Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 22

Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 22
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Kristín er í óða önn að koma sér fyrir á skrifstofu leikhússtjórans og seg-ist varla geta beðið eftir að taka til starfa. Daginn sem viðtalið er tekið hafa borist fregnir af því að forveri hennar, Magnús Geir Þórðarson, hafi byrjað feril sinn sem útvarpsstjóri með því að segja upp framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins, hyggst Kristín fylgja fordæmi hans og hreinsa til í efstu lögum leikhússins? „Það er óhjákvæmilegt að nýju fólki fylgi einhverj- ar breytingar og allir staðir, sérstaklega leik- hús, þurfa að vera á hreyfingu. Stöðnun þýðir að við erum ekki á réttri leið. Ég er að skoða allt með opnum huga og meta hvað ég þarf að gera, þannig að það mun bara koma í ljós á seinni stigum hvaða breytingar verða gerðar.“ Hversu mikið vald hefur leikhússtjór- inn? „Leikhússtjórinn hefur yfirumsjón með öllum ráðningum, listrænni stefnu og í raun allri stýringu hússins þannig að hann hefur mjög mikið vald ef maður skoðar það þannig. Hann starfar auðvitað í umboði stjórnar en stjórnin hefur í sjálfu sér ekkert að gera með listrænar ákvarðanir. Hér starfar líka verk- efnavalsnefnd og ég hef setið í henni síðastlið- in ár sem fastráðinn leikstjóri. Við höfum haft það fyrir reglu að fá alla fastráðna leikara til að lesa yfir þau verk sem koma til skoðunar og skila inn sínu áliti. Mér finnst sú nálgun mjög spennandi því heildin hugsar alltaf mun sterkar en einhver einstaklingur. Ég held að það sem skipti mestu máli í þessu starfi sé að hlusta á fólk, vera opinn fyrir hugmyndum og virkja mannauðinn sem liggur í þessu húsi. Það er ótrúlega margt skapandi fólki hérna og ég vil að hópurinn upplifi að hann hafi áhrif á það sem við erum að gera.“ Það hefur hlaupið mikill kippur í umræðu um leikhús og stefnu þeirra að undanförnu, er það jákvæð þróun? „Já, það finnst mér. Við höfum svo litla hefð fyrir faglegri umræðu um leikhús og alltof algengt að fólk hlaupi í skotgrafirnar og stilli stofnanaleikhúsun- um upp sem andstæðingum grasrótarinnar sem skilar okkur ekkert áfram. Sú umræða steypir bæði stofnanaleikhúsunum og grasrót- inni í eitthvert fast mót, en mér finnst miklu áhugaverðara að brjóta þetta upp og blanda saman. Ég er mjög spennt fyrir því að taka sprotana meira inn í Borgarleikhúsið og opna fyrir það samtal. Við munum auðvitað halda áfram að vera með breitt litróf og gera stórar fjölskyldusýningar en mér finnst spennandi að kanna hvað við getum farið langt í hina átt- ina líka. Ég vil efla leikritun og frumsköpun, að sýningar séu búnar til frá grunni og geti brugðist við samfélaginu hér og nú.“ Ætlaði að verða söngkona Þótt Kristín hafi mikla ástríðu fyrir leikhús- inu þá átti hún sér allt aðra drauma á yngri árum. Hvaðan kemur hún og hvernig lá leiðin í leikhúsið? „Ég er alin upp á Seltjarnarnesi, gekk í grunnskóla þar og fór síðan í Kvenna- skólann. Ég var alltaf mikið í tónlist, var í hljómsveit og spilaði á gítar, var í klassísku söngnámi og ætlaði mér alltaf að verða tón- listarmaður. Gaf út plötuna Liti þegar ég var 21 árs, tíu frumsamin lög með eigin textum. Platan fékk góðar viðtökur og var valin ein af plötum þess árs af gagnrýnendum. Ég var auðvitað mjög ung en það er margt á þessari plötu sem ég er mjög stolt af enn í dag. Ég söng líka og spilaði með hljómsveitinni Rokk- slæðum, enda ætlaði ég alltaf að verða söng- kona, en fór samt í nám í bókmenntafræði eftir stúdentspróf. Þar tók ég