Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 30
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
Þorgerður var á síðasta ári í Menntaskólanum
við Sund árið 1984 þegar verkfall skall á sem
stóð yfir í 26 daga.
„Á þessum árum lentum við svolítið í ýmiss
konar verkföllum. Ég man eftir mjólkurverk-
falli þarna stuttu áður. Stúdentsveturinn
minn var þetta ár og það var bara þannig að
maður fór ekkert í skólann og var bara að
tjilla. Ég las mjög mikið og vann upp mikið
af bókum sem mig hafði langað að lesa– allt
annað en skólabækur. Svo sinnti ég líka hest-
unum mínum miklu betur en ég hafði gert.
Þetta var á diskótímabilinu og ég hlustaði
mikið á diskó en mér hefur alltaf þótt gaman
að dansa. Maður hlustaði meira á tónlist
þarna en áður. Ég hlustaði mikið á Bowie
og Bubba og bara svona það sem fólkið í
kringum mig var að hlusta á.
Þetta var á tíma þar sem bjórinn var ekki
kominn, þannig að það voru harðari drykkju-
efni í gangi og það voru nokkrir sem bara
hættu í náminu og fóru í sukk og svínarí. Það
eru nefnilega mjög slæmar hliðar á verkföll-
um, menn verða að gera allt til að ná saman.
Ég var ármaður MS þarna, formaður nem-
endafélagsins, ég man að mér rann svolítið
í skap þegar ég flutti útskriftarræðuna, þar
skammaði ég kennarana svolítið og sagði að
það ætti ekki að nota saklausa nemendur
í kjarabaráttu og var örugglega orðin reið
út í ráðuneytið líka. Má kannski segja að ég
hafi verið reið ung kona og hafi viljað klára
hlutina og hætta þessari dellu. Þetta var ekki
vinsælt og það voru einhverjir kennarar sem
gengu út– sem er alveg skiljanlegt.“
Verkföll fara í bóklestur, leiklist,
Verkfall framhaldsskólakennara sem nú stendur yfir er langt í frá hið fyrsta sinnar tegundar og nokkurn veginn
allir Íslendingar eiga sína verkfallssögu að segja. Blaðamaður ræddi við fjóra þjóðþekkta einstaklinga um þeirra
verkfall, hvernig tímanum var eytt og hvort það hefði haft einhverjar afleiðingar í för með sér í lífi þeirra.
Þorsteinn var á lokaári sínu í Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1987 en verkfallið það ár stóð í
hálfan mánuð.
„Verkfallið er mér mjög minnisstætt. Þetta var
búið að vera næstum árlegt dæmi og við vorum
orðin dálítið þreytt á þessu en þetta var nokkurn
veginn inni í stúdentsprófunum hjá mér. Ég var
reyndar ekkert mikið að spá í þetta af því að ég
var í inntökuprófum í Leiklistarskólanum á sama
tíma. En planið hjá mér var að ef ég kæmist ekki
inn í leiklistina þá ætlaði ég í lögfræði í há-
skólanum. Sem betur fer fyrir þjóðina, þar sem
af tvennu illu er örugglega betra að hafa mig í
leiklistinni.
Á verkfallstímanum var ég að leika í leikriti í
Hallgrímskirkju hjá Guðrúnu Ásmundsdóttur um
prestinn Kaj Munk, sem var nokkuð vinsæl sýning,
og í verkfallinu fórum við með það til Danmerkur.
Ég var eiginlega í öllu nema að hugsa um námið,
þetta hentaði mér ágætlega.
En þar fyrir utan voru þessi verkföll orðin ansi
þreytandi. Ég rétt skreið síðan yfir mörkin á stúd-
entsprófinu, komst inn í Leiklistarskólann, afþakk-
aði lögfræðina og fór til útlanda að leika með
Guðrúnu Ásmunds, Arnari Jónssyni og fleirum. Það
má segja að þetta hafi verið tímamótavor hjá mér.
Það vill svo skemmtilega til að ég var að
útskrifast úr MR þetta verkfallsvor og núna er
sonur minn, Hlynur Þorsteinsson, að útskrifast úr
Fjölbraut í Ármúla. Hann er ekkert þjakaður af
áhyggjum en þetta gæti haft áhrif ef þetta dregst
á langinn. Það væri mjög óheppilegt þar sem
hann stefnir á háskólann í haust og þetta gæti
líka haft áhrif á sumarvinnuna.“
➜ ÆTLAÐI Í LÖGFRÆÐI
EF LEIKLISTIN
MISHEPPNAÐIST
Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti.
➜ HLUSTAÐI
MIKIÐ
Á DISKÓ
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir,
fyrrverandi mennta-
málaráðherra
og forstöðumaður
mennta - og nýsköp-
unarsviðs SA.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/D
AN
ÍE
L
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
FRUMSÝNING
NÝR RENAULT MEGANE
RENAULT MEGANE
DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.590.000 KR.
Renault Megane hefur slegið í gegn sem einn sparneytnasti bíll landsins. Nýr Megane er ekki síðri sparibaukur því beinskiptur Megane með start/stopp búnaði notar aðeins
3,5 l/100 km og sjálfskiptur 4,2 l/100 km*. Þú getur því keyrt ríflega 1.700 km á einum tanki á þessum framúrskarandi sparneytna bíl og CO2 útblástur er einungis frá 90 g/km.
ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT
RÍFLEGA HRINGINN Á EINUM TANKI!
BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080
L/
10
0
KM3,5
M.V. BLANDAÐAN AKSTUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
19
6
8
/
*
M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
/
Au
ka
bú
na
ðu
r á
b
ílu
m
17
” á
lfe
lg
ur
.