Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.08.2013, Qupperneq 24
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 AF NETINU Brottkastið og orðhengilshátturinn Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Segist ekki vera í stjórn hans, hugsanlega vegna þess að orðin ráð og stjórn hljóma mis- jafnt. Samt er þetta sami hluturinn. Björn Valur er í stjórn Seðlabank- ans, þótt hann segi annað. Orð- hengilshátturinn er dæmigerður í senn fyrir öngþveitið í umræðu pólitíkusa og fyrir siðblindu þeirra, sem lengst ganga. Skynsamlegt væri af Steingrími Sigfússyni að losa Katrínu Jakobsdóttur við þessa leif af sinni formannstíð. Björn Valdur er bara brottkast. Hann mun valda Vinstri grænum meiri vanda, leiki hann áfram lausum hala í skrifum í umboði flokksins. http://www.jonas.is Jónas Kristjánsson Þurfa að vanda sig [Sinfónían] hefur átt í dálítilli krísu eftir fyrstu glöðu dagana í Hörpu. Það er annað að spila í Háskóla- bíói en í 1700 manna sal þar sem heyrist hver nóta. Áhorfendum hefur fjölgað, áhorfendahópurinn er orðinn yngri og fjölbreyttari. Það er mjög gott. En það hefur verið ljóst nokkra hríð að hljóm- sveitin og aðalstjórnandi hennar, Ilan Volkov, eiga ekki samleið. Hljómsveitinni og stjórnandanum lyndir einfaldlega ekki. http://eyjan.pressan.is/silfuregils Egill Helgason Ég var ekki einn af þeim mörgu sem trúðu loforðum þínum, Sigmundur Davíð, í aðdraganda kosninganna, enda erfitt að trúa og treysta Framsóknar- flokknum, flokki sem hampaði mönnum eins og Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni – mönnum sem flestir vilja gleyma. En þrátt fyrir að ég hafi ekki trúað fagurgala þínum, Sigmundur Davíð, gerðu margir Íslendingar það, og með honum vannstu ekki bara stórsigur heldur varð fagur- galinn þess valdandi að þú fórst alla leið í stól forsætisráðherra. Að lok nu leikr it i eft i r kosningarnar – sem flestir sáu að var bara lélegur farsi – myndaðirðu að sjálfsögðu stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, enda þægilegt að hafa góðan þingmeirihluta og fólk sem er að mestu leyti sammála þér í flestum málum. Já, kjósendur sögðu sitt og umboðið var þitt. En hvað ætlarðu að gera, Sigmundur Davíð? Ætlarðu að fara í sögubækurnar sem mesti svikari kosningaloforða Íslandssögunnar? Þar myndirðu tróna á toppnum í stórum og hræði- legum hópi, og þar mun þér kannski bara líða vel. Líkur sækir jú líkan heim. Eða ætlarðu raunverulega að standa við loforð þitt um aðstoð við mörg bágstödd heimili landsins? Ertu maður orða þinna? Mér þætti gaman að sjá það, því sjálfur er ég láglaunamaður sem á í erfiðleikum með að ná endum saman um mán- aðamót, og berst við að halda minni íbúð. Ætlarðu að gera eitthvað fyrir mig, þótt ég hafi ekki kosið þig? Byrjun þín sem forsætisráðherra er sú versta og sorglegasta í sögu íslenska lýðveldisins, þrátt fyrir að í þeim efnum sé af nógu að taka. En batnandi mönnum er jú best að lifa, og best að klifa aðeins á frösunum – fall er faraheill, og allt það. Byrjun þessi fólst í að draga öll kosningaloforðin í land og kenna gömlu stjórninni um hversu slæm staða ríkissjóðs væri; mun verri en þú áttir von á – þrátt fyrir að allar tölur væru uppi á borð- inu og í raun öllum aðgengi- legar. Nema þér og Bjarna Ben. Og ekki gleyma því að flokkum ykkar er hrunið alfarið að kenna – reyndu ekki einu sinni að þræta fyrir það – yrði þér einungis til minnkunar. En aftur að byrjun þinni: Að sjálf- sögðu var keyrt í gegnum þingið á ógnarhraða að gera þá vellauðugu enn vellauðugari, enda verður að passa vel upp á kvótafólkið. Það má auðvitað ekki missa spón úr aski sínum, þótt barmafullur sé. En lítið hefur heyrst af loforðinu um lækkun skulda heimilanna – bara ekki neitt. Það loforð kom þér, Sigmundur Davíð, til valda, en ef þú stendur ekki við það verðurðu ekki lengi við völd. Almenningur mun sjá til þess. Það er kannski ekki skrýtið að menn eins og þú og Bjarni Ben eigið erfitt með að samsama ykkur sauð- svörtum almúganum sem heldur uppi samfélaginu og bankakerfinu með hörku og dugnaði þótt lítið sé eftir í buddunni þegar búið er að borga af öllu. Þið tveir eruð mold- ríkir og hafið aldrei þurft