Fréttablaðið - 22.08.2013, Side 61

Fréttablaðið - 22.08.2013, Side 61
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 2013 | MENNING | 45 Denzel Washington telur að móðir sín hafi bjargað sér frá því að leiðast út í fíkniefnaneyslu og glæpi þegar hann var að alast upp. „Ég ólst upp í Bronx í New York og var í slæmum félagsskap. Þrír af strákunum sem ég var í slagtogi með fóru í fangelsi,“ sagði 2-Guns-leikarinn við The Sun. „Ég mætti ekki heldur í skóla og var smám saman á leiðinni í götuglæpina. Kennari í skólanum mínum sagði við móður mína: „Hann er gáfaður strákur, komdu honum í burtu frá þessu“.“ Að sögn hins 58 ára Washington fór einn vina hans í 15 ára fangelsi og annar lést af völdum eiturlyfja. „Hvað hefði orðið um mig ef móðir mín hefði ekki verið til staðar? Ég veit það ekki, en ég væri ekki að lifa því lífi sem ég lifi í dag.“ Faðir hans, séra Denzel Hayes Washington, sá til þess að sonur sinn stundaði námið af kappi og kæmist í háskóla. „Ég vildi halda áfram að mennta mig, vegna þess að ég vissi hversu mikilvægt það var. Mamma bjargaði Denzel Washington Móðir leikarans Denzels Washington bjargaði honum frá slæmum félagsskap og grimmum örlögum. ÁSAMT MARK WAHLBERG Denzel Wash- ington leikur á móti Mark Wahlberg í 2 Guns. NORDICPHOTOS/ GETTY „Act Alone verður áfram á Suður- eyri,“ segir Elfar Logi Hannes- son, einn skipuleggjenda einleiks- hátíðarinnar Act Alone. Hátíðin var haldin í tíunda sinn fyrr í mánuðinum. Fjöldi listamanna lagði leið sína vestur á firði til þess að vera við- statt og taka þátt í hátíðinni. Aldrei hafa verið fleiri gestir á hátíðinni þar sem gestafjöldi fór yfir 2.000 manns. Einhverjar raddir voru á lofti um að hátíðin hefði sprengt utan af sér og því þyrfti jafnvel að færa hátíðina til þess að geta rúmað fleira fólk. „Alls ekki. Við kunnum vel við okkur hér á Suðureyri og hlökkum til að sjá alla að ári,“ segir Elfar Logi, léttur í bragði. - ósk Fara ekki frá Suðureyri ACT ALONE FER EKKI NEITT Elfar Logi er ánægður með Act Alone eins og hún er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðdáendur strákahljómsveitar- innar ´N Sync ættu að vera við- búnir því það stefnir allt í það að hljómsveitin muni koma saman á ný eftir tíu ára fjarveru. Sögu- sagnir eru á kreiki þess efnis að kapparnir komi til með að spila á MTV Video Music Awards næst- komandi sunnudag. Samkvæmt blaðinu The New York Post er hjartaknúsarinn Justin Timber- lake nú í óða önn að undirbúa sig fyrir endurkomuna ásamt hinum meðlimum sveitarinnar, þeim JC Chasez, Lance Bass, Joey Fatone and Chris Kirkpatrick. Tónlistar- hátíðin fer fram í Brooklyn‘s Barclay‘s Center í New York og er það engin önnur en söngkonan Lady Gaga sem stígur fyrst á svið. N Sync á svið í New York HLJÓMSVEITIN ‘N SYNC Ætli þeir komi og geri allt vitlaust á sunnudaginn? NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Macklemore prýðir forsíðu næsta heftis Rolling Stone. Í viðtali við tímaritið kveðst hann meðvitaður um þau forréttindi sem hann nýtur sem hvítur tónlistarmaður. „Ég veit hvernig samfélagið virkar. Ég blóta frá mér allt vit í laginu Thrift Shop en þrátt fyrir það finnst foreldrum í lagi að börn sín hlusti á lagið, af því að ég er hvítur. Hefði ég notið þess- arar velgengni hefði ég verið svartur? Ég held að svarið sé nei,“ sagði Macklemore um tónlist sína og velgengni plötunn- ar The Heist. Nýtur forrétt- inda í tónlist Lambabógsteik Í SVEPPAMARINERINGU GÓMSÆT NÝJUNG! E N N E M M / S IA • N M 51 0 89

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.