Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 16
r FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNIN GAR Table I. Association ofteft ventricular hypertrophy to several risk factors among men and women, prevaience cohort at the time of the diagnosis, adjusted for other cardiovascular risk factors. p-value Odds ratio 95% confidence interval Risk factor men women men women men women Age (years) <0.001 0.001 1.04 1.05 1.02-1.05 1.02-1.09 Systolic blood pressure (mmHg) 0.004 0.001 1.02 1.04 1.01-1.03 1.02-1.05 Silent Ml 0.006 3.18 1.39-7.27 ST-T changes <0.001 3.06 2.14-4.38 Table II. Predictive factors of the appearance of left ventricular hypertrophy among men and women, incidence cohort at the stage before the diagnosis, adjusted for other cardivascular risk factors. p-value Incidence ratio 95% confidence interval Risk factor men women men women men women Age (years) 0.06 0.064 1.02 1.04 1.00-1.05 1.00-1.09 Systolic blood pressure (mmHg) <0.001 <0.001 1.01 1.03 1.01-1.02 1.01-1.04 Heavy smoking (>25 cigar./day) Angina with ECG 0.003 0.62 0.36 0.73 0.18-0.71 0.22-2.49 changes 0.03 2.33 1.08-5.02 Figure 5. Coronary mor- tality. Survival curves among men with and with- out left ventricular hyper- trophy at different time points after diagnosis of left ventricular hyper- trophy after adjusting for known risk factors, preva- lence cohort (Hazard ratio 1.17; 95% conftdence interval 0.84-1.64). Figure 6. Coronary mor- tality. Survival curves among women with and without left ventricular hypertrophy at different points after diagnosis of left ventricular hyper- trophy after adjusting for known riskfactors, preva- lence cohort (Hazard ratio 3.07; 95% conftdence interval 1.50-6.31). þættir um uppkomu þykknunar meðal beggja kynja. Miklar reykingar reyndust verndandi; nýgengishlut- fall, áhættuhlutfall: 0,36; 95% vikmörk: 0,18-0,71. Saga um hjartaöng með hjartaritsbreytingum reynd- ist einnig forspárþáttur meðal karla; áhættuhlutfall: 2,33; 95% vikmörk: 1,08-5,02 (tafla II). Þyngd, reyk- ingar aðrar en miklar og fyrri greining kransæða- stíflu, hjartakveisa samkvæmt spurningalista og án hjartaritsbreytinga voru ekki forspárþættir um þykknun á vinstri slegli. Lifun þátttakenda með þykknun á vinstri slegli: Um 13% kvenna og 16% karla sem boðið var til hóp- rannsóknarinnar á tímabilinu 1967 til ársloka 1991 reyndust látin um miðbik fimmta áfanga (1. apríl 1986 meðal karla og 1. júlí 1989 meðal kvenna). Ekki er munur á heildarlifun karla með eða án þykknunar á vinstri slegli; áhættuhlutfall (Hazard ratio, HR): 1,18; 95% vikmörk: 0,96-1,45. Mynd 5 sýnir að ekki er heldur munur á lifun karla varðandi kransæðadauða; áhættuhlutfall: 1,17; 95% vikmörk: 0,84-1,64. Varðandi kransæðadauða eru lífshorfur kvenna með þykknunina hins vegar verri eftir því sem frá líður frá greiningu hennar borið saman við konur án þykknunar á vinstri slegli; áhættuhlutfall: 3,07: 95% vikmörk: 1,50-6,31 (mynd 6). Sömu niður- stöður sjást varðandi heildarlifun kvenna, lifun kvenna með þykknunina er verri en hinna; áhættuhlutfall: 2,17; 95% vikmörk: 1,36-3,48. Efnisskil Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að algengi þykknunar á vinstri slegli samkvæmt Minne- sota Code var mun hærra meðal karla en kvenna og jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Nýgengi þykknunarinnar fór lækkandi meðal karla á rann- sóknartímanum en var að jafnaði hæst meðal elstu aldurshópanna. Þögul kransæðastífla og ST-T breytingar á hjarta- riti voru tengd aukinni tíðni þykknunar á vinstri slegi meðal karla. Hjartaöng án hjartaritsbreytinga var forspárþáttur um tilkomu þykknunar á vinstri slegli meðal karla en miklar reykingar karla reyndust verndandi gegn tilkomu þykknunar. Konur með þykknun á vinstri slegli höfðu verri lifun en konur í samanburðarhópi og dóu oftar úr kransæðasjúkdómi. Rétt er að benda á að nýgengishópurinn var mjög fámennur, sérstaklega meðal kvenna, auk þess sem tímabilið á milli ólíkra áfanga Hjartaverndarrann- sóknarinnar var oft langt, allt að sjö árum. Því er ef til vill hæpið að tala um nýgengi í sumum tilfellum þykknunar á vinstri slegli ef í raun er langt síðan við- komandi fékk þykknun. Því til stuðnings er einnig rétt að benda á að þykknun á vinstri slegli getur einnig gengið til baka og eykur það á ónákvæmni ný- gengisgreiningar þykknunarinnar (14) Athyglisvert er, að þó að vissulega hafi fundist tengsl þykknunar á vinstri slegli við aldur og háþrýst- ing meðal beggja kynja í forspárþáttgreiningu, eru þau ekki sláandi marktæk samkvæmt niðurstöðun- um. Hugsanlega er þetta vegna nokkuð lækkandi ný- gengis á rannsóknartímanum. Þetta er ólíkt því sem hefur sést í ýmsum sambærilegum rannsóknum áður (3,4,15-18). Aður hefur verið sýnt fram á tengsl þykknunar á vinstri slegli við ýmsa áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og að við meðferð háþrýst- ings dragi úr þyngd vinstri slegils og gáttar auk þess að dragi úr líkum á kransæðasjúkdómi (4,16,19,20). Röntgenmynd er talin ónæm og ósértæk aðferð til 492 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.