að hafa neitt fyrir lífinu, og þekkið ekki basl né fjárhagsáhyggjur. En þótt raunin sé sú er staðan engu að síður grafalvarleg fyrir ykkur og ríkisstjórnina. Í margar aldir voru Íslendingar kúgaðir og létu margt yfir sig ganga, og gera því miður enn. Hins vegar breyttist margt eftir hrun og búsáhaldabylt- ingin og mótmælin í október 2010 eru gott dæmi um það. Ég er hins vegar hræddur um að næsta skref í mótmælum verði töluvert öðru- vísi en áður, og að við eigum eftir að horfa upp á mjög harða og jafnvel blóðuga byltingu, ef þú stendur ekki við stóru orðin, Sigmundur Davíð. Sigmundur, hvað ætlarðu að gera? Það ríkti gleði í búðum Hins íslenska náttúru- fræðifélags í mars síðast- liðnum þegar undirritaður var samningur milli ríkis- ins og Reykjavíkurborgar um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúru- minjasafn Íslands. Þarna hi l lt i undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestinga- áætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsi- legur staður fyrir safnið og starf- semi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að upp- byggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður. Minna má á að Náttúruminja- safn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Lista- safns Íslands. Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýning- unni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísinda- stofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megin- tilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripa- safni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands. Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889- 1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás. Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkis- stofnunin Náttúrugripa- safn Íslands hóf starf- semi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu. Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta for- manns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn lands- manna sem njóta virðingar og vin- sælda. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stönd- ugrar þjóðar og dýrmætur fróð- leiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferða- menn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið lands- mönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig líf- ríkið, sem hefur mótast af jarð- fræði og legu landsins og einkenn- ist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi − ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt mynd- rænni fegurð í stórbrotnu lands- lagi elds og ísa − eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari nátt- úrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminja- safni Íslands. Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingar- tímabil sem safnið gengur nú í gegn um. Í öðru lagi er vandséð að hag- kvæmari kostur finnist en í Perl- unni og þá er átt við fjárhag, skipu- lag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuð- borginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósan- legri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamanna- iðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuð- borgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða upp- bygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu. Náttúruminjasafn í Perlunni – Besti kosturinn ÞJÓÐMÁL Svanur Már Snorrason þjónustufulltrúi á Bókasafni Hafnar- fj arðar og fyrrv. ritstj. ➜ Byrjun þín sem forsætisráðherra er sú versta og sorglegasta í sögu íslenska lýð- veldisins, þrátt fyrir að í þeim efnum sé af nógu að taka. MINJAVERND Árni Hjartarson, jarðfræðingur, formaður Hins íslenska náttúru- fræðifélags ➜ Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminja- safn í Perlunni og fi nna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir. LOKSINS Á ÍSLANDI VÖNDUÐ OG FLOTT BARNAFÖT FRÁ APPAMAN FYRIR KRAKKA Á ALDRINUM 0-10 Ævintýraleg opnunartilboð - Úlpur og vesti með 20% afslætti Bæjarlind 6, Kópavogi Opið: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 12-16Finndu okkur á Facebook – Við erum með skemmtilegan leik í gangi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.