einn leikhús- áfanga sem kveikti áhugann á leiklistinni og ég ákvað að fara í nám í leikhúsfræðum, eða dramatúrgíu, í Árósum, þar sem hún var ekki kennd hér. Fjörutíu prósent af því námi var verklegt þannig að við rákum okkar eigið leikhús og settum upp sýningar. Ég leik- stýrði lokasýningunni hjá mínum árgangi og þá varð ekki aftur snúið. Ég kom heim og fór að vinna sem aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhús- inu og lærði alveg ótrúlega mikið á því. Vann sem dramatúrg og aðstoðarleikstjóri úti um allt í fimm ár og fór svo í mastersnám í leik- stjórn 2006 til London. Eftir að ég útskrifaðist úr því var mér boðið að setja upp verk í Þjóð- leikhúsinu sem heitir Sá ljóti. Sú sýning gekk framar vonum og ég hlaut í kjölfarið Grím- una sem leikstjóri ársins fyrir hana. Þetta var mín fyrsta sýning í stóru leikhúsunum og það var ótrúlega hvetjandi að fá þessa viður- kenningu sérstaklega í ljósi þess að ég og leik- hópurinn fórum mjög afgerandi leið í þessari sviðsetningu. Í kjölfarið setti ég upp Rústað hér í Borgarleikhúsinu og fékk fastráðningu sem leikstjóri upp úr því. Hef síðan sett upp tvö verk á ári auk þess að vera í þessari list- rænu stjórnun við verkefnavalið, sem aftur kveikti áhuga minn á þessu starfi sem ég er komin í núna. Þetta er algjörlega mín ástríða og draumaverkefni og mig klæjar í puttana að fá að hefjast handa en fyrst mun ég klára frumsýningu á Ferjunni og eftir það get ég helgað mig leikhússtjórninni alfarið.“ Hið fullkomna augnablik Annar langþráður draumur rættist fyrir átta mánuðum þegar dóttirin Día kom í heiminn. Kristín og eiginkona hennar, Katrín Oddsdótt- ir lögfræðingur, höfðu reynt að eignast barn í sex ár en ekkert gengið og voru nánast búnar að gefa þann draum upp á bátinn. „Við vorum báðar búnar að fara í glasafrjóvganir mörg- um sinnum. Það auðvitað tekur á, andlega, líkamlega og fjárhagslega, en við vildum ekki gefast upp. Vorum samt alvarlega farnar að ræða það að hætta að reyna. Þegar þetta loks- ins gerðist svo kom það alveg á óvart. Ég hafði farið í uppsetningu á fósturvísi úr eggi Katr- ínar tveimur vikum áður, guð má vita í hvaða skipti, og við áttum von á einu símtalinu enn þar sem okkur yrði sagt að þetta hefði ekki tekist. Vanalega höfðum við alltaf mælt okkur mót heima og tekið á móti símtalinu saman en í þetta sinn vorum svo vissar um að svarið væri neikvætt að Kata var bara í bíl einhvers stað- ar úti í bæ og ég var í vinnunni og sat hérna fyrir framan tölvuna þegar það var hringt. Um leið og ég svaraði heyrði ég að hjúkrunarkon- an var allt öðruvísi en í fyrri símtölum. Mér leið eins og heimurinn væri að leysast upp og endaði öskrandi inni á Smíðaverkstæði. Náði ekki í Kötu því hún var alltaf á tali og hékk með símann inni á klósetti að bíða eftir að hún svaraði. Við höfðum ætlað að vanda okkur við að gera þetta að fullkomnu augnabliki en ég komst að því að þótt ég væri ein inni á klósetti þá var augnablikið algerlega fullkomið. Það voru þessar fréttir sem skiptu máli, ekki hvar maður var staddur þegar þær komu.“ Samkynhneigð pör ekki samþykkt Datt ykkur ekkert í hug að ættleiða á þessum árum sem þið voruð að reyna? „Jú, við hefð- um gjarnan viljað það og vorum fyrsta sam- kynhneigða parið sem fór í gegnum allt það ferli og fékk forsamþykki fyrir því að ættleiða barn. Þar strandaði það, við gátum ekki ætt- leitt vegna þess að ekkert land, sem Ísland er með ættleiðingasamning við, samþykkir ætt- leiðingu til samkynhneigðra para. Við gátum ekki einu sinni farið á biðlista neins staðar nema eftir íslenskum börnum, en það er sem betur fer mjög sjaldgæft að ung íslensk börn séu ættleidd þannig að það gekk ekki heldur. Við vorum sem sagt búnar að vera með alla öngla úti en svo loksins var það hún sem kom til okkar, þetta dásamlega barn. Þessi bið var algjörlega þess virði og við erum alveg vissar um að það var hún sem átti að koma til okkar.