Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 31

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 31
LAUGARDAGUR 22. mars 2014 | HELGIN | 31 fiskvinnslu og mikið „tjill“ Ilmur var í Menntaskólanum við Hamra- hlíð á fyrsta ári vorið 1995 þegar verk- fall hófst sem stóð í um sex vikur. „Við biðum svona eitthvað eftir því að þetta myndi leysast en svo stefndi ekkert í það og við ákváðum, ég og vinkona mín Æsa Guðrún Bjarnadóttir, að fara í heimsreisu: „Fjalar og Galar skoðar heiminn.“ En það var síðan ákveðið að Fjalar og Galar myndu frekar fara að vinna í fiski í Grundar- firði. Við fengum vinnu í frystihúsinu í Grundarfirði og bjuggum þar í verbúð. Þetta var svona meira nútímaleg verbúð þar sem við bjuggum í raðhúsi en með okkur bjó pólsk kona, maður frá Suður-Afríku og önnur stelpa frá Þorlákshöfn. Við vorum að verka úthafs karfa, pilla rækju, ormahreinsa og pakka og maður náttúrulega lærði inn á þetta frystihúsadót allt saman sem var mjög gaman og ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Þetta er eitthvað sem manni fannst maður þurfa að hafa gert sem Íslendingur– að vinna í fiski– og ég kláraði það þarna þessa önn, gat hakað í það hólf. Verkfallið leystist þarna um vorið en við ákváðum að vera þarna áfram og vorum út sumarið. Fórum svo aftur í MH næsta haust. Þetta markaði alveg spor, maður missti þarna út heila önn og var auðvitað lengur í náminu fyrir vikið. En okkur fannst þetta bara mjög spennandi, við vorum á fyrsta ári í menntaskóla, bara 16 ára, og það var bara ævintýri að „þurfa“ að fara að heiman og vinna í fiski. Ég á engar slæmar minningar frá þessum tíma.“ Sólmundur var í Menntaskólanum við Sund árið 2000 þegar fram- haldsskólakennarar voru átta vikur í verkfalli. „Ég var náttúrulega bara mjög spenntur og vongóður um að það yrði af verkfallinu. Vonaðist til þess að samningar myndu ekki nást í tæka tíð, þetta var eitt af fáum skiptum sem maður fylgdist með fréttum á þessum tíma og sem betur fer tókst það ekki. Ég var sem sagt vongóður um að fá frí og þess vegna á ég bágt með að skilja hversu skynsamir krakkar eru orðnir í dag– maður sá þetta fyrir sér sem paradís. Ég var bú- inn að lenda í verkfalli í grunnskóla og vissi hvað þetta yrði skemmtilegt. Svo kom að þessu og þetta stóðst allar væntingar. Maður náttúrulega svaf bara endalaust. Á þessum tíma voru engar skyldur hjá manni, ég var nýorðinn sautján ára, bara pjakkur, sem þurfti ekki að hugsa um nokkurn skapaðan hlut. Engin ábyrgð, ég bjó einn með móður minni, það voru engar kröfur um innkomu, þurfti ekki að skaffa fyrir einn eða neinn og ekkert sem beið manns nema geggjað tjill. Ég var að vinna sem dyravörður í Regnboganum á þessum tíma og vinur minn, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, kom á hverju kvöldi. Hvorugur okkar var í fastri vinnu, en flestir vina okkar ösnuðust í ein- hverjar vinnur, þannig að við gátum ræktað vináttu okkar bara tveir. Það var mikið um andvökunætur og gleði, einhver böll og þetta styrkti vináttu okkar Þorvaldar mikið. Það er ekki oft sem maður hefur tíma til að eyða svona miklum tíma með vinum sínum á þessum árum og við Þorvaldur höfum meira að segja síðan farið tveir saman í rómantíska ferð til Parísar. Ég var með þá speki á þessum tíma að allt yfir fimm í einkunn væri tímasóun. Verkfallið féll mjög vel inn í þennan hugsunarhátt. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af náminu, kennar- arnir urðu að bjarga því. Þetta hafði engin áhrif á mig, það var kannski annað fyrir krakka sem stefndu til dæmis á læknisfræði, en fyrir svona málabrautargemling eins og mig, sem vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera, þá var þetta bara snilld. Verandi orðinn faðir í dag þá dáist ég að þankagangi unga fólksins og vona að synir mínir verði vonsviknir ef það kemur verkfall hjá þeim.“ ➜ ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ HAFA UNNIÐ Í FISKI Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og frambjóðandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ MÁLABRAUTARGEMLINGUR SEM VISSI EKKERT HVAÐ HANN ÆTLAÐI AÐ GERA Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður, grínisti og viðskiptafræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RENAULT MEGANE SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.890.000 KR. Staðalbúnaður: 16" álfelgur, Bluetooth handfrjáls símabúnaður, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu, hraðastillir, hiti í framsætum, leðurklætt aðgerðastýri, útvarp og geislaspilari með USB og AUX tengi, rafdrifnar rúður og speglar. Velkomin í kaffi og reynsluakstur OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 www.renault.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.