Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 104
22. mars 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að það besta sé geymt þar til síðast þessa íþróttahelgina. Helgin endar nefnilega á El Clásico annað kvöld og nú er ekki bara heiðurinn og stoltið undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Á sama tíma og Carlo Ancelotti hefur fest allar skrúfur í stjörn- um prýddu Real Madrid-vélinni á sínu fyrsta tímabili hefur spænska pressan verið dugleg að spá um væntanlega „endalok“ og kynslóða- skipti hjá einu besta fótboltaliði allra tíma. BBC-þríeykið Sóknarlína Real Madrid hefur vissulega stolið senunni á Spáni á þessu tímabili en þeir Cris- tiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hafa sem dæmi skorað saman 76 mörk á leiktíð- inni. Spænsku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að kalla þá „BBC“ eftir þeim Bale (14 mörk), Benzema (21 mark) og Cristiano (41 mark). Aðalhetja Börsunga, Lionel Messi, hefur aftur á móti verið að vakna úr „dvala“ eftir meiðsla- hrjáða mánuði um mitt tímabilið en gengi Barcelona hefur á sama tíma verið allt annað en sann- færandi heima fyrir. Menn sjá nú breytingu á því, sumir spekingar hafa hlegið hátt að „krísuumræð- unni“ og benda á að Barcelona eigi enn möguleika á þrennunni á fyrsta tímabili Gerardos Martino. Landi hans Messi hefur nú skorað í átta af síðustu níu leikjum Börsunga, þar á meðal þrennu í 7-0 sigri á Osasuna um síðustu helgi, og því má segja að bæði liðin komi inn í leikinn með sína fremstu menn í stuði. Tíu fleiri stig en Barca Barcelona var með sex stiga for- skot á Real eftir 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri El Clásico-leiknum sem fór fram í lok október. Nú er staðan hins vegar allt önnur enda hefur Real Madrid verið á mikilli siglingu á þessu ári og er nú með fjórum stigum meira en Barcelona þegar tíu leikir eru eftir. Á þessum 147 dögum hefur Real fengið tíu fleiri stig og skorað sex fleiri mörk en Barcelona og um leið tekið að sér forystuhlutverkið í baráttunni um meistaratitilinn. Leikmenn Real Madrid hafa, síðan þeir yfirgáfu Nývang með skottið á milli lappanna, leikið 31 leik í röð í öllum keppnum án þess að tapa og í 26 leikjanna hafa þeir fagnað sigri. Börsungar hafa tapað fjórum sinnum heima fyrir á þessu tímabili þar á meðal fyrir liðum eins og Real Sociedad og Real Valladolid. Bæði Barcelona og Real Madrid styrkti sig með stjörnu- sóknarmönnum í sumar. Real Madrid setti heimsmet í kaupun- um á Gareth Bale og Börsungar náðu í Brasilíumanninn Neymar frá Santos. Neymar maður fyrri leiksins Neymar stimplaði sig inn í fyrri leik liðanna með því að skora eitt mark og leggja upp annað. Síðan hefur heyrst minna af stráknum innan vallar en hann verið meira milli tannanna á fólki fyrir „óhrein“ kaup Barce- lona en stór hluti upphæðarinn- ar fór meðal annars beint í vasa foreldra hans. Gareth Bale átti aftur á móti ekki þátt í marki og var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Síðan þá hefur hróður Gareths Bale aukist, hann hefur náð sér af meiðslunum og myndar nú einn þriðja af hinum ógnvæn- lega þríhöfða Real sem tætir í sig hverja vörnina á fætur annarri í bæði spænsku deildinni og Meist- aradeildinni. Sviðið hans Messis Því má samt ekki gleyma að El Clásico hefur verið sviðið hans Messis síðustu ár og á morgun getur hann skorað sitt 19. mark í leikjum á móti Real Madrid og því hefur enginn annar náð í sögu El Clásico. Leikir Real Madrid og Barce- lona eru ávallt mikil skemmtun og ekki spillir fyrir að spænski meistaratitillinn er undir að þessu sinni – að minnsta kosti fyrir Börsunga. Það hafa líka verið skoruð mörk í þessum leikjum og bæði liðin hafa sem dæmi skorað í und- anförnum fjórtán innbyrðisviður- eignum sínum í öllum keppnum. Hatrið hefur oft sett sinn svip á El Clásico-leikina en hvaða fót- boltaáhugamaður getur misst af því horfa á helstu hæfileikamenn heimsfótboltans bæta við magn- aða sögu risaveldanna í landi heimsmeistaranna? SPORT Messi á móti Þríhöfðanum Það hefur mikið breyst síðan Barcelona vann Real Madrid á Nývangi í október. Real hefur síðan leikið 31 leik í röð án taps og nú þarf Barcelona helst að vinna á Bernabéu á morgun til að missa ekki af lestinni. Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is Gareth Bale 14 mörk 16 stoðsendingar Átti þátt í 30 mörkum í 31 leik í öllum keppnum Karim Benzema 21 mark 11 stoðsendingar Átti þátt í 32 mörkum í 38 leikjum í öllum keppnum Cristiano Ronaldo 41 mark 15 stoðsendingar Átti þátt í 56 mörkum í 37 leikjum í öllum keppnum Lionel Messi 31 mark 14 stoðsendingar Átti þátt í 45 mörkum í 33 leikjum í öllum keppnum HANDBOLTI Hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir og markvörðurinn Florentina Stanciu verða fjarri góðu gamni þegar Ísland mætir Frökkum tvívegis, hér heima og ytra, í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2014. Verður þeirra sárt saknað enda í stóru hlutverki hjá toppliði Stjörnunnar í Olísdeild kvenna. