Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 20
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
HELGIN
22. mars 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Þorgeir Tryggvason,
texta- og hugmyndasmiður
Hálfvitahelgi
Verð í vinnubúðum með Ljótu hálf-
vitunum í Arnarholti í Stafholtstungum.
Vonandi líta Sigurður frá Arnarholti og
Snorri Hjartar til með okkur þar sem við
æfum og semjum á þeirra heimavelli. Svo
skrepp ég til borgarinnar á stjórnarfund í
Bandalagi íslenskra leikfélaga sem á undir
högg að sækja eins og önnur menningar-
félög þessa dagana.
Erla Björk Örnólfsdóttir,
skólameistari á Hólum
Hestasýning
Ég ætla að horfa á skilasýningu
nemenda Hólaskóla á hestum
sem þeir hafa verið með í
tamningu í vetur og eru að
skila af sér til eigenda.
Jón Atli Jónasson,
rithöfundur
Skrifa, skrifa
Ég ætla að liggja yfir bókinni
sem ég er að ljúka við til útgáfu
núna í vor. Það er spennusaga.
Svanhildur Ólöf Þórsteins-
dóttir, markaðsfulltrúi
Matarboð og sæla
Í kvöld fer ég í matarboð til
vinahjóna okkar en þar verður
pottþétt stuð. Sunnudagur er
svo til sælu með fjölskyldunni.
Sem sagt, nokkuð róleg helgi.
Á SKIPTIDÓTAMARKAÐ á
vegum ungmennaráðs Unicef
í Reykjavík á morgun milli
14.30-16.30 í Borgarbókasafninu
á Tryggvagötu. Einnig er markaður
haldinn á Glerártorgi á Akureyri í dag
milli 13 og 17.
Á LEIKRITIÐ Ferjuna eftir
Kristínu Marju Baldursdóttur
sem var frumsýnt í Borgarleik-
húsinu í gær. Hildur Berglind Arndal,
Halldór Gylfason og Katla Margrét
Þorgeirsdóttir eru meðal leikara.
Á LAGIÐ Salt með sveitinni
Mammút sem nýverið var
valið lag ársins á Íslensku tón-
listarverðlaununum.
BÓKINA HEIÐUR eftir
tyrknesku skáldkonuna Elif
Shafak. Mögnuð skáldsaga um
myrkustu hliðar ástar og trúar.
„Ég fékk bæði inni í myndlist
og fatahönnun á sínum tíma en
ég valdi myndlistina, eða öllu
heldur valdi myndlistin mig,“
segir Auður Ómarsdóttir, en
hún er listamaður vikunnar í
gallerí Kunstschlager á Rauðar-
árstíg og opnar sýningu þar í
kvöld klukkan átta. „Ég geri
málverk og teikningar, innsetn-
ingar með skúlptúrum, vídjóum
og gjörningum. Ég skapa mikið
innan frá, en sæki einnig inn-
blástur til mismunandi tíðni-
sviða, hreyfinga, minninga og
náttúrunnar. Litir í mexíkóskri
víðáttu, bardagalistir og sköpun
lífs hafa haft mest áhrif á mynd-
listina þessa dagana,“ heldur
hún áfram.
„Svo hefur leiklistin alltaf
verið leyndur draumur, en ég
fékk aðalhlutverk í kvikmynd
Marteins Þórssonar, XL, á móti
Ólafi Darra. Það var mikill
heiður að fá að vinna með þeim
listamönnum, en ég varð yfir
mig ástfangin og hætti snögg-
lega við þar sem örlögin leiddu
mig í aðra átt,“ útskýrir Auður,
en hún er kærasta bardagakapp-
ans Gunnars Nelson, og þau eiga
saman von á strák í sumar. En
Gunnar er ekki einn um það að
stunda MMA á heimilinu. „Bar-
dagalistir eru eins og myndlist,
maður getur upplifað fullkom-
ið frelsi innan hvors tveggja,
líkamlegt og andlegt. Þú ert
alltaf að læra og verða betri og
að finna leiðir sem henta þér
betur, en á sama tíma staddur í
algjörri óvissu og spuna. Í slíku
sköpunarflæði finnur maður
fyrir miklu sjálfstæði sem ein-
staklingur og það er góð tilfinn-
ing,“ segir Auður.
Hún er stolt af gallerí
Kunstschlager. „Það er vönt-
un á sýningarrými í Reykja-
vík og því er frábært að lista-
mannarekin gallerí eins og
Kunstschlager séu til. Sorglegt
er þó að slík rými hafa sjaldan
langan líftíma, sökum peninga-
skorts. Það er brjálað að gera
hjá þessum galleríium því við
Íslendingar eigum svo mikið
af listamönnum, ég legg til að
opna skuli tómu rýmin í mið-
bænum og að þeim sé breytt
í gallerí. Það er mjög aktíf
myndlistarsena á Íslandi og
það er frábært að taka þátt í
henni,“ útskýrir Auður, en hún
hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga, haldið eina einka-
sýningu og stefnir á að fara í
haust til Akureyrar með Snorra
Ásmundssyni og sýna þar
stóra sýningu, með lítið barn á
mjöðminni.
„Við Snorri vinnum mikið
saman. Við fórum saman til
Mexíkó í lok síðasta árs til þess
að taka þátt í listahátíð hinna
dauðu. Ég kom fyrst til Mexíkó
með listamanninum Spencer
Tunick sem aðstoðarmaður
hans. Hann tók myndir af nökt-
um mexíkóum milli kaktus-
anna. Þá varð ég fyrir andlegri
vakningu og varð að heimsækja
landið aftur,“ segir Auður að
lokum.
Bardagalistir eins og myndlist
Auður Ómarsdóttir opnar sýningu í Kunstschlager í kvöld. Hana dreymir um leiklistarferil og stundar
MMA af kappi ásamt Gunnari Nelson, kærasta sínum. Þau eiga svo von á litlum strák í sumar.
LANGAR AÐ LEIKA Auður fékk aðalhlutverk í XL eftir Martein Þórsson, en varð yfir sig ástfangin og örlögin leiddu hana
annað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hvað? Myndlistarsýning
Hvar? Kunstschlager, Rauðarárstíg
Hvenær? Klukkan 20
10-20 mín.
Góður tími til að taka kraftblund,
sem er tilvalinn til þess að skerpa
athygli og auka orku. Eftir þennan
tíma er auðvelt að vakna á ný, hress-
ari en fyrir blund.
30 mín.
Sumar rannsóknir sýna að svona
langur tími getur valdið smá slapp-
leika og dofa í allt að þrjátíu mínútur
áður en endurnærandi tilfinning
blundsins kemur fram.
60 mín.
Svona langur blundur er góður fyrir
heilann til að muna staðreyndir,
andlit og nöfn.
90 mín.
Á þessum tíma nær líkaminn fullri
hvíld og fer á draumastigið. Eftir
svona langan blund er enginn slapp-
leiki þegar maður vaknar heldur er
heilinn endurnærður.
Hversu lengi áttu að leggja þig til að ná heilahvíld?
Það getur verið ómissandi fyrir heilann að fá hvíld yfi r daginn. Það er þó misjafnt hversu lengi er hollt
að leggja sig svo að heilinn nái að endurhlaða sig. Tímaritið Wall Street Journal tók saman tímasetningar
blunda og hvað við græðum á því að leggja okkur í dagsins önn.
Ólöf Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Bardagalistir eru
eins og myndlist, maður
getur upplifað fullkomið
frelsi innan hvors tveggja,
líkamlegt og andlegt.