Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.12.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER Enn eitt árið er senn að baki. Árið 2007 var Ís lend ing­ um um margt gjöf ult þrátt fyr ir að skugga bæri þar á, svo sem í skert um heim ild um til þorsk veiða á yf ir stand andi fisk veiði ári. Þrátt fyr ir það má með sanni segja að árið hafi ver ið Vest lend ing um bæði gjöf ult og gott. Fjórða árið í röð stóðu upp úr frétt ir um mikl ar fram kvæmd ir á öll um svæð um lands hlut ans og þensla ein kenndi efna­ hags líf ið. Fólks fjölg un er gríð ar mik il í sveit ar fé lög um syðst í lands hlut an um, langt um fram með al tal yfir land­ ið. Víða vant aði fólk af þeim sök um til starfa og at vinnu­ leysi var lít ið sem ekk ert. Veðr átt an var nokk uð kafla skipt. Í upp hafi árs ins var frem ur mein laust veð ur, sum ar ið var ó venju lega sól ríkt og hlýtt með til heyr andi þurrk um. Vatns ból þorn uðu víða og gras spretta var í slöku með al lagi. Lax veið in var eng in á köfl um þeg ar þurrk arn ir voru sem mest ir en úr þeim rætt ist um haust ið þeg ar veðr átt an gerð ist þvert á móti með ein dæm um úr komu söm. Má segja að vart hafi sést til sól ar frá 15. á gúst og í þrjá mán uði þar á eft ir og oft ast rigndi eins og hellt væri úr fötu. Vetr ar byrj un ein­ kennd ist af um hleyp ing um með djúp um lægð um af og til, frosti, lít ils hátt ar snjó föli og í raun öll um gerð um veð urs. Við búum jú á Ís landi þar sem allra veðra er von. Þeg ar frétt ir lið ins árs í Skessu horni eru rifj að ar upp kem ur eitt og ann að í ljós og af nægu að taka. Í eft ir far­ andi frétta an nál verð ur drep ið nið ur í nokkrum mál um sem settu svip á árið. Sem fyrr í an nál þess um er lögð á hersla á at burði fyrri hluta árs ins. Blaða menn Skessu horns hafa á ár inu haft í mörg horn að líta og efn is tök ver ið fjöl breytt og skemmti leg, enda er stöðugt ver ið að fjalla um kröft ugt og lífs glatt fólk sem bygg ir Vest ur land. Skessu horn hef ur nú ver ið starf rækt í nær 10 ár. Við tök ur les enda við því verða sí fellt já kvæð­ ari. Í bú ar á Vest ur landi hafa með stuðn ingi sín um sýnt það í verki að þeir vilja hafa öfl uga frétta veitu starf andi á Vest ur landi. Blað ið fagn ar 10 ára af mæli sínu 18. febr ú­ ar nk. og verð ur tíma mót anna minnst með ýms um hætti. Upp haf af mæl is árs blaðs ins hófst þó með út gáfu við tals­ bók ar inn ar Fólk ið í Skessu horni sem kom út í nóv em­ ber sl. Les end um og vel vild ar mönn um Skessu horns víðs veg ar um Vest ur land, og utan þess einnig, eru hér með færð ar bestu þakk ir fyr ir á nægju legt sam starf á ár inu, með von um við burða ríkt, gjöf ult og gleði legt ár 2008! Um sjón: Magn ús Magn ús son. Ljós mynd ir: Blaða menn Skessu horns, frétta rit ar ar og fleiri. Bjarni Vest lend ing ur árs ins Vest lend ing ur árs ins 2006 var kos inn af les end um Skessu­ horns. Að þessu sinn var það Bjarni Krist inn Þor steins son, slökkvi liðs stjóri í Borg ar byggð sem hlaut það sæmd ar heiti. Við ur kenn ing una hlaut Bjarni fyr ir hönd allra þeirra sem þátt tóku í far sælu björg un ar­ og slökkvi starfi á Mýr um í