Fréttablaðið - 19.02.2014, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2014 | FRÉTTIR | 11
Löður er með
á allan bílinn
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn
Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
ÚKRAÍNA, AP Hörð átök brutust út
milli mótmælenda og lögreglu í
Kænugarði í gær. Lögreglan beitti
bæði gúmmíkúlum og rafstuð-
byssum gegn þúsundum manna
sem reyndu að komast inn í þing-
húsið.
Átökin þar kostuðu að minnsta
kosti þrjá mótmælendur lífið. Að
auki kostuðu átök við skrifstofur
stjórnarflokksins einn mann lífið,
þegar mótmælendur og lögregla
tókust þar á. Tugir lögreglumanna
og á annað hundrað mótmælenda
eru særðir.
Tiltölulega rólegt hafði verið í
borginni síðustu daga, þótt mót-
mælendur hafi haldið sig úti á
götum og haft nokkrar opinberar
byggingar á valdi sínu.
Á mánudag yfirgáfu mótmæl-
endur síðan opinberar bygging-
ar, bæði í Kænugarði og víðar um
land, en í staðinn féllust stjórnvöld
á allsherjar sakaruppgjöf.
Vítalí Klitsjkó, einn af helstu
leiðtogum mótmælenda, sagði þol-
inmæði þeirra hins vegar á þrot-
um í gær. Viktor Janúkovítsj for-
sætisráðherra þyrfti að fallast á
breytingar á stjórnskipan lands-
ins og segja af sér án tafar. „Við
erum að tala um mínútur, ekki
klukkustundir,“ sagði Klitsjkó við
fjölmiðla.
Lögreglan sagði á móti að mót-
mælendur fengju fárra klukku-
stunda frest til að hætta átökum.
Að öðrum kosti myndu stjórnvöld
sjá til þess að koma á reglu í borg-
inni á ný.
Olena Lúkasj dómsmálaráð-
herra, náinn samstarfsmaður
Janúkovítsj forseta, sakaði mót-
mælendur um að hafa rofið sam-
komulag við stjórnvöld. Leiðtogar
mótmælenda voru sagðir bera alla
ábyrgð á átökunum.
Óttast var að átökin myndu
harðna um allan helming þegar
líða tæki á kvöldið og nóttina.
Mótmælendur vilja bæði afsögn
forsætisráðherrans og afturhvarf
til stjórnarskrárinnar frá 2004,
sem breytt var árið 2010 til að gefa
forseta landsins meiri völd.
Ásakanir hafa gengið á víxl
milli Evrópusambandsins og Rúss-
lands. Hvorir tveggja saka hina
um afskipti af ástandinu, sem hafi
gert illt verra.
Rússneska utanríkisráðuneyt-
ið sagði í gær að þessi nýja hrina
ofbeldis væri bein afleiðing af því
að vestrænir stjórnmálamenn og
evrópskar stofnanir hefðu lokað
augum sínum fyrir árásum rót-
tækra afla í Úkraínu.
gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir réðust til
atlögu gegn þinginu
Enn á ný sauð upp úr á milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í gær. Undir
kvöld höfðu átökin kostað að minnsta kosti fjóra lífið. Vítalí Klitsjkó sagði þolin-
mæði mótmælenda á þrotum: Janúkovítsj forseti yrði að segja af sér strax.
ÁTÖK Í ÚKRAÍNU Mótmælendur settu forseta úrslitafrest, en lögregla setti mót-
mælendum úrslitafrest á móti. NORDICPHOTOS/AFP
ADDIS ABBABA, AP Eþíópíski flug-
ræninginn, sem lenti vél á leið til
Rómar í Genf, missti frænda sinn
nýlega. Þetta kemur fram í viðtölum
við fjölskyldu hans. Annar frændi
hans segir að flugræninginn, sem
heitir Hailemedhin Abera, hafi
verið í miklu tilfinningalegu upp-
námi eftir dauða frændans fyrir
rúmum mánuði.
Hailemedhin var að sögn vanur
því að hringja í fjölskyldumeðlimi
áður en hann fór í flug, en eftir að
frændi hans dó hætti hann því og
fjarlægðist fjölskylduna.
- ue
Eþíópískur flugræningi reyndist vera í uppnámi:
Syrgði látinn ættingja
FLUGRÁN AÐ BAKI Lögreglumenn
leiða farþega frá borði. NORDICPHOTOS/AFP