Fréttablaðið - 22.08.2013, Page 48

Fréttablaðið - 22.08.2013, Page 48
22. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Jeppi er drykkjumaður en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður, auk þess sem konan hans heldur fram hjá honum. Þannig hefst kynningin á Jeppa á Fjalli í nýjum bæklingi Borgarleikhússins. Jeppi er sem sagt maður en ekki bíll, enda var leikritið skrifað löngu áður en bílar komu til sögunnar og fyrst sett upp árið 1722. Höfundur- inn er hinn danski Ludvig Holberg (1684-1754). Bragarháttur á þýðingunni Jeppi á Fjalli verður fyrsta frum- sýning Borgarleikhússins á nýju leikári, áformuð í byrjun október, að sögn Benedikts Erlingssonar. Hann er leikstjóri og segir um alveg nýja útgáfu á leikritinu að ræða, með tónlist og textum eftir Megas og Braga Valdimar Skúla- son. „Þannig hefur orðið til ansi skemmtilegt leikrit með söngvum. Eða kannski frekar tónleikar með leiknum atriðum,“ segir hann. Bragi Valdimar hefur gert nýja þýðingu á verkinu. „Það er svona Braga(r)háttur á því,“ segir Bene- dikt og tekur líka fram að lista- maðurinn Grétar Reynisson geri leikmyndina. Er þetta þá allt annað verk en hér var sett upp á 6. áratugunum í Þjóðleikhúsinu og síðar hjá ýmsum áhugaleikfélögum? „Gamli Jeppi fær að lifa góðu lífi,“ fullyrðir Benedikt. „En Jeppi gæti alveg verið svolítið sósaður rokkari. Hann er náttúrlega stjórnlaus fíkill og svo býr hann í ranglátum heimi og syngur um það, eins og rokkarar gera.“ Fyrsti alki bókmenntanna Verk Holbergs er að sjálfsögðu grunnurinn, að sögn Benedikts. „Holberg er að meika það í Kaup- mannahöfn sem rithöfundur og leikskáld um það bil á þeim tíma sem kviknar í Kaupmannahöfn og handritin okkar brenna. Það er stundum sagt að verk hans séu upphaf danskra bókmennta og þau verða til um það leyti sem okkar bókmenntir eru að brenna í safninu hans Árna. Þannig að ég tek upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í Íslandsklukkunni.“ B e n e d i k t s e g i r f í k n alkóhólistans hvergi betur lýst í bókmenntasögunni en í Jeppa á Fjalli. „Jeppi er fyrsti frægi alki bókmenntasögunnar en hann er líka að berjast við óréttlætið. Hann verður fórnarlamb baróns- ins sem snýr upp á veröld hans og dómskerfið verður að leikriti. Þarna er ótrúlega margt sem á sér samsvörun í nútímanum,“ segir hann. „Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitt- hvað nýtt og satt um eigin tíma.“ Ingvar með nikkuna Ingvar E. Sigurðsson er í titil- hlutverkinu. Hann syngur og spilar á harmóníku, að sögn Benedikts. „Það er eins og ég segi, þetta eru tónleikar. Bergþór Páls- son söngvari er baróninn og hún Ilmur Kristjánsdóttir er þarna kasólétt meðvirk eiginkona, aðstandandi alkóhólista og engin Al-Anon-samtök komin til sögunnar. Hún lemur Jeppa sinn áfram, brjáluð með vöndinn.“ Margir fleiri listamenn koma við sögu sýningarinnar sem verður spennandi að sjá. „Við setjum þetta á 3. október þótt annað standi í bæklingnum,“ segir Benedikt. „Þetta verk er leikið á hverju ári einhvers staðar á Norðurlöndunum en okkar upp- setning er íslensk 2013 útgáfa.“ gun@frettabladid.is Jeppi gæti alveg verið sósaður rokkari Borgarleikhúsið kynnir verkefni nýs leikárs í dag í litríku blaði. Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning haustsins. Þar er leikrit frá átjándu öld fært í nýjan búning eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri lýsir. Á ÆFINGU Benedikt og Ingvar E. fara yfir textann á sviði Borgarleikhússins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er efnisskrá sem er mér mjög kær,“ segir Edda Erlings- dóttir píanóleikari um innihald nýs geisladisks sem kemur út á menningarnótt. Þar leikur hún verk eftir Schubert, Liszt, Schoenberg og Berg. „Það er dálítið ögrandi að stefna saman fyrri og seinni Vínarskólum,“ segir hún og útskýrir nánar. „Það er talað um fyrri Vínar skólann sem háklassík frá 18. og 19. öld, og þá sérstaklega Schubert. Seinni Vínar skólinn tengist alfarið expressjónisma, sem var sterk hreyfing í byrjun síðustu aldar, bæði í málverkum til dæmis Munks og Kandinskys og svo í tónlistinni hjá Schoenberg og hans lærisveinum, eins og Alban Berg og Anton Webern. Þeir voru stjörnur í þessari stefnu.“ Edda er með aðalmenn úr báðum þessum Vínarskólum á nýja diskinum og tengiliðurinn er Frans Liszt. „Liszt þróaði smátt og smátt sínar tónsmíðar fyrir píanó- ið frá því að vera erfið og krefjandi verk út í minimalísk verk undir lok ævinnar sem eru mjög einföld en merkileg því þau eru að boða nýja tíma. Segja má að hann hafi vísað inn í 20. öldina því hans tónmál var alger bylting á sínum tíma.“ Edda er búsett í París og starfar sem prófessor í píanóleik við Tón- listarskólann í Versölum en í til- efni útgáfunnar mun hún halda tón- leika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 5. september og í Salnum sunnudaginn 8. september. Þetta er sjöundi diskurinn sem Edda gefur út á 15 árum. Hann er hljóðritaður á Stokkalæk og 12 Tónar sjá um dreifingu hans hér á landi. gun@frettabladid.is Efnisskrá sem er mér kær Edda Erlingsdóttir píanóleikari gefur út nýjan disk á menningarnótt með verkum eft ir Schubert, Liszt, Schönberg og Berg. Það er sjöundi diskur hennar. PÍANÓLEIKARINN „Sjö er happatalan mín og þetta er sjöundi diskurinn minn,“ segir Edda Erlendsdóttir. „Það sem við flytjum er efni disks- ins Fögur er jörðin. Ljóðin eru úr bókinni Bréf til næturinnar eftir hana Kristínu á Hlíð í Lóni en lögin eftir mig,“ segir Óskar Guðnason tónlistarmaður um tónleika í Iðnó á menningarnótt milli sjö og hálf níu. Sjálfur spilar Óskar undir söng, ásamt fleiri valinkunnum tónlistarmönnum. Um sönginn sjá Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og systurnar Sigríður Sif og Þórdís Sævarsdætur. „Þær skipta honum nokkuð á milli sín, taka svona fjögur lög hver,“ lýsir Óskar. Á diskinum Fögur er jörðin eru fimm ný lög og auk þess endur- útgefin og endurútsett lög af fyrri diski Óskars, Til næturinnar. Var hann ekki ánægður með fyrri diskinn? „Jú, ég var ánægður með hann sem slíkan. En ljóðin hennar Kristínar verðskulda bara það besta. Mér fannst fyrri diskurinn kannski svolítið falla inn í popp- útsetningar og ákvað að gera lögin mýkri og aðeins hugljúfari. Ég hugsa að þau höfði til fleiri þannig.“ - gun Syngja í Iðnó Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Sigríður Sif og Þórdís Sævarsdætur fl ytja lög Óskars Guðnasonar við ljóð Kristínar á Hlíð í Iðnó á menningarnótt frá 19-20.30. Á ÆFINGU Óskar, Þórdís og Sigríður Sif fara vel með ljóð Kristínar á Hlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitthvað nýtt og satt um eigin tíma. Á stóra sviðinu: Hamlet (jólasýning), Furðulegt háttalag hunds um nótt, Skálmöld og Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartansson. Á Nýja sviðinu: Jeppi á Fjalli, Skoppa og Skrítla eftir Hrefnu Hallgríms- dóttur, Óskasteinn eftir Ragnar Bragason og Dagbók djasssöngvarans eftir Val Frey Einarsson. Á Litla sviðinu: Refurinn, Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson og Ferja eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Frumsýningar í Borgarleikhúsinu leikárið 2013-2014 MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.