Fréttablaðið - 22.03.2014, Side 40

Fréttablaðið - 22.03.2014, Side 40
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhemson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 ÁSTRÍÐA „Þetta er barnið okkar, ástríða og áhugamál.“ Við kynntumst á umhverfistónleik-um í Laugardalshöll 2006 og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Þröst- ur Heiðar Þráinsson um örlagaríkan dag í lífi sínu þegar hann leit hina japönsku Kaori Ohtomo fyrst augum. „Kaori hafði þá komið gagngert til landsins til að sjá Björk á tónleikum en ég fór til að styðja málstaðinn og hlusta á Sigur Rós.“ Kaori og Þröstur hafa nú verið gift í sex ár og reka saman fyrirtækið Ilm Reykjavík sem sérhæfir sig í markaðssetningu ís- lenskrar hönnunar á ört vaxandi norræn- um markaði í Japan. „Kaori þýðir Ilmur á íslensku og þaðan er nafnið á fyrirtækinu komið. Kaori er markaðsfræðingur með mikla reynslu af markaðsmálum í Japan, vel tengd í jap- anska fjölmiðla og þekkir allar hliðar jap- anskrar viðskiptahefðar,“ útskýrir Þröstur um velgengni Ilms Reykjavík. SÆT OG GRÍPANDI HÖNNUN „Japanar hafa á ýmsan hátt ólíkan smekk en Íslendingar og eru meira fyrir sæta og grípandi hönnun. Þeir spá mikið í merki og sögu og þess vegna hefur íslensk hönnun hitt Japani í hjartastað,“ segir Þröstur, sem ásamt Kaori, hefur unnið ötullega að markaðssetningu í Japan með á annan tug íslenskra hönnuða. „Við erum í þeirri sterku stöðu að eiga í samstarfi við virt hönnunarfyrirtæki í Japan og sjáum um að finna hönnuði sem mæta eftirspurn eftir norrænum listmunum. Við sjáum um að laga vöruna að japönskum kröfum því menningarmis- munur er mikill og nálgun í viðskiptum allt önnur en þekkist hér heima.“ Kaori og Þröstur héldu upphaflega sýningu á íslenskri hönnun í íslenska sendiráðinu í Tókýó við mikinn áhuga ytra og undanfarið hafa borist gleðifréttir af nokkrum skjólstæðingum Ilms Reykja- vík sem eru að komast á markað í Japan. „Þann 10. apríl verður nafn hönnuðar- ins Ingu Höskuldsdóttur að vörumerki á japönskum hönnunarmarkaði og árangur hennar mjög merkilegur. Í Japan er verð- mætara til framtíðar að skapa sér nafn og vörumerki frekar en að koma eingöngu fáeinum vörum í verslanir. Kostir þess að vera vörumerki eru gríðarlegir; vörur fara í fjölda hönnunarverslana og dyr opnast að stærstu sölu- og hönnunarsýn- ingum.“ FLEIRI MUNU SLÁ Í GEGN Annar íslenskur listamaður sem haslar sér nú völl í Japan er Helga Ósk Einars- dóttir skartgripahönnuður sem hannar skart undir merkinu Milla. „Milla hefur fengið heilsíðuumfjalla- nir í þekktum japönskum skartgripa- tímaritum og þar hefur verið komið inn á hundraða ára sögu víravirkis í ís- lenskum þjóðbúningum sem Milla tengir í skart fyrir nútímakonur. Allt er það fín landkynning sem snertir menningarlega fortíð og nútíma hönnun Íslendinga,“ segir Þröstur. Fleiri hönnuðir á vegum Ilms Reykjavík eru líklegir til að slá í gegn í Japan. „Þetta er barnið okkar, ástríða og áhugamál og viðtökurnar langt framar vonum í velgengni íslenskra hönnuða.“ ■ thordis@365.is ÍSLENSKUR ILMUR Í JAPAN HÖNNUN Aðdáun á tónlist Bjarkar og Sigur Rósar kveikti ástarbál á milli Íslendings og Japana. Ástríða hjónanna er að markaðsetja íslenska hönnun í Japan þar sem stórir hlutir gerast hjá íslenskum hönnuðum. LISTELSK HJÓN Þröstur og Kaori eru búsett á Íslandi en Kaori er fædd og upp- alin í Norður-Japan þar sem veðurfar er svipað og hér á landi en sumrin lengri og veturnir snjóþyngri. Á myndinni má sjá skart Millu um háls Kaori. MYND/GVA MILLA Hér má sjá umfjöllun um skartgripi Millu í japönsku skartgripatímariti. „Lóan er minn uppáhaldsfugl og vorboðinn ljúfi sem færir okkur von um betri tíð,“ segir Inga Höskuldsdóttir um Lóu sem var upphaflega minjagripaverkefni við Myndlistarskólann í Reykja- vík. „Þá var hrun og mikill órói í íslensku þjóðfélagi svo ég ákvað því að gera óróa úr lóunni og láta hanga í húfu því þótt vorið fylgi lóunni er allra veðra von og gott að hafa varann á.“ Inga skapar Lóu úr postulíni með doppum úr íslenskum leir. Húfurnar hekla þær móðir henn- ar í gulu, grænu og bleiku. „Kaori og Þröstur komu auga á lóuna á pop-up-markaði í Hörpu og þótti fuglinn falla vel að smekk Japana,“ segir Inga, sem einnig er húsgagnasmiður og smíðar kassa undir fuglana. „Það er mikil viðurkenning fólgin í athygli Japana og stað- festing á því að maður sé á réttum stað í lífinu. Þetta er gríð- arstór markaður og mikils virði að fá þessa kynningu í gegnum Ilm Reykjavík og japanska sam- starfsaðila. Lóa fer á stórsýn- inguna Interiorlifestyle í Tókýó í júní og verður gaman að fylgjast með flugi hennar í Japan.” INGA & LÓA JAPANSFLUG Inga með lóuna fögru. MYND/ANDRI MARINÓ SUPERBEETS Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku. Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýst- ing, k ólesteról, h jarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru o g ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. Náttúruleg kynörvun fy ir r karla og konur Hvað gerir SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection. Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class Umboð: www.vitex.is Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Betra blóðflæði Betri líðan - betri heilsa NO = 30 flöskur af rauðrófusafa ml500 Stingur keppinautana af. 1. Superbeets dós = 30 flöskur af rauðrófusafa 500 ml
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.