IS Fleiri gistingar í boði inni á urvalutsyn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.