Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 96
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Sýningar 17.00 Verið hjartanlega velkomin á opnun laugardaginn 22. mars kl. 17 í Kling & Bang gallerí. Sýning á nýjum verkum eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingi- björgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskulds- son, Margréti Helgu Sesseljudóttur og Sigurð Ámundason. Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir í Kling & Bang gallerí. Kvikmyndir 15.00 Geboren in Absurdistan (Fædd í Absúrdistan) er sýnd laugardaginn 22. mars klukkan 15.00 í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu 15. Ókeypis aðgangur. Málþing 13.00 Laugardaginn 22. mars klukkan 13-15 verður haldið málþing í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tónlist 16.00 Jónas Ingimundarson heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt með tónleikunum Við slaghörpuna í Selfoss- kirkju laugardaginn 22. mars kl. 16. Með honum verða sópransöngkonan Auður Gunnarsdóttir og Ragnheiður Steindórs- dóttir leikkona sem flytur öll ljóðin, sem sungin eru, þau erlendu í þýðingum Reynis Axelssonar. 20.30 Hápunktur Menningarvikunnar í Grindavík verða stórtónleikar í Íþrótta- húsinu laugardaginn 22. mars kl. 20.30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hverjir öðrum, enda hefur samstarf þess- ara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til flytjenda sem og áhorfenda. Miðasala hefst laug- ardaginn 22. febrúar í sjoppunni Aðal- braut, Víkurbraut 31, Grindavík. Miða- verð á tónleikana er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið í Grindavík. 21.00 Good Moon Deer er tónlistarsjálf grafíska hönnuðarins Guðmundar Inga Úlfarssonar sem hófst með smávægilegu svefnherbergisgutli en í samkrulli með vininum og trommaranum Ívari Pétri Kjartanssyni (FM Belfast, Benni Hemm Hemm & Miri) hefur það tekið á sig áþreifanlegri mynd. Tónlistinni hefur verið lýst sem djass fyrir stafræna öld en á tónleikum Good Moon Deer má búast við framúrstefnulegum og geðklofnum smölunarbútum í bland við þunga trommutaktar og margvíslega, lifandi sjónræna skreytingar. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Fer fram í Mengi, Óðinsgötu 2. 22.00 Útgáfutónleikar + bestu lögin í Gamla bíói laugardaginn 22. mars 2014. SúEllen heldur nú loksins tónleika í Reykjavík og ætlar að kynna nýjan geisladisk og spila sín þekktustu lög í Gamla bíói. Sérstakur heiðursgestur tón- leikanna verður Bjartmar Guðlaugsson. 22.30 Hljómsveitin Frost Heldur sína fyrstu tónleika á árinu með stæl á Gamla Gauknum 22. mars. Ásamt Frost koma fram Hljómsveitirnar Different Turns og Morgan Kane. Húsið er opnað kl. 22.30 og veislan byrjar á slaginu 23.00. 1.500 krónur kostar inn. 23.00 Ellert Sigurðarson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, laugar- daginn 22. mars kl. 23.00. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Hljómsveitin Á móti sól leikur á stórdansleik á Spot, Kópavogi í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SUNNUDAGUR 23. MARS 2014 Fræðsla 14.00 Halldór B. Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Magn- úsar Kjartanssonar, Form, litur, líkami: Háspenna / lífshætta, sunnudaginn 23. mars, kl. 14.00, í Listasafni Íslands Fríkirkjuvegi 7. Félagsvist 14.00 Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnu- daginn 23. mars kl. 14. Allir velkomnir. Kvikmyndir 15.00 Helsinki-Napoli All Night Long (Helsinki-Napólí, úti alla nóttina) er sýnd sunnudaginn 23. mars klukkan 15.00 á Borgarbókasafninu Tryggvagötu 15. Ókeypis aðgangur. 15.00 Kl. 15 verður fyrri hluti hinnar frægu kvikmyndar Sergeis Eisenstein Ívan grimmi sýndur í MÍR, Hverfisgötu 105. Eisenstein vann að gerð myndarinnar á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, 1941- 1944, en hún fjallar um Ívan IV stórfursta sem krýndur var keisari yfir öllu Rússlandi á árinu 1547 og hlaut síðar viðurnefnið hinn grimmi. Nikolaj Tsjerkasov leikur titil- hlutverkið, tónlist er eftir Sergei Prokofjev. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Kynningar 17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, sunnudaginn 23. mars kl. 17.00. Dansleikir 20.00 Dansað verður í félagsheimili eldri borgara i Stangarhyl 4 í Reykjavík næst- komandi sunnudagskvöld kl. 20.00-23.00. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir félagsmenn en 1.800 fyrir gesti. Allir velkomnir. Leikrit 14.00 Tumi tímalausi er nýr barnasöng- leikur eftir Pétur Guðjónsson og Jokku. Tónlistin er af vísnaplötum Gunnars Þórð- arsonar: Einu sinni var og Út um græna grundu. Leikritið fjallar um Tuma, sem er ungur smaladrengur og getur ekki beðið eftir að verða eldri og lenda í ævintýrum. Fjórar sýningar fara fram yfir daginn. Tónlist 15.15 Leifur, Caput, Carter, Rómantík og raðtækni. Tuttugustu aldar tónlist eins og hún gerist best á tónleikum Caput hóps- ins í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu, sunnudaginn 23. mars kl. 15.15. 17.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Tinna Þorsteinsdóttur frumflytja nýjan píanókonsert eftir Eirík Árna Sigtryggsson sunnudag kl. 17.00 í Seltjarnarneskirkju. Nafn konsertsins er Grúi. 17.00 Hljómeyki er fjörutíu ára í ár. Því fara fram afmælistónleikar í Norður- ljósum 23. mars klukkan 17.00. Fram koma einnig Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Stefán Jón Bernharðsson. 20.00 Kammerkvöld Elektra Ensemble: Heiðríkja og haustvindar, Kjarvalsstaðir, sunnudag 23. mars kl. 20. Yfirskrift tón- leika Elektra Ensemble að þessu sinni er Heiðríkja og haustvindar en á efnisskránni eru kammerverk fyrir flautu, klarínett og strengi. 20.00 Þann 23. mars næstkomandi mun eini dömukór landsins, Graduale Nobili, ráðast á vígi karlakóra og flytja mörg þekktustu karlakóralög landsins eins og Brennið þið vitar, Hraustir menn, Sveinar kátir syngið og fleiri gullmola. Tónleikarnir verða haldnir í okkar ástkæru Langholts- kirkju og byrja á slaginu 20.00. Almennt miðaverð er 2.000 kr. Meðlimir Langholts- kirkju Listafélags, karlakórsmeðlimir nær og fjær og fátækir námsmenn fá miðann á 1.500 kr. 20.00 Fimmtu og síðustu tónleikar með þessu sniði í tónleikaröðinni Við slaghörpuna í hálfa öld verða í Salnum sunnudaginn 23. mars kl. 20.00. Þá mun sópransöngkonan góðkunna Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, mæta ásamt leikkonunni Guðrúnu Gísladóttur. Sem fyrr situr Jónas Ingimundarson við flygilinn. Markaðir 15.00 Sunnudaginn 23. mars, kl. 15-17, stendur Ungmennaráð UNICEF fyrir skipti- markaði barna með leikföng, spil, bækur og annað í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! SÍÐASTA AUKASÝNING, 3. APRÍL, KOMIN Í SÖLU 22. MARS - UPPSELT 28. MARS - ÖRFÁ SÆTI 29. MARS - UPPSELT 3. APRÍL - LAUS SÆTI 6. APRÍL - UPPSELT ALLAR SÝNINGAR HEFJAST KL. 20 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 H.A. DV J.S. FBL Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson „Það búa tveir meðlimir sveitar- innar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari og básúnuleikari hljóm- sveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið fyrir okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýska- landi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugur bassaleik- ari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, Klappar- stíg og hefjast klukkan 22.00. Miðaverð er 2.000 krónur og eru miðar seldir við innganginn. gunnarleo@frettabladid.is Valdimar spilar nýtt efni á Rosenberg Hljómsveitin Valdimar kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári. Nýtt efni verður fl utt. LOKSINS Á ÍSLANDI Hljómsveitin Valdimar leikur á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi á þessu ári, á Rosenberg á laugardags- kvöldið. Hér sjáum við góða mynd úr góðu tónleikaferðalagi um Evrópu. MYND/EINKASAFN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.