Fréttablaðið - 22.08.2013, Síða 8
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
1.175 börn í varð-
hald í fyrra
1NOREGUR Alls voru 1.175 ófullveðja ungmenni hand-
tekin og færð í fangageymslur
í Noregi í fyrra, að því er fram
kemur í frétt á vef Aftonbladet.
78 þeirra voru fimmtán ára, 322
voru sextán ára og 775 voru
sautján ára. Almennt er ætlast
til þess að lögreglan færi börn til
barnaverndaryfirvalda en fyrr-
nefndur háttur er þó oft hafður
á, í trássi við aðfinnslur meðal
annars frá norsku lögmannasam-
tökunum og Evrópuráðinu. Ár-
lega eru 70-80 norsk ungmenni
undir lögaldri dæmd í fangelsi,
þvert á ákvæði Barnasáttmála SÞ.
Trúður fékk á
túlann í teiti
2 DANMÖRK Kona frá Horsens hefur verið ákærð
fyrir líkamsárás eftir að hafa
kýlt trúð í götuveislu um liðna
helgi. Drengur einn hafði gerst
fullágengur við trúðinn og
hvað eftir annað reynt að stela
blöðrum úr vasa hans. Þegar
þolinmæðina þvarr loks leiddi
trúðurinn piltinn til móður
hans, sem brást ókvæða við
afskiptunum. Skipaði hún
trúðnum að hypja sig og sló
hann í tvígang í andlitið. Kærur
gengu á víxl þar til lögreglan
ákvað að ákæra konuna.
Klúðraði umskurðum
3 SVÍÞJÓÐ Fjórir ungir menn hið minnsta hafa leitað á sjúkrahús í Svíþjóð í sumar vegna sýkinga og blæðinga eftir að hafa áður gengist undir um-
skurð. Frá þessu segir á vef Dagens Nyheter. Læknirinn sem framkvæmdi um-
skurðinn var kærður til eftirlitsaðila. Hann er fyrir nokkru kominn á eftirlaun
og er meðal annars grunaður um að hafa ekki deyft mennina nægilega vel fyrir
aðgerðirnar. Málinu verður fylgt eftir á næstunni en læknirinn sagði í samtali
við fjölmiðla að hann hefði endurskoðað vinnubrögð sín eftir að kvartanirnar
voru lagðar fram.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
8
5
3
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílahúsið
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
NORÐURLÖND
1
2
3
Jörð skelfur í Mexíkó
BORINN Í GULLSTÓL Maður sem meiddist á fæti þegar hann flúði byggingu í Mexíkóborg í gær nýtur hér aðstoðar hjálpar-
starfsmanna. Þúsundir þustu út á götur borgarinnar og hótelbyggingar voru rýmdar þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter reið
yfir undan ströndum Mexíkó, um 100 kílómetra austur af hafnarborginni Akapúlkó. Stórhýsi sveifluðust til í höfuðborginni og
umferðarljós hættu að virka þannig að umferðarhnútar mynduðust. Nokkrar skemmdir urðu á byggingum og meðal annars
komu sprungur í veggi háskólans í Akapúlkó og steypt hlið að herstöð hrundi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP