Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 20

Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 20
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 HELGIN 22. mars 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Þorgeir Tryggvason, texta- og hugmyndasmiður Hálfvitahelgi Verð í vinnubúðum með Ljótu hálf- vitunum í Arnarholti í Stafholtstungum. Vonandi líta Sigurður frá Arnarholti og Snorri Hjartar til með okkur þar sem við æfum og semjum á þeirra heimavelli. Svo skrepp ég til borgarinnar á stjórnarfund í Bandalagi íslenskra leikfélaga sem á undir högg að sækja eins og önnur menningar- félög þessa dagana. Erla Björk Örnólfsdóttir, skólameistari á Hólum Hestasýning Ég ætla að horfa á skilasýningu nemenda Hólaskóla á hestum sem þeir hafa verið með í tamningu í vetur og eru að skila af sér til eigenda. Jón Atli Jónasson, rithöfundur Skrifa, skrifa Ég ætla að liggja yfir bókinni sem ég er að ljúka við til útgáfu núna í vor. Það er spennusaga. Svanhildur Ólöf Þórsteins- dóttir, markaðsfulltrúi Matarboð og sæla Í kvöld fer ég í matarboð til vinahjóna okkar en þar verður pottþétt stuð. Sunnudagur er svo til sælu með fjölskyldunni. Sem sagt, nokkuð róleg helgi. Á SKIPTIDÓTAMARKAÐ á vegum ungmennaráðs Unicef í Reykjavík á morgun milli 14.30-16.30 í Borgarbókasafninu á Tryggvagötu. Einnig er markaður haldinn á Glerártorgi á Akureyri í dag milli 13 og 17. Á LEIKRITIÐ Ferjuna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem var frumsýnt í Borgarleik- húsinu í gær. Hildur Berglind Arndal, Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru meðal leikara. Á LAGIÐ Salt með sveitinni Mammút sem nýverið var valið lag ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum. BÓKINA HEIÐUR eftir tyrknesku skáldkonuna Elif Shafak. Mögnuð skáldsaga um myrkustu hliðar ástar og trúar. „Ég fékk bæði inni í myndlist og fatahönnun á sínum tíma en ég valdi myndlistina, eða öllu heldur valdi myndlistin mig,“ segir Auður Ómarsdóttir, en hún er listamaður vikunnar í gallerí Kunstschlager á Rauðar- árstíg og opnar sýningu þar í kvöld klukkan átta. „Ég geri málverk og teikningar, innsetn- ingar með skúlptúrum, vídjóum og gjörningum. Ég skapa mikið innan frá, en sæki einnig inn- blástur til mismunandi tíðni- sviða, hreyfinga, minninga og náttúrunnar. Litir í mexíkóskri víðáttu, bardagalistir og sköpun lífs hafa haft mest áhrif á mynd- listina þessa dagana,“ heldur hún áfram. „Svo hefur leiklistin alltaf verið leyndur draumur, en ég fékk aðalhlutverk í kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, á móti Ólafi Darra. Það var mikill heiður að fá að vinna með þeim listamönnum, en ég varð yfir mig ástfangin og hætti snögg- lega við þar sem örlögin leiddu mig í aðra átt,“ útskýrir Auður, en hún er kærasta bardagakapp- ans Gunnars Nelson, og þau eiga saman von á strák í sumar. En Gunnar er ekki einn um það að stunda MMA á heimilinu. „Bar- dagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkom- ið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem ein- staklingur og það er góð tilfinn- ing,“ segir Auður. Hún er stolt af gallerí Kunstschlager. „Það er vönt- un á sýningarrými í Reykja- vík og því er frábært að lista- mannarekin gallerí eins og Kunstschlager séu til. Sorglegt er þó að slík rými hafa sjaldan langan líftíma, sökum peninga- skorts. Það er brjálað að gera hjá þessum galleríium því við Íslendingar eigum svo mikið af listamönnum, ég legg til að opna skuli tómu rýmin í mið- bænum og að þeim sé breytt í gallerí. Það er mjög aktíf myndlistarsena á Íslandi og það er frábært að taka þátt í henni,“ útskýrir Auður, en hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga, haldið eina einka- sýningu og stefnir á að fara í haust til Akureyrar með Snorra Ásmundssyni og sýna þar stóra sýningu, með lítið barn á mjöðminni. „Við Snorri vinnum mikið saman. Við fórum saman til Mexíkó í lok síðasta árs til þess að taka þátt í listahátíð hinna dauðu. Ég kom fyrst til Mexíkó með listamanninum Spencer Tunick sem aðstoðarmaður hans. Hann tók myndir af nökt- um mexíkóum milli kaktus- anna. Þá varð ég fyrir andlegri vakningu og varð að heimsækja landið aftur,“ segir Auður að lokum. Bardagalistir eins og myndlist Auður Ómarsdóttir opnar sýningu í Kunstschlager í kvöld. Hana dreymir um leiklistarferil og stundar MMA af kappi ásamt Gunnari Nelson, kærasta sínum. Þau eiga svo von á litlum strák í sumar. LANGAR AÐ LEIKA Auður fékk aðalhlutverk í XL eftir Martein Þórsson, en varð yfir sig ástfangin og örlögin leiddu hana annað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað? Myndlistarsýning Hvar? Kunstschlager, Rauðarárstíg Hvenær? Klukkan 20 10-20 mín. Góður tími til að taka kraftblund, sem er tilvalinn til þess að skerpa athygli og auka orku. Eftir þennan tíma er auðvelt að vakna á ný, hress- ari en fyrir blund. 30 mín. Sumar rannsóknir sýna að svona langur tími getur valdið smá slapp- leika og dofa í allt að þrjátíu mínútur áður en endurnærandi tilfinning blundsins kemur fram. 60 mín. Svona langur blundur er góður fyrir heilann til að muna staðreyndir, andlit og nöfn. 90 mín. Á þessum tíma nær líkaminn fullri hvíld og fer á draumastigið. Eftir svona langan blund er enginn slapp- leiki þegar maður vaknar heldur er heilinn endurnærður. Hversu lengi áttu að leggja þig til að ná heilahvíld? Það getur verið ómissandi fyrir heilann að fá hvíld yfi r daginn. Það er þó misjafnt hversu lengi er hollt að leggja sig svo að heilinn nái að endurhlaða sig. Tímaritið Wall Street Journal tók saman tímasetningar blunda og hvað við græðum á því að leggja okkur í dagsins önn. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.