Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 58
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Red 2 er beint framhald grín- og hasarmyndarinnar Red frá árinu 2010. Hér bregður gamla brýnið Bruce Willis sér aftur í hlutverk fyrrverandi CIA-útsendarans Franks Moses. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Moses og kær- asta hans, Sarah Ross, reyna eftir bestu getu að lifa eðlilegu lífi eftir atburði síðustu myndar. Dag nokk- urn birtist Marvin Boggs, sem leikinn er af John Malkovich, og varar þau við því að líf þeirra sé í hættu því Moses á að hafa verið viðriðinn leynilega hernaðar- aðgerð sem kallast Nightshade. Umrædd aðgerð varð til á tímum kalda stríðsins og var tilgangur hennar að smygla kjarnorkuvopni í pörtum til Rússlands. Boggs hefur auðvitað lög að mæla og á þríeykið brátt fótum sínum fjör að launa. Á sama tíma hefur Victoria Winslow, njósnari og gamall kunn- ingi Moses og Boggs, samband við Moses og tilkynnir honum að hún hafi tekið að sér verkefni á vegum MI6 og verkefnið er að myrða Sótt að Frank Moses úr öllum áttum Red 2 er beint framhald grín- og hasarmyndarinnar Red frá 2010. Myndin, sem skartar Bruce Willis í einu aðalhlutverkanna, var frumsýnd hér á landi í gær. KOMIN AFTUR Frank Moses, Sarah Ross og Marvin Boggs reyna að halda lífi í framhaldsmyndinni Red 2. Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frum- sýnd í Bíói Paradís þann fyrsta ágúst. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leik- stjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul- goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís þann 2. ágúst. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói á morgun. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. olof@frettabladid.is Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Nokkrar myndir verða frumsýndar í vikunni. Heimildarmyndin um Pussy Riot, Charles Bradley: Soul of America og Only God Forgives, með Ryan Gosling. PUSSY RIOT: A PUNK PRAYER Áður óséð myndskeið eru sýnd í þessari áhrifamiklu heimildarmynd. ONLY GOD FORGIVES Ryan Gosling og Nicolas Winding Refn leiða saman hesta sína á ný í þessari kvikmynd, en þeir unnu síðast saman í kvikmyndinni Drive. Persónan Victoria Winslow, sem leikin er af Helen Mirren, segist í einu atriði í myndinni vera Englandsdrottning. Mirren hefur í þrígang leikið breska drottningu: hún lék Charlotte drottningu í The Madness of King George og Elísabetu II. í myndinni The Queen frá árinu 2006 og aftur í leikritinu The Audience sem sett var á svið breska þjóðleikhússins fyrir stuttu. Þrisvar leikið drottningu Moses. Ekki nóg með það, heldur er leigumorðinginn Han Cho-Bai einnig á höttunum eftir aumingja Moses sem er hvergi óhultur. Nú ríður á að Moses komist til botns í málinu og bjargi þar með lífi sínu og kærustu sinnar. Leikstjóri myndarinnar er hinn bandaríski Dean Parisot og er þetta fimmta kvikmynd hans. Áður hefur hann leikstýrt mynd- um á borð við Fun with Dick and Jane, sem er frá árinu 2005 og skartaði Jim Carrey í aðalhlut- verki, og gamanmyndinni Galaxy Quest frá 1999 með Sigourney Weaver í aðalhlutverki. Leikarahópur Red 2 er langur og öflugur. Með helstu hlutverk fara Bruce Willis, John Malkovich as Marvin Boggs, Mary-Louise Parker sem Sarah Ross, Catherine Zeta-Jones, Lee Byung-hun, Anthony Hopkins, Helen Mirren og Brian Cox. Myndin hlýtur 41 prósent í ein- kunn frá gagnrýnendum á vefsíð- unni Rottentomatoes og 7,2 í ein- kunn á Imdb.com. sara@frettabladid.is Framleiðendur kvikmyndaraðar- innar Mortal Instruments eru nú í viðræðum við stórleikkonuna Sigourney Weaver um að taka að sér hlutverk leiðtoga Skuggaveið- aranna, eða Shadowhunters eins og þeir kallast á enskri tungu. Kvikmyndaröðinni er spáð svip- aðri velgengni og Twilight og Hungurleikunum. Myndirnar segja sögu Clary Fray, sem leikin er af Lily Coll- ins, sem kemst að því í fyrstu myndinni, City Of Bones, að hún tilheyrir hópi Skuggaveiðara og getur séð og sigrað illa ára. City Of Bones verður frum- sýnd í Bandaríkjunum þann 21. ágúst næstkomandi og skartar Jamie Campbell Bower, Kevin Zegers, Jonathan Rhys Meyers, Jemima West og Robert Sheehan í helstu hlutverkum auk Cole. Sigourney Weaver sem Skuggaveiðari Leikkonan er í viðræðum við framleiðendur um hlutverk í kvikmyndaröðinni Mortal Instruments. Í VIÐRÆÐUM Sigourney Weaver er í viðræðum við framleiðendur myndanna Mortal Instruments. NORDICPHOTOS/GETTY Samkvæmt heimildum vestanhafs er Ben Foster á lokastigi samningaviðræðna við framleiðslu- fyrirtækið Working Title um að leika Lance Armstrong í kvikmynd sem mun fjalla um feril Armstrongs. Meðal annars verður fjallað um lyfjahneykslið sem upp komst um fyrr á þessu ári og varð margföldum sigurvegara Tour de France að falli. Þessi kvikmynd er ein þriggja mynda sem eru í bígerð og byggja á lífi og ferli Armstrongs. Framleiðslufyrirtækið Paramount er að vinna að kvikmyndaaðlögun á bókinni Cycle of Lies: The Fall of Lance Armstrong, og Warner er einnig að undir- búa aðra útgáfu sögunnar. Working Title hefur þegar ráðið til sín handrits- höfundinn John Hodge, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að kvikmyndinni Train- spotting. - ósk Ben Foster leikur Lance Armstrong Vinna að nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi Lance Armstrong er nú hafi n, sú þriðja á stuttum tíma. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.