mars 2006. Það tókst að flestra mati eink ar vel mið að við að stæð­ ur, en líkja má sinu eld un um við ham far ir. Upp úr stóð að fólki, fén aði og mann virkj um var bjarg að og talið er að gróð ur muni að mestu leyti jafna sig. Lit laus kosn inga bar átta Á fyrri hluta árs ins fóru fram kosn ing ar til Al þing is. Ó líkt þing kosn ing um áður fyrr var kosn inga bar átt an frem ur lit laus og lít ið tek ist á að þessu sinni. „Al vöru“ opn ir stjórn mála­ fund ir og bar áttugleði, eins og menn sem komn ir eru við ald­ ur, þekktu hana, er lið in tíð. Í besta falli spjalla menn sam­ an í ró leg heit un um yfir kaffi bolla á sjón varps stöðv un um. Ein­ hverj ir fram bjóð end ur heim sóttu þó fyr ir tæki og fólk ið á sín­ um svæð um en al mennt verð ur að segj ast að lit leysi stjórn­ mál anna hafi ver ið meira en ætla mætti í að drag anda kosn­ inga. Slíkt er um hugs un ar efni. Úr slit kosn ing anna hér á Vest ur landi urðu þau að níu karl­ ar komust á þing og var kjör dæm ið eina kven lausa kjör dæm ið á land inu eft ir kosn ing arn ar og fram í júlí. Þá féll skyndi lega frá einn lit rík asti þing mað ur lands ins, Ein ar Odd ur Krist jáns­ son, og er hans sárt sakn að enda var hann dygg ur tals mað­ ur dreif býl is ins og sjáv ar byggða sem vissu lega þurfa nú sem aldrei fyrr öfl uga tals menn. En mað ur kem ur í manns stað og í haust tók Her dís Þórð ar dótt ir á Akra nesi sæti á þingi. Norð­ vest ur kjör dæmi á einn ráð herra; Ein ar Krist inn Guð finns­ son sem stýr ir nú mál efn um land bún að ar auk sjáv ar út vegs. Sturla Böðv ars son, fyrsti þing mað ur kjör dæm is ins hvarf úr starfi sam göngu ráð herra og gegn ir því virð ing ar hlut verki að vera for seti Al þing is. Nýir þing menn kjör dæm is ins eru Guð­ bjart ur Hann es son, odd viti Sam fylk ing ar inn ar, Her dís Þórð­ ar dótt ir eins og áður er get ið og Karl V. Matth í as son sem kom að nýju inn á þing fyr ir Sam fylk ing una. Krist inn H Gunn­ ars son tók að þessu sinni sæti á þingi sem full trúi Frjáls lynda flokks ins og sit ur við hægri hönd for manns flokks ins, Guð­ jóns Arn ar Krist ins son ar odd vita lista FL í Norð vest ur kjör­ dæmi. Þeir Jón Bjarna son Vinstri hreyf ing unni grænu fram­ boði og Magn ús Stef áns son Fram sókn ar flokki héldu þing sæt­ um sín um. Rík is stjórn var mynd uð fljót lega eft ir kosn ing ar og hófst þá vin áttu sam band Sjálf stæð is flokks og Sam fylk ing ar. Rík­ is stjórn var mynd uð með gríð ar sterk um meiri hluta á þingi. Stjórn in er enn að slíta barns skón um. Henn ar bíða þó frem­ ur stremb in úr lausn ar efni sem eink um fel ast í að mýkja sem mest lend ingu þjóð ar skút unn ar eft ir mesta þenslu skeið Ís­ lands sög unn ar. Blik ur eru á lofti í stór um mál um sem eink­ um snúa að vöxt um, verð trygg ingu, fram tíð minnsta gjald­ mið ils heims; krón unn ar, hags muna mál eldra fólks og ör yrkja sem eng an veg in bera úr bít um það sem eðli legt má telj ast og á fram mætti telja. Á stæða er til að óska rík is stjórn vel farn­ að ar í mörg um erf ið um mál um sem bíða úr lausn ar en hvetja jafn framt minni hluta flokk ana til mál efna legr ar og á