Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2007, Blaðsíða 43

Skessuhorn - 19.12.2007, Blaðsíða 43
43 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER Í Klapp ar holti í Borg ar hreppi hin um forna býr Þórð ur Brynjars­ son sagna þul ur. Í mynd okk ar flestra af sagna þul um er sú að þeir séu full orðn ir, jafn vel grá hærð­ ir með skegg, en Þórð ur er að eins ný lega sex ára. Hann kann ekki al­ veg að lesa en lær ir vís ur, rím ur og sög ur með því að hlusta. Anna Lísa Hilm ars dótt ir, móðir drengsins seg ir strák alltaf hafa ver ið hrif­ inn af göml um sög um og að því leiti hafi hann ver ið gam all frá fæð­ ingu. Hann hafi ver ið um þriggja ára gam all þeg ar hann lærði fyrstu vís urn ar sem hann þarf ein ung­ is að heyra nokkrum sinn um, þá kann hann þær. Kotrosk inn strák ur með hár nið ur und ir herð ar heils­ ar blaða manni þeg ar kom ið var inn fyr ir dyrn ar í Klapp ar holti á dög­ un um. Snagg ara leg ur minn ir hann á lít inn vík ing að ekki sé tal að um þeg ar líð ur á sam tal ið og kafl ar úr höf uð bók mennt un um flæða fram á forntung unni. Þar sem Þórð ur flutti jóla sveina vís ur Jó hann es ar úr Kötl um á að ventu kvöldi í Búð ar dal síð asta fimmtu dag ligg ur bein ast við að byrja á því að spyrja hvenær hann lærði þær. Gunn ars rím ur skemmti leg ast ar „Ég er löngu bú inn að læra þess­ ar vís ur,“ seg ir Þórð ur, „ég þurfti að eins bara að rifja þær upp fyr ir kvöld ið.“ Þórð ur fer með upp haf ið eins og ekk ert sé. „ Segja vil ég sögu af svein un um þeim, sem brugðu sér hér forð um á bæ ina heim.“ „Hins veg ar kann ég ekki al veg kvæð ið um Grýlu, þú veist; „ Grýla hét tröll­ kerl ing leið og ljót.“ Mér fannst Grýla svo ljót á mynd inni í bók­ inni að mig lang aði ekk ert til að læra hana. Ég var svo lít ið feim inn þeg ar ég var að fara með vís urn ar í Búð ar dal, en það var allt í lagi samt,“ seg ir Þórð ur þeg ar hann er spurð ur um hvort ekk ert sé erfitt að standa fyr­ ir fram an fullt af fólki og fara með vís ur. Hann bæt ir við að sér finn­ ist venju leg ar vís ur skemmti leg ast­ ar en við nán ari um hugs un séu það kannski rím ur. „Ég kann til dæm­ is Gunn ars rím ur, sem eru um það þeg ar Gunn ar á Hlíð ar enda var í bar daga úti í Nor egi og eign að­ ist at geir inn. Hann er upp á halds forn kapp inn minn. Hann var bæði sterk ur og góð ur að beita vopn­ um.“ Nú þyl ur Þórð ur lýs ingu á Gunn ari beint upp úr Brennunjáls­ sögu eins og ekk ert sé þar sem auð­ vit að kem ur að því að hetj an hafi stokk ið hæð sína í öll um her klæð­ um, bæði á fram og aft urá bak. Síð­ an er tek ið við að kveða bút úr upp­ á halds rímun um. Kvæða mað ur inn settur sig í stell ing ar og kvæða lag ið hljóm ar um stof una. Rím urn ar lær­ ir Þórð ur með því að hlusta á disk með Stein dóri And er sen. Þar kveð­ ur Stein dór ýms ar stemm ur sem Þórð ur lær ir með því að hlusta. Skúla skeið, Lax dæla og Egla „Ég kann líka fleiri kvæði eins og Skúla skeið en er svo lít ið ryðg að ur í end an um þar sem seg ir eitt hvað um „heigð ur Húsa fells í túni,“ ég á eft­ ir að læra það. Ég er ekki bú inn að læra að lesa en pabbi, mamma og Rósa í Svigna skarði lesa fyr ir mig og þannig læri ég það sem ekki er hægt að hlusta á af geisla disk um.