Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 59
Raftækjasalan ehf. óskar eftir að ráða eftirfarandi: Rafvirkja Vélvirkja eða vélfræðing, til framtíðar starfa Um er að ræða fjölbreytt sérhæft starf Góð kjör í boði fyrir réttann einstakling, sem getur unnið sjálfstætt. Uppl. í síma 856-0090 eða petur@raftaekjasalan.is Herbergisþerna / -þjónar Hótel Klettur er glæsilegt hótel aðeins steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Okkur vantar þjónustulundað starfsfólk í hópinn. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að aðstoða í morgun- verðarsal, þarf að hafa kennitölu og leyfi til að starfa á Íslandi. Um vaktavinnu er að ræða og því þarf viðkomandi að geta unnið um helgar og á frídögum þegar þess þarf. Hæfniskröfur Hæfni í mannlegum samskiptum. Gott skipulag og stundvísi. Rík þjónustulund. Enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 27. mars 2014 og skulu umsóknir berast á netfangið nicole@hotelklettur.is Ferðaþjónustuaðilar SUMARSTÖRF – mannskapur til reiðu! STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni um þjónustu við fólk án atvinnu, atvinnuleitendur, sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan fer fram í fjórum þjónustumiðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs. Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til starfa. Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf leitar eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni sem vantar sumarstarfsfólk. STARF þjónustar fólk sem er án atvinnu og eru félagar tiltekinna stéttarfélaga. Innan þess hóps eru fjölmargir einstaklingar sem hafa sýnt því áhuga að starfa við ferðaþjónustu á landsbyggðinni (t.d. á gistiheimilum eða við afþreyingarferðaþjónustu). Um er að ræða fjöl- breyttan hóp með margvíslegan bakgrunn sem getur hafið störf nánast strax og starfað vel inn í haustið. Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast skráið starfið á vefsíðu STARFs www.starfid.is (atvinnurekandi – beiðni um starfsmann) og tilgreinið að um sumarstarf sé að ræða. Einnig má senda póst á skrifstofa@starfid.is og hefur þá atvinnuráðgjafi STARFs samband fljótlega. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir sérfræðingi til starfa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við mannvirkjalög og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varða notkun lóða og byggingarframkvæmdir á þeim. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Menntunar- og hæfniskröfur háskólastigi. Framhaldsmenntun er æskileg og/eða reynsla í sambærilegu starfi. ásamt reynslu í hönnun mannvirkja og gerð aðal- og séruppdrátta. og eiga samskipti í hóp. tölvukunnáttu og notkun algengra forrita. Sérfræðingur við yfirferð uppdrátta Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Helstu verkefni og ábyrgð byggingarleyfa. innsend gögn og uppdrætti. byggingarfulltrúa. og gerð aðal- og séruppdrátta aðalhönnuða. byggingarfulltrúa. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 6. april 2014. Sækja skal um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir „störf í boði“- Sérfræðingur við yfirferð uppdrátta. bjorn.stefan.hallsson@reykjavik.is Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. DEILDARFORSETI TÓNLISTARDEILDAR LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STARF DEILDARFORSETA TÓNLISTARDEILDAR Umsækjandi skal vera tónlistarmaður eða tónskáld með mikilsverða reynslu í list- og atvinnuumhverfi tónlistar. Umsækjandi skal hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu í greininni. Deildarforseti fer með yfirstjórn tónlistardeildar og er í forystu fyrir starfsemi hennar. Hann ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar og annarra áætlana sem varða deildina sérstaklega. Deildar- forseti situr í framkvæmdaráði skólans og fagráði. Deildarforseti þarf að hafa ríka skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera góður leiðtogi, lipur í samskiptum og eiga auðvelt með að starfa með öðrum. Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn (sjá nánar á www.lhi.is): > Yfirlit um menntun og námsferil. > Yfirlit yfir listrænan feril og störf umsækjanda. > Yfirlit um stjórnunarreynslu og leiðtogastörf. > Stutt greinagerð um kennslustörf í háskóla. > Yfirlit um félags- og stjórnunarstörf, auk annarra starfa á vettvangi lista og menningar. > Upplýsingar um rannsóknir, ritsmíðar, og/eða opinbera fyrirlestra sem tengjast faginu. > Frumrit/afrit af umfjöllun um verk og störf umsækjenda. > Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda. Að auki er gert ráð fyrir að umsókn fylgi greina- gerð, að hámarki 1500 orð, þar sem umsækjandi lýsir viðhorfum sínum til háskólamenntunar í listum, framtíðarsýn sinni fyrir tónlistardeildina og þeim stefnumótandi áherslum sem hann myndi vilja hrinda í framkvæmd yrði hann ráðinn til starfsins. Um mat á hæfi og reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskóla Íslands sjá nánar á heima- síðu skólans, reglur um veitingu akademískra starfa: www.lhi.is/skolinn/stjornsysla/log-og-reglur Umsóknum, merktum viðkomandi starfi, ber að skila á aðalskrifstofu skólans Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 15. apríl. Umsóknargögnum skal einnig skila á stafrænu formi (td. á USB lykli). Rektor veitir frekari upplýsingar sé þess óskað. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Skólinn starfar í fimm deildum, myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild, og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru þrjár við Þverholt, Sölvhólsgötu og Laugarnesveg í Reykjavík. Rektor er Fríða Björk Ingvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.