Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2000, Page 16

Læknablaðið - 15.07.2000, Page 16
r FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNIN GAR Table I. Association ofteft ventricular hypertrophy to several risk factors among men and women, prevaience cohort at the time of the diagnosis, adjusted for other cardiovascular risk factors. p-value Odds ratio 95% confidence interval Risk factor men women men women men women Age (years) <0.001 0.001 1.04 1.05 1.02-1.05 1.02-1.09 Systolic blood pressure (mmHg) 0.004 0.001 1.02 1.04 1.01-1.03 1.02-1.05 Silent Ml 0.006 3.18 1.39-7.27 ST-T changes <0.001 3.06 2.14-4.38 Table II. Predictive factors of the appearance of left ventricular hypertrophy among men and women, incidence cohort at the stage before the diagnosis, adjusted for other cardivascular risk factors. p-value Incidence ratio 95% confidence interval Risk factor men women men women men women Age (years) 0.06 0.064 1.02 1.04 1.00-1.05 1.00-1.09 Systolic blood pressure (mmHg) <0.001 <0.001 1.01 1.03 1.01-1.02 1.01-1.04 Heavy smoking (>25 cigar./day) Angina with ECG 0.003 0.62 0.36 0.73 0.18-0.71 0.22-2.49 changes 0.03 2.33 1.08-5.02 Figure 5. Coronary mor- tality. Survival curves among men with and with- out left ventricular hyper- trophy at different time points after diagnosis of left ventricular hyper- trophy after adjusting for known risk factors, preva- lence cohort (Hazard ratio 1.17; 95% conftdence interval 0.84-1.64). Figure 6. Coronary mor- tality. Survival curves among women with and without left ventricular hypertrophy at different points after diagnosis of left ventricular hyper- trophy after adjusting for known riskfactors, preva- lence cohort (Hazard ratio 3.07; 95% conftdence interval 1.50-6.31). þættir um uppkomu þykknunar meðal beggja kynja. Miklar reykingar reyndust verndandi; nýgengishlut- fall, áhættuhlutfall: 0,36; 95% vikmörk: 0,18-0,71. Saga um hjartaöng með hjartaritsbreytingum reynd- ist einnig forspárþáttur meðal karla; áhættuhlutfall: 2,33; 95% vikmörk: 1,08-5,02 (tafla II). Þyngd, reyk- ingar aðrar en miklar og fyrri greining kransæða- stíflu, hjartakveisa samkvæmt spurningalista og án hjartaritsbreytinga voru ekki forspárþættir um þykknun á vinstri slegli. Lifun þátttakenda með þykknun á vinstri slegli: Um 13% kvenna og 16% karla sem boðið var til hóp- rannsóknarinnar á tímabilinu 1967 til ársloka 1991 reyndust látin um miðbik fimmta áfanga (1. apríl 1986 meðal karla og 1. júlí 1989 meðal kvenna). Ekki er munur á heildarlifun karla með eða án þykknunar á vinstri slegli; áhættuhlutfall (Hazard ratio, HR): 1,18; 95% vikmörk: 0,96-1,45. Mynd 5 sýnir að ekki er heldur munur á lifun karla varðandi kransæðadauða; áhættuhlutfall: 1,17; 95% vikmörk: 0,84-1,64. Varðandi kransæðadauða eru lífshorfur kvenna með þykknunina hins vegar verri eftir því sem frá líður frá greiningu hennar borið saman við konur án þykknunar á vinstri slegli; áhættuhlutfall: 3,07: 95% vikmörk: 1,50-6,31 (mynd 6). Sömu niður- stöður sjást varðandi heildarlifun kvenna, lifun kvenna með þykknunina er verri en hinna; áhættuhlutfall: 2,17; 95% vikmörk: 1,36-3,48. Efnisskil Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að algengi þykknunar á vinstri slegli samkvæmt Minne- sota Code var mun hærra meðal karla en kvenna og jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Nýgengi þykknunarinnar fór lækkandi meðal karla á rann- sóknartímanum en var að jafnaði hæst meðal elstu aldurshópanna. Þögul kransæðastífla og ST-T breytingar á hjarta- riti voru tengd aukinni tíðni þykknunar á vinstri slegi meðal karla. Hjartaöng án hjartaritsbreytinga var forspárþáttur um tilkomu þykknunar á vinstri slegli meðal karla en miklar reykingar karla reyndust verndandi gegn tilkomu þykknunar. Konur með þykknun á vinstri slegli höfðu verri lifun en konur í samanburðarhópi og dóu oftar úr kransæðasjúkdómi. Rétt er að benda á að nýgengishópurinn var mjög fámennur, sérstaklega meðal kvenna, auk þess sem tímabilið á milli ólíkra áfanga Hjartaverndarrann- sóknarinnar var oft langt, allt að sjö árum. Því er ef til vill hæpið að tala um nýgengi í sumum tilfellum þykknunar á vinstri slegli ef í raun er langt síðan við- komandi fékk þykknun. Því til stuðnings er einnig rétt að benda á að þykknun á vinstri slegli getur einnig gengið til baka og eykur það á ónákvæmni ný- gengisgreiningar þykknunarinnar (14) Athyglisvert er, að þó að vissulega hafi fundist tengsl þykknunar á vinstri slegli við aldur og háþrýst- ing meðal beggja kynja í forspárþáttgreiningu, eru þau ekki sláandi marktæk samkvæmt niðurstöðun- um. Hugsanlega er þetta vegna nokkuð lækkandi ný- gengis á rannsóknartímanum. Þetta er ólíkt því sem hefur sést í ýmsum sambærilegum rannsóknum áður (3,4,15-18). Aður hefur verið sýnt fram á tengsl þykknunar á vinstri slegli við ýmsa áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og að við meðferð háþrýst- ings dragi úr þyngd vinstri slegils og gáttar auk þess að dragi úr líkum á kransæðasjúkdómi (4,16,19,20). Röntgenmynd er talin ónæm og ósértæk aðferð til 492 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.