“ Blaða mað ur spyr um bæi í Döl um sem eru í sögu sviði Lax dælu, hvort Þórð ur viti hver bjó þar. „Ég veit hvar Kjart ans steinn er, svar ar Þórð­ ur að bragði. „Svo þekki ég Hrúts­ staði þar bjó Hrút ur og Hösk ulds­ staði þar sem Hösk uld ur var og svo auð vit að Hjarð ar holt þar sem Ó laf­ ur pá bjó. Við eig um Lax dælu og fleiri skemmti leg ar bæk ur sem hef­ ur ver ið les ið fyr ir mig úr.“ Þórð­ ur hleyp ur til og nær í Lax dælu og Gylfag inn ingu. Talið berst einnig að Agli Skalla gríms syni sem kunni rím ur og samdi vís ur og drap mann á kapp leikj um við Hvít ár velli þeg ar hann var sex ára. Þór upp á halds guð inn Þeg ar talið berst að Gylfag inn­ ingu er ekki kom ið að tóm um kof­ an um hjá Þórði. Hann flett ir bók­ inni og sýn ir blaða manni hverja per són una á fæt ur annarri og rek­ ur í gróf um drátt um hvað ger ist á hverri blað síðu. Upp á halds guð inn er þrumuguð inn Þór sem hann vill ekki meina að hafi ver ið geð vond­ ur, held ur bara orð ið reið ur og svo ekk ert meir. „Ég veit allt um Ginn­ ungagap og einnig Ragnarök. Þá drep ur Þór Mið garðsorminn og dett ur síð an dauð ur nið ur sjálf ur. Mér finnst líka skemmti leg sag an þeg ar Þór fer út á sjó með bónda nokkrum og hef ur nauts haus í beitu og set ur á akk er ið. Þá bít ur Mið­ garðsorm ur á en Þór tekst ekki að henda Mjölni í hann því að bónd­ inn varð svo hrædd ur að hann skar á akk er is fest ina áður en Þór gat gert neitt.“ Venju legt dót, plast drasl Snáði sem hef ur gam an af forn­ sög um og per són um þess tíma hef­ ur að lík ind um einnig gam an af því sem not að var þá. Enda kem ur í ljós að Þórð lang ar mest í al menni leg an boga og sverð. „Ég hef séð flott an boga og myndi vilja eiga svo leið is. Siggi á Vatni á einn en það er verst að svo leið is bog ar eru ekki gerð­ ir fyr ir börn. Bog inn hans Sigga er mik ið stærri en ég. Mig lang­ ar ekk i í neitt úr nýju dóta búð inni í Reykja vík. Þar er bara selt plast­ drasl sem verð ur ó nýtt strax. Ef ég gæti ráð ið vildi ég líka eign ast sverð úr spýtu því að sverð úr járni er lík­ lega of þungt fyr ir mig núna. Ég á reynd ar sverð og skjöld sem ég not­ aði á Ei ríks stöð um í sum ar. Það er allt í lagi, en mig lang ar í boga, sko al menni leg an.“ Eldsmið ur og fram tíð in Þórð ur byrj aði í fyrsta bekk í haust. Hann er ekki al veg orð inn læs en það er stutt í það og ætl­ ar að drífa sig svo hann geti les ið bæði sög ur og rím ur sjálf ur. Hins­ veg ar finnst hon um ekk ert sér stak­ lega gam an í reikn ingi en væri al­ veg til í að læra að skrifa með fjöð­ ur staf og nota blek sem soð ið er úr seiði af sortu lyngi. Þeg ar talið berst að fram tíð inni seg ist hann vilja verða járn smið ur. „Eða eig in lega eldsmið ur. Þá get ég smíð að sjálf­ ur sverð og svo leið is. Ég sá nefni­ lega mann á Ei ríks stöð um sem er eldsmið ur. Það finnst mér flott og er að spá í að læra það,“ sagði Þórð­ ur Brynjars son að lok um. bgk Sex ára vík ing ur og sagna þul ur af Guðs náð Þórð ur Brynjars son kveð ur rím ur á Aðventukvöldinu í Búð ar dal í lið inni viku. Ljósm. bae. Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.