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur valið þær Marthe Sördal og Dröfn Haraldsdóttur í hópinn í þeirra stað. Leikið verður gegn Frökkum hér á miðviku- daginn og svo ytra eftir viku. Frakkland er á toppi riðilsins með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en Ísland og Slóvakía koma næst með tvö stig hvort. Finnland rekur svo lestina í riðlinum án stiga en tvö efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í desember. - esá Florentina og Hanna Guðrún úr leik KÖRFUBOLTI Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálf- ara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmað- ur hans verður Hrafn Kristjáns- son, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Búið er að tilkynna ákveðnum hópum innan Stjörnunnar að þjálf- arabreyting verði á liðinu, þar á me ð a l le i k- mönnum liðsins. Tímabili Stjörnumanna er ekki lokið en liðið er í miðri r i m m u v i ð Keflavík í átta liða úrslitum deildarinnar. Hrafn Krist- jánsson þjálfaði síðast KR frá 2010-2012 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum eftir sigur á Stjörnunni í úrslita- rimmu, 3-1. Sem þjálfari Þórs fór Hrafn með liðið upp úr 1. deildinni 2007 eftir að hafa fallið árið áður. Hann starfar í dag sem þjálfari unglingaflokks hjá Stjörnunni og þekkir því vel til í Garðabænum. Undir stjórn Teits Örlygsson- ar er Stjarnan orðin einn af stóru strákunum í íslenskum körfubolta en liðið hefur á síðustu fimm árum með Teit í brúnni unnið bikar- meistaratitilinn í tvígang og tvisv- ar farið í lokaúrslitin. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við. - tom Hrafn tekur við af Teiti hjá Stjörnunni Teitur Örlygsson lætur af störfum hjá Stjörnunni eft ir fi mm tímabil og tvo titla í Garðabænum. HRAFN KRISTJÁNSSON TEITUR ÖRLYGSSON KÖRFUBOLTI Haukar þurfa að bíða fram á þriðjudag til að komast að því hvaða liði þeir mæta í lokaúrslitum Domino‘s-deildar kvenna. Valur knúði fram oddaleik gegn Snæfelli með öruggum sigri í gær. Þetta var fjórði leikur liðanna á aðeins sex dögum og Snæfellingar dauðþreyttir. Valur er hins vegar með stærri leik- mannahóp og gat leyft sér að dreifa álaginu meira á milli leikmanna. Valur knúði fram oddaleik gegn dauðþreyttum Snæfellingum ÖRUGGT Valsarinn Anna Martin sækir að Hildi Sigurðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR VALUR - SNÆFELL 82-56 (41-25) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Anna Martin 14, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9, Rut Herner Kon- ráðsdóttir 8, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 8, María Björnsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Margrét Einarsdóttir 2, Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir 2. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 12, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansd. 9, Chynna Brown 5, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3. Staðan í einvíginu er 2-2. DOMINO‘S-DEILD KARLA 8 LIÐA ÚRSLIT, 1. LEIKUR KEFLAVÍK - STJARNAN 81-87 (32-43) Keflavík: Michael Craion 28/17 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Valur Orri Valsson 7, Guðmundur Jónsson 6/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 2. Stjarnan: Justin Shouse 28/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/17 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/10 fráköst, Jón Sverrisson 11/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Fannar Freyr Helgason 5, Sæmundur Valdimarsson 4. NJARÐVÍK - HAUKAR 88-84 (41-49) Njarðvík: Tracy Smith Jr. 33/18 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 16/9 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3. Haukar: Terrence Watson 21/18 fráköst, Haukur Óskarsson 21, Sigurður Þór Einarsson 14, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 5, Kári Jónsson 4, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 2. FÓTBOLTI Dregið var í fjórðungs- úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og fengu David Moyes og hans menn í Manchester United erfitt verkefni, en andstæðing- ur liðsins verða sjálfir Evrópu- meistararnir í Bayern München. Fyrri leikurinn fer fram á Old Trafford þann 1. apríl. „Ég var fyrst og fremst ánægð- ur með að vera með í pottinum,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla í gær. „Þetta verður erfitt enda Bayern líklega sigurstrangleg- asta liðið í keppninni. Ég hefði líklega kosið að eiga síðari leik- inn á heimavelli en við verðum bara að taka þessu.“ Peningaliðin Chelsea og PSG eigast við og það verður Spánar- slagur þegar Atletico Madrid leikur gegn Barcelona. Að síð- ustu mætast Dortmund og Real Madrid og fær því síðarnefnda liðið tækifæri til að hefna ófar- anna eftir að Þjóðverjarnir slógu Cristiano Ronaldo og félaga úr leik í undanúrslitunum í fyrra. Síðari leikirnir fara fram 8. og 9. apríl. - esá Verðum bara að taka þessu SENDIHERRANN Luis Figo dró liðin í 8 liða úrslitunum saman í gær en hann er fulltrúi Lissabon sem hýsir úrslitaleikinn í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GETT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.