kveð inn ar bar áttu og virks að halds á þingi. Þar er ekki átt við mál eins og þau hvort unga börn eru klædd í bleikt eða blátt! Enn sem fyrr er mik il vægt að brýna það fyr ir fólki að láta í sér heyra, benda stjórn mála mönn um á hags muna mál sín og sinna svæða og sofa aldrei á verð in um á neinn hátt. Mun­ um það að þing menn eru full trú ar fólks ins, þjóð kjörn ir til að setja lög og gæta sann girni gagn vart öll um hóp um sam fé lags­ ins. Það er ágæt leið til að ná at hygli þeirra að beina at huga­ semd um og fyr ir spurn um til þeirra í gegn um fjöl mið il eins og Skessu horn. Hlut verk blaðs ins er, auk þess að miðla frétt um og efni um lands hlut ann, að vera málsvari fólks ins sem bygg ir Vest ur land. Slík an málsvara er afar brýnt að fólk standi vörð um hér eft ir sem hing að til. Fíkni efna akst ur Bæði já kvæð ar frétt ir og nei kvæð ar bár ust úr um ferð inni. Þær já kvæðu eru að færri mjög al var leg slys urðu á þjóð veg­ un um. Þó vor um við ekki laus við slæm ar frétt ir á þeim vett­ vangi. Ung ur mað ur fórst í sum ar í á rekstri stræt is vagns og mót or hjóls í Hval fjarð ar sveit og mað ur á miðj um aldri slas­ að ist al var lega þeg ar hann ók fjór hjóli á klett í Borg ar firði. Þá slas að ist kona mik ið þeg ar hún velti bíl sín um við Helln ar í á gúst. Auk þess varð fjöldi ann arra slysa en flest þó ekki eins al var leg. Þá bár ust nær allt árið fregn ir af því að sí fellt fleiri aka und ir á hrif um á feng is og fíkni efna. Það ber að fagna því að lög reglu tekst að hafa hend ur í hári slíkra tif andi tíma sprengja í um ferð inni, en lasta þá sem setj ast und ir stýri í á standi þar sem þeir stofna sjálf um sér og öðr um í stór hættu. Enn þarf að herða við ur lög við slíku at hæfi. Skóla starf blóm legt Í haust tók Mennta skóli Borg ar fjarð ar til starfa og flyt ur á nýju ári í nýtt hús næði við Borg ar braut í Borg ar nesi. Þannig má segja að auk ist hafi náms fram boð og mögu leik ar ung­ menna á svæð inu til náms. Skól inn bæt ist í hóp fram sæk­ inna fram halds skóla á Vest ur landi og ber að fagna því mikla fram boði sem ungt fólk á Vest ur landi hef ur til náms í heima­ byggð. Í haust sögð um við frá blóm legri starf semi skóla stofn­ ana á öll um skóla stig um á Vest ur landi. At hygli vöktu töl ur um fjölda náms fólks sem þá sett ist á skóla bekk. Það kom í ljós að vel yfir þriðj ung ur allra íbúa Vest ur lands, eða 5621 manns voru í skóla. Þetta skipt ist þannig að 854 börn voru í leik skól­ um og er þá reikn að með börn um frá 2­5 ára ald urs skv. þjóð­ skrá. Í 13 grunn skól um á Vest ur landi voru skráð ir 2447 nem­ end ur til náms, í þrjá fram halds skóla lands hlut ans á Akra nesi, í Borg ar nesi og í Grund ar firði voru skráð ir 970 nem end ur og í há skól ana á Bif röst og Hvann eyri voru um 1350 nem end­ ur, þar af 1000 á Bif röst og á fjórða hundrað ið á Hvann eyri. Á Vest ur landi bjuggu þá ríf lega 15.000 í bú ar og sýndu þess­ ar töl ur því að á að giska þriðj ung ur þeirra sit ur á skóla bekk, ein hver fjöldi var í fjar námi t.d. á Bif röst og átti því ekki lög­ heim ili hér. Ef allt starfs fólk sem vinn ur við