Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 103

Fréttablaðið - 22.03.2014, Síða 103
LAUGARDAGUR 22. mars 2014 | LÍFIÐ | 67 Mexikósk lkl-tacobaka: 3,5 dl möndlumjöl 50 g smjör 1 tsk. paprikuduft 1/4 tsk. salt 1 egg Hakkfylling: 500 g nautahakk 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dl. vatn 1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpurée 2-3 msk. chili-sósa (t.d. frá Heinz– en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetnaríkt og chili-sósan) 2 tsk. chili-duft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt) 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 1 msk. sojasósa 1-2 tsk. salt Ostafylling: 2-3 tómatar, eða eitt box af kirsuberja- tómötum 1 dós, eða um 2 dl sýrður rjómi 3-4 msk. rjómaostur 150 gr. rifinn ostur Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að bakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöli eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund. Bakið svo við 225°C í um 10 mín. Skerið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, steikið svo ásamt hakk- inu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpurée, chili-sósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómat- ana í bita (í helminga ef kirsuberja- tómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið ostablandinu yfir tómatana. Bakið við 200°C í 20 mín., eða þar til ostablandan hefur fengið falleg- an lit. Baka í lágkolvetnabúningi með ljúff engri ostafyllingu Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat … Hún deilir uppskrift að mexíkóskri böku í lágkolvetnaútgáfu. Í HOLLARI KANTINUM Gott er að bera bökuna fram með salati og sýrðum rjóma– eða hverju sem er. MYND/ÚR EINKASAFNI Söngkonan Kate Bush tilkynnti að hún myndi halda fjölda tón- leika síðar á árinu en það verður þá hennar fyrsta tónleikaröð í 35 ár. Kate, sem er hvað þekktust fyrir lög á borð við Wuthering Heights, Babooshka og Don‘t Give Up, ætlar að halda fimmtán tónleika í Hammersmith Apollo í London í ágúst og kallar hún tón- leikaröðina Before the Dawn. Kate gaf út plötuna 50 Words for Snow árið 2011 en fylgdi henni ekki eftir með tónleikaröð og hefur hún ekki haldið röð tón- leika síðan árið 1979. - lkg Kate snýr aft ur Tónlistarmaðurinn John Mayer ætlar í mál við Robert Maron, góðvin leikarans Charlies Sheen, fyrir að selja sér eftirlíkingar af Rolex-úrum. John safnar Rolex-úrum og keypti mörg þeirra af Robert fyrir nokkrum árum. Nú segir John hins vegar að að minnsta kosti sjö af úrunum séu eftirlík- ingar. Lögfræðingar Roberts segja að tónlistarmaðurinn hafi vitað full- vel hvað hann væri að kaupa og því vitað að um eftirlíkingar væri að ræða. Charlie hefur einnig tjáð sig um málið og segist hafa keypt fullt af ekta úrum af vini sínum. - lkg Fer í mál ÁNÆGÐIR AÐDÁENDUR Kate Bush er goðsögn í tónlistarbransanum. ÓSÁTTUR John er ekki skemmt. 21. - 22. MARS Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK forritun.is Í heimi sem er fullur af núllum og einum, ert þú núll eða ert þú sá Eini?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.