“ Dýpkar allar tilfinningar Það hefur verið sagt að ráðning Kristínar í starf Borgarleikhússtjóra sé sú ráðning sem best tikki í box pólitískrar rétthugsun- ar af öllum ráðningum; ung samkynhneigð kona sem er nýorðin móðir. Hún gefur lítið fyrir það og segist einmitt fagna því mjög að stjórnin hafi verið einhuga um að ráða hana og þessi ráðning sé eins langt frá því að vera pólitísk og hugsast geti. „En auðvitað skiptir það máli að konur séu í ábyrgðarstöðum. Bæði upp á það hvaða áherslur eru lagðar og ekki síður sem fyrirmyndir fyrir dætur okkar. Það hefur orðið ákveðið bakslag í kynjaum- ræðunni og ég upplifi það sem móðir stelpu að það hafi orðið mikil afturför síðan ég var lítil stelpa. Allt í einu er allt orðið fullt af prinsessu bókum fyrir stelpur og sjóræningja- bókum fyrir stráka og í barnaafmælum eru stelpurnar oft svo fínt klæddar að þær geta ekki leikið sér. Við vorum bara í jogginggöll- um með stutt hár, vorum bara börn og ekkert að pæla í þessum hlutum þegar ég var lítil. Mér finnst þetta hættuleg þróun því það er svo hætt við því að stelpur gangi bara inn í ákveðin hlutverk til að þóknast strákunum og almenningsálitinu. Við verðum að vera vak- andi fyrir þessu.“ Hverju hefur það breytt að verða loksins móðir? „Það dýpkar allar tilfinningar um mörg prósentustig. Þetta átta mánaða undur er einfaldlega langskemmtilegasta manneskj- an í mínu lífi, ég fæ bara ekki nóg af þessu barni. Ég er líka jarðtengdari og skipulegg tíma minn betur til að geta verið meira með henni. En auðvitað breytist allt við það að eignast barn og það getur tekið á. Við Kata erum búnar að vera saman í ellefu ár og gera bara nákvæmlega það sem okkur sýnist, höfum átt mjög aktíft félagslíf og ferðast út um allan heim, en það þýðir líka að við erum búnar að sinna þeim þætti og orðnar mjög til- búnar í foreldrahlutverkið. Við það að verða foreldri fer maður líka að hugsa hlutina í öðru samhengi og skoða upp á nýtt hvað það er sem skiptir máli, hver maður vill vera og hverju maður vill skila af sér.“ Talandi um hverju maður skilar af sér. Mun hinn almenni áhorfandi verða var við einhvern mun á starfsemi Borgarleikhúss- ins eftir að þú ert tekin við? „Ég ætla nú bara að leyfa því að koma í ljós. Þetta verða mjög mjúkar og hægar breytingar. Ég er að opna fyrir allt akkúrat núna, tala við fólk og safna hugmyndum, hlaða byssurnar. Ég mun svo bara skýra frá breytingum jafnóðum þegar það er tímabært. Við munum að sjálfsögðu einblína á það að gera gott leikhús sem á erindi við fólk, það er eftir sem áður mikil- vægast.“ Við gátum ekki ættleitt vegna þess að ekkert land sem Ísland er með ættleiðingasamning við samþykkir ættleiðingu til samkynhneigðra para. Draumarnir hamast við að rætast Kristín Eysteinsdóttir tekur formlega við starfi Borgarleikhússtjóra á mánudaginn. Hún segir þetta algjört draumastarf sem hún hlakki mjög til að takast á við. Annar draumur rættist fyrir átta mánuðum þegar dóttirin Día fæddist, en Kristín og kona hennar, Katrín Oddsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í sex ár. Það er óhætt að segja að hamingjan sé henni hliðholl. HIN FULLKOMNA FJÖLSKYLDA Kristín og Katrín með langþráða barnið Díu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.