skóla stofn an ir á Vest ur landi og þjón ustu þeim tengd ar er talið með er ljóst að skól ar og skóla starf er gríð ar lega veiga mik ill þátt ur í at­ vinnu lands hlut ans. Rétt er að geta þess að hér er ekki nefnd­ ur sá fjöldi sem sæk ir nám í tón list ar skól um, hjá Sí mennt un­ ar mið stöð Vest ur lands eða sæk ir ann að nám. Þessi mikli fjöldi skóla fólks og sú breidd sem finna má í náms fram boði hér er tví mæla laust sér staða Vest ur lands sem gef ur svæð inu gríð ar­ mik il tæki færi á kom andi árum um fram aðra lands hluta. Sitj um eft ir í vega bót um Ó hætt er að segja að þrátt fyr ir mikla þörf, sé með öllu ó ljóst hvenær nauð syn leg um vega bót um á og að Vest ur landi verði við kom ið. Lands hlut inn er að verða á eft ir í þeim efn­ um. Á ár inu sögð um við frá því að Um hverf is stofn un leggst gegn vegi um Grunna fjörð í Hval fjarð ar sveit og að ekki hef ur tek ist að vinna þeirri eðli legu vega bót fylg is. Mál ið er lík lega dautt eins og ein hver orð aði það. Þá hef ur orð ið ó trú leg seink­ un á fram lög um til hönn un ar og fyrstu skrefa að gerð Sunda­ braut ar, sem vissu lega mun gagn ast Vest lend ing um afar vel. Vega bæt ur á Vest ur lands vegi, ann að hvort tvö föld un veg ar ins eða svoköll uð 2+1 leið þar sem akst ursleið ir yrðu að greind­ ar, virð ast ekki vera of ar lega á for gangs lista rík is stjórn ar inn ar sem nú sit ur við völd. Þing menn kjör dæm is ins, sveit ar stjórn­ ar fólk og aðr ir hags muna að il ar þurfa greini lega að beita sér meira í þeim mál um til að ár ang ur eigi að nást. Um ferð um Vest ur lands veg frá Reykja vík og a.m.k. í Borg ar nes er gríð ar­ lega mik il og þung og er nú svo kom ið að þetta er einn hættu­ leg asti veg ar kafli lands ins. Þá hafa töl ur um um ferð um Hval­ fjarð ar göng sýnt að ekki er leng ur til set unn ar boð ið í gerð nýrra ganga, nú ver andi mann virki munu ekki anna um ferð­ inni í fram tíð inni. Þá barst á ár inu fjöldi kvart ana frá í bú um um lít ið við hald stofn­ og tengi vega víða á Vest ur landi. Borg­ firð ing ar hafa að lík ind um set ið eft ir í upp bygg ingu vega mið­ að við aukn ingu á um ferð um afar slæma „troðn inga“ víðs veg­ ar um hér að ið. Einn íbúi tók sig til á ár inu og var aði veg far­ end ur með skilti við því að fara um veg inn heim til sín. Land hreins un Mörg um er í fersku minni þeg ar Rúss ar gerðu fyr ir nokkrum árum strand högg í göml um bíla flota Ís lend inga og fluttu úr landi heilu skips farmana af bíl um til dæm is af Lödu­ gerð. Fyrr á ár inu fór fram svip uð land hreins un en að þessu sinni á drátt ar vél um. Pól verj ar gerðu mik ið strand högg á ár­ inu hér á landi. Ekki ein vörð ungu að þeir héldu uppi starf­ semi heilu fyr ir tækj anna sér stak lega í bygg ing ar iðn aði, þá fór flokk ur landa þeirra um sveit ir lands ins og safn aði göml um og lít ið not uð um drátt ar vél um af eð al gerð um á borð við Zetor og Ursus í mis jöfnu á sig komu lagi. Nú er svo kom ið að gaml ar vél ar af þess um gerð um finn ast vart leng ur í sveit um lands ins, Vest ur land 2007 í máli og mynd um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.