Fréttablaðið - 22.03.2014, Page 101
LAUGARDAGUR 22. mars 2014 | LÍFIÐ | 65
Breyttu ramma í lyklahengi
1 Finnið ramma sem ykkur finnst
fallegur. Hægt er að halda í upp-
runalega litinn eða spreyja hann
í einhverum skemmtilegum lit.
2 Takið glerið og bakhlið ramm-
ans af.
3 Merkið með blýanti hvar þið vilj-
ið hengja króka fyrir lykla í efri
brún rammans.
4 Borið viðeigandi stór göt þar sem
merkingarnar eru og skrúfið
krókana í.
5 Hengið rammann upp og njótið!
* fengið af vefsíðunni
purplecarrotkc.com.
Nánari upplýsingar og fleiri
myndir af verkefninu má finna á
Lífið á visir.is.
Lumar þú á einföldu og
skemmtilegu verkefni sem hægt
er að framkvæma sjálfur? Sendu
það endilega á okkur á netfangið.
liljakatrin@frettabladid.is
NÝTT HLUTVERK Ramminn nýtur sín
vel í ganginum til dæmis.
Föndraðu
Ofurfyrirsætan Miranda Kerr
segir að heilsusamlegt líferni
hennar hafi jákvæð áhrif á
Flynn, son hennar og leikarans
Orlandos Bloom.
„Hann bað um að fá að gera
smoothie um daginn. Síðan sagði
hann við mig: „Þessi drykk-
ur er fyrir þig. Hann er fullur
af andoxunarefnum.“ Hann er
þriggja ára, hvernig veit hann
þetta? Hann hefur greinilega
heyrt mig tala um þetta,“ segir
Miranda og bætir við að hún
stundi líka líkamsrækt með
Flynn litla.
„Við erum alltaf dansandi,
hann elskar það. Það er í uppá-
haldi hjá honum.“ - lkg
Æfi r með
syninum
GÓÐ MAMMA Miranda og Flynn eru
afar náin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þessar spurningar bárust mér nafnlaust frá
13 til 15 ára gömlum unglingum á höfuðborg-
arsvæðinu.
? Er hægt að fá kynsjúkdóm án þess að stunda samfarir?
SVAR: Kynsjúkdóm er hægt að fá í háls-
inn svo hann getur smitast við munnmök.
Þó er algengara að smitast með samför-
um í leggöng eða endaþarm. Gott er að
muna að allir kynsjúkdómar geta verið
einkennalausir og því getur þú verið með
kynsjúkdóm án þess að vita af því. Eina
verjan sem ver gegn kynsjúkdómum er
smokkurinn. Ef þú notaðir ekki smokkinn
þá þarftu að fara í kynsjúkdómaskoðun.
? Er ekki óhollt að stunda rassamök (getur ekki eitthvað skemmst)?
SVAR Við örvun endaþarms þarf að fylgja
ákveðnum reglum því þetta svæði er við-
kvæmt og til að einmitt „skemma“ ekki eitt-
hvað eða valda sársauka þá þarf að fara var-
lega. Þó ber ekki svo að skilja að ef þú sért
að nudda endaþarminn eða örva hann að þú
munir skemma eitthvað. Endaþarmurinn er
teygjanlegur en það þarf að fara varlega og
virða mörk líkamans. Það er gott að byrja
bara rólega á einum fingri og nota fullt af
sleipiefni. Ef þér er illt þá er gott að hætta.
Ef þú ert áhugasöm/samur um endaþarminn
þá getur þú kannað hann í næstu sjálfsfróun.
Allt kynlíf byrjar á þér sjálfum/ri í sjálfsfró-
un og því er það kjörið tækifæri til að kanna
þetta svæði ef þér þykir það spennandi og
lært inn á eigin líkama.
? Ef þú vilt ekki fá sæði í munninn [innskot, við munnmök] er þá ekki betra að nota
smokk sem bragð er af?
SVAR Þar sem kynsjúkdómar geta smitast
við munnmök þá eru smokkar með bragði
einmitt framleiddir til þess að nota við munn-
mök. Kostur og markmið smokksins er að
hann grípur og geymir sæðið og því þarf ekki
að hafa áhyggjur af því að fá það upp í sig.
Þó ber að nefna að það þarf ekki að fá sæði í
munninn við munnmök, það er allt í lagi að
hætta að stunda munnmök áður en að sáðláti
kemur. Þá er einnig í lagi að nota smokk með
bragði í samförum. Alls kyns bragðtegundir
eru til svo þú ættir að geta fundið eitthvað
sem þér geðjast að.
? Getur fólk fest saman í samförum eins og hundar þegar þeir eru í samförum?
SVAR Það getur allt gerst en almennt séð
þá festist fólk ekki saman í samförum. Þó
geta leggöng fengið krampa þar sem við-
komandi þarf að ná að slaka verulega á til
að limur getur losnað úr leggöngum en slíkt
er ekki algengt. Líffræði hunda er önnur
en mannfólks og að mér skilst þá er limur
hunda þannig að hann stækki við samfarir
og hundar festist saman í smá tíma við sam-
farir. Dýralæknir gæti kannski svarað þessu
betur. En almennt séð þá þarft þú ekki að
hafa áhyggjur af því að festast við bólfélag-
ann þinn.
Getur fólk fest saman í samförum?