Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 70

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR vitneskju sem hann hafði fengið í starfi sínu og leynt átti að fara. Samkvæmt 27. og 28 gr. læknalaga nr. 53/1988 má áminna eða svipta lækni leyfi brjóti hann gegn ákvæðum læknalaga svo sem með lausmælgi um einkamál sem hann hefur komist að sem læknir. Brot gegn ákvæðum læknalaga varða auk sviptingar lækningaleyfis sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. 30. gr. laganna. Þá getur brot á þagnarskyldu bakað þeim aðila fjártjón er hinar viðkvæmu upp- lýsingar snertu. Af því tilefni getur hann krafist skaðabóta ef uppfyllt eru önnur bótaskilyrði almennu sakarreglunnar (17,18). Hann kann einnig að geta krafið vinnuveitanda hins brotlega um skaðabæt- ur á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar. Loks kann aðili að eiga rétt til bóta fyrir miska skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. 7. Samtenging skráa með h e i I suf arsu pplýsi ngu m Lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, kveða ekki einvörð- ungu á um hvenær heimilt er að skrá kerfis- bundið persónuupplýsingar heldur kveða lögin einnig á um skilyrði fyrir ákveðinni vinnslu. Þannig er lagt bann við því að skrár séu samtengdar nema um sé að ræða skrár sama skráningaraðila, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1989. Með sama aðila er hér átt við sama einstakling, fyrirtæki, félag eða stofn- un hins opinbera. Með samtengingu er jafnt átt við vélræna sem handunna færslu upp- lýsinga milli skráa. Ef ætlunin er við vís- indarannsókn að tengja saman heilsufars- upplýsingar frá fleiri en einni stofnun eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanni þarf því sérstakt leyfi tölvunefndar standi ekki sérstök lagaheimild til samtenging- arinnar eða upplýst samþykki viðkomandi sjúklinga. Frá framangreindri reglu er þó sú und- antekning að heimilt er að tengja við skrá upplýsingar um nafn, nafnnúmer, kenni- tölu, fyrirtækjanúmer, heimilisfang, aðsetur og póstnúmer enda þótt slíkar upplýsingar séu sóttar í skrár annars aðila. Tölvunefnd getur veitt sérstaka heimild til að tengja saman skrár þar sem lög heim- ila það ekki sérstaklega. Skal þá ótvírætt að þeir hagsmunir, sem ætlunin er að vernda með samtengingunni vegi þyngra en tillitið til hagsmuna hinna skráðu. Tölvunefnd get- ur bundið heimild til samtengingar nánari skilyrðum þar með talið skilyrðum um það hvernig upplýsingarnar verði notaðar og að skýra beri hinum skráða frá því að sam- tenging kunni að fara fram. Brot á bannákvæðum laga nr. 121/1989 við samtengingu skráa varða fésektum eða fangelsi allt að þremur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, sbr. a-lið 1. mgr. 37. gr. laganna. 8. Flutningur heilsufarsupplýsinga úr landi Kerfisbundin söfnun og skráning persónu- upplýsinga, þar með talin lífsýni, hér á landi til geymslu eða úrvinnslu erlendis er óheim- il. Tölvunefnd getur þó heimilað hana ef sérstaklega stendur á. Skrá eða frumgögn, sem geyma sérstaklega viðkvæmar per- sónuupplýsingar, svo sem heilsufarsupplýs- ingar, má heldur ekki láta af hendi til geymslu eða úrvinnslu erlendis nema sam- þykki tölvunefndar komi til, sbr. 27. gr. laga nr. 121/1989. Tölvunefnd má því aðeins veita framangreind Ieyfi að hún telji að af- hending skráa eða gagna skerði ekki til muna þá vemd sem lög nr. 121/1989 búa skráðum mönnum eða lögpersónum. Brot á framangreindum ákvæðum varða fésektum eða fangelsi allt að þremur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, sbr. f-lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 121/1989. 9. Leyfi tölvunefndar til vinnslu heilsufarsupplýsinga í þágu vísindarannsókna 9.1. Inngangur Til þess að mega stunda vísindarannsókn á heilbrigðissviði getur heilbrigðisstarfsmað- ur þurft nokkur leyfi, allt eftir eðli rann- sóknarinnar. Þannig þarf heilbrigðisstarfs- maður til dæmis að afla sér leyfis vísinda- siðanefndar eða siðanefndar sjúkrahúss eða heilsugæslustöðvar allt eftir ákvæðum reglu- gerðar nr. 552/1999 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. I 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er tekið fram að mat vísindasiðanefndar eða siðanefndar á rannsókninni verði að hafa leitt í ljós að vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið mæli ekki gegn framkvæmd hennar. Ef um klínískar rannsóknir á lyfjum er að ræða þarf að afla leyfis lyfjanefndar ríkisins, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 4. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Ef óskað er aðgangs að sjúkraskrám í þágu vísindarannsóknar þar sem upplýsts sam- þykkis sjúklings er ekki krafist, hefur í framkvæmd yfirleitt verið áskilið af hálfu tölvunefndar að fyrir liggi samþykki bærs vörslumanns sjúkraskráa um að hann sam- þykki að veita aðgang að sjúkraskrám í þágu umræddrar vísindarannsóknar. Loks þarf til leyfi tölvunefndar. Fyrst þegar heilbrigðisstarfsmaður hefur aflað sér allra nauðsynlegra leyfa er honum heimilt að hefja vísindarannsókn á heil- brigðissviði. Nái hann ekki að afla allra til- skilinna leyfa heldur einvörðungu sumra er heilbrigðisstarfsmanni óheimilt að fram- kvæma vísindarannsóknina. Hér á eftir verður einvörðungu vikið að þeim leyfum er tölvunefnd veitir til vísinda- rannsókna. Umfjöllunin afmarkast þó við þá þætti sem hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri. 9.2. Hvað er vísindarannsókn? í 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, kemur fram skilgreining á hug- takinu vísindarannsókn í skilningi þeirra laga. Þar segir að vísindarannsókn sé rann- sókn, sem gerð er til að auka við þekkingu, sem meðal annars geri það kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma. íslensk lög hafa ekki að geyma eina al- menna skilgreiningu á hugtakinu „vísinda- rannsókn". í störfum sínum á undanförnum árum og fyrir setningu laga um réttindi sjúklinga hefur tölvunefnd lagt til grund- vallar að vísindarannsóknir, sem eru leyfis- skyldar samkvæmt ákvæðum laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, séu rannsóknir á mönnum eða háttsemi þeirra, sem framkvæmdar eru til þess að skapa nýja þekkingu eða auka við þekkingu sem fyrir er (19). I framkvæmd hefur komið upp vafi um af- mörkun á vísindarannsóknum annars vegar og hins vegar öðrum rannsóknum, sem mögu- lega geta talist þáttur í stjómsýslu þeirra sem sjá um meðferð og hjúkrun sjúklinga. Yfir allan vafa er hafið að þjónusturann- sóknir sem gerðar eru til þess að fyrirbyggja eða greina sjúkdóm hjá tilteknum sjúklingi, hjúkra honum eða veita honum meðferð, eru að sjálfsögðu ekki leyfisskyldar sam- kvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsingar. Meiri vafi hefur hins vegar komið upp um rannsóknir sem mögulega geta talist þáttur í stjórnsýslu heilbrigðisstofnunar, til dæmis rannsóknir sem taldar eru liður í gæðastjórnun hlutaðeigandi stofnunar. Rannsóknir og eftirlit sem talist getur liður í hefðbundinni stjórnsýslu heilbrigðis- 292 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.