Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 2
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRAMKVÆMDIR Burðarvirki tveggja brúa yfir Elliðarárósa á nyrsta odda Geirsnefs eru nú risin og gnæfa átján metra yfir umhverfi sitt. Brýrnar eru hluti af nýrri göngu- og hjólaleið yfir Elliðaár. Að því er segir í frétt frá borginni er þessi leið styttri, öruggari og þægilegri en núverandi leiðir. Brýrnar séu áberandi og því hafi áhersla verið lögð á að prýði væri af þeim. Nýja leiðin verður tilbúin í september. Farið var eftir tíma- mörkum frá Veiðimálastofnun til að trufla ekki laxagengd. - gar Burðarvirki tveggja göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa komin á sinn stað: Nýjar brýr taka nú á sig mynd ÁTJÁN METRAR Í LOFT UPP Nýju brýrnar við Elliðaárósa gnæfa hátt yfir umhverfi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Tæplega 80% svarenda í könnun Félagsvísinda stofnunar Háskóla Íslands á trausti til Alþingis segjast vantreysta þingi vegna samskiptamáta þingmanna. 14% segjast treysta Alþingi. Könn- unin var kynnt á þingi í gær. Þar kom fram að vantraustið beindist ekki að stofnuninni sjálfri heldur frekar hegðun þingmanna. Þannig kom fram að fólki fyndist þing- menn sýna hver öðrum virðingar- leysi og standa í sífelldu óþarfa rifrildi og „skítkasti“ á kostnað málefnalegrar umræðu og sam- vinnu. Þá sögðu 72% svarenda van- traust þeirra beinast að vinnulagi þingmanna. Niðurstöður sýna að fólki þyki forgangsröðun á þingi röng og að þingmenn hlusti ekki á almenning og séu þar af leið- andi ekki í nægilegum tengslum við fólkið í landinu. Þá þykir vinnulag á þingi einnig einkenn- ast af aðgerða- og getuleysi þing- manna til að fylgja málum eftir og klára. Tekið var 1.200 manna einfalt tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá. Könnunin var framkvæmd í febrúar og mars síðastliðnum. - vg Hegðun alþingismanna og forgangsröðun dregur úr trausti á Alþingi: Vantreysta þingi út af skítkasti ALÞINGI Samskipti þingmanna eru vandamál að mati kjósenda. Var fæðingin sársaukafull? „Ég er enn í miðjum hríðum. Þannig að svarið er líklega já.“ Ragnar Bragason leikstjóri gekk með hug- myndina að leikritinu Óskasteinn í tuttugu ár. Leikritið verður ekki frumsýnt í Borgar- leikhúsinu fyrr en eftir áramót. BRETLAND David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, þrýsti á breska dagblaðið Guardian um að blaðamenn eyddu upplýsingum sem borist höfðu frá bandaríska upp- ljóstraranum Edward Snowden. Bresk stjórnvöld hafa staðfest þetta. Blaðamenn Guardian segjast hafa eytt upplýsingunum en einungis vegna þess að þeir áttu afrit af þeim annars staðar. Alan Rusbridger, ritstjóri Guardian, skýrði frá þessu í beinu framhaldi af níu tíma yfir- heyrslum yfir David Miranda, kærasta blaðamannsins Glenn Greenwald, á Heathrow-flugvelli um síðustu helgi. - gb Cameron lét eyða gögnum: Blaðamenn beittir þrýstingi LÖGREGLUMÁL Loka þurfti akrein á Sæbrautinni rétt fyrir fjögur í gær vegna kranabíls sem festist undir Elliðaárbrúnni. Bílinn var á leið suður Reykjanesbrautina, rak kranann í brúar- gólfið og sat svo fastur undir brúnni í dágóðan tíma. Að sögn sjónar- votta var bíllinn töluvert skemmdur og lak úr honum olía. Umferð um Sæbrautina gekk því heldur hægt á meðan unnið var að hreinsun en akreinin var opnuð að nýju um klukkustund síðar. - ka Tafir urðu á umferð eftir að kranabílstjóri misreiknaði sig: Kranabíll fastur undir Elliðaárbrú TAFIR Á UMFERÐ Sæbraut var seinfær frá Holtavegi að Elliðaárbrú til suðurs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SMYGL Tveir Íslendingar á þrítugs aldri voru handteknir á flugvellinum í Melbourne á þriðjudag og ákærðir fyrir að reyna að smygla um þremur kílóum af kókaíni inn í landið. Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í gær og var ræðismaður Íslands viðstaddur ásamt túlki. Ástralski fréttavefurinn The Age greinir frá því að íslensk kona, sem starfar sem kennari, hafi aðstoðað sem túlkur. Mennirnir, sem ekki eru búsett- ir í Ástralíu, sitja í fangelsi þar til þeir þurfa að mæta aftur fyrir rétt í nóvember. Hvorugur fór fram á lausn gegn tryggingu. - hva Íslendingar teknir fastir: Smygluðu kóka- íni í Melbourne SKÓLAMÁL Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgar- stíg inn á sitt borð. Málið er í könn- un hjá Barnaverndar nefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugs- anlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttar- ríkisins um málsmeðferð um rann- sókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldr- inum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfs- menn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í sam- tali við annan sumarstarfsmann- inn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leik- skólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem ein- staklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barna- verndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verð- ur ekki gert nema rök- studdur grunur sé uppi um að starfs- mennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu. valurg@365.is Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki hafið rannsókn á meintu ofbeldi á 101 leikskóla á Bræðraborgarstíg. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar svo alvarlega áskanir séu uppi sé hugsanlega skynsamlegra að fá lögreglu inn í málið. LEIKSKÓLINN 101 Forstjóri Barnaverndarstofu segir hugsanlega heppilegra að lög- regla taki strax upp rannsókn á meintu ofbeldi á leikskólanum 101. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRAGI GUÐBRANDSSON Forstjóri Barnaverndar- stofu segir að það væri hugsanlega heppilegra að lögregla tæki strax á málinu. MALASÍA Að minnsta kosti 37 létust þegar rúta ók út af í fjall- lendi í Malasíu í gær. Að sögn Politiken voru 53 farþegar um borð í rútunni. Margir þeirra eru sagðir mjög alvarlega slasaðir. Rútan er sögð hafa verið á leið niður brekku þegar bílstjórinn missti stjórn á henni í krappri beygju. Við það hrapaði rútan fram af 70 metra háu bjargi. Slysið er sagt vera eitt alvar- legasta umferðarslys í sögu landsins. - ka Eitt versta rútuslys Malasíu: Ók fram af 70 metra bjargi SPURNING DAGSINS GÆÐAVÖRUR FYRIR BÍLINN Á GÓÐU VERÐI! Landsins mesta úrval bílavara ÞURRKUBLÖÐ Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.