Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA
Table IV. Standardized risk ratio (SRR) and 95% confidence intervals (Cl) for all
disabllity pension (assessed disability 50%, 65% and more than 75%) in 1976 and
1996 according to selected main groups ofdiseases (ICD) *.
Women Men
Groups of diseases SRR 95% Cl SRR 95% Cl
Infections 0.08 (0.05;0.11) 0.08 (0.06;0.12)
Malignant neoplasms Endocrine, nutritional and 1.23 (0.99;1.53) 3.61 (2.44:5.33)
metabolic diseases 1.00 (0.79;1.26) 1.76 (1.29;2.47)
Mental disorders Diseases of the nervous 1.09 (1.00;1.18) 1.19 (1.08;1.31)
system and sense organs 0.99 (0.87;1.13) 0.82 (0.70;0.96)
Diseases of the circulatory system Chronic obstructive pulmonary 0.77 (0.68:0.87) 0.67 (0.58:0.77)
diseases 1.14 (0.92:1.41) 1.32 (1.04:1.67)
Diseases of the digestive system Diseases of the skin and 0.33 (0.24;0.44) 0.40 (0.27;0.61)
subcutaneous tissue Diseases of the musculoskeletal 3.16 (2.05:4.87) 5.62 (3.13:10.09)
system and connective tissue 1.20 (1.09;1.31) 0.97 (0.87:1.09)
Congenital anomalies 1.57 (1.24;1.99) 1.70 (1.29;2.24)
Injury and poisoning 1.25 (1.02;1.53) 0.69 (0.56;0.86)
Other diagnoses 0.50 (0.41:0.61) 0.86 (0.65:1.12)
All diseases 0.95 (0.91:0.99) 0.93 (0.89:0.99)
* International Classification of Diseases
staðlaða áhættuhlutfallið fyrir konur var 0,95 og fyrir
karla 0,93. í hvoru tveggja tilvikinu innihalda 95%
öryggismörkin ekki 1 heilan, þannig að um er að
ræða tölfræðilega marktækar niðurstöður á 5% stigi.
Breytingar fyrir einstaka sjúkdómaflokka eru
hliðstæðar þeim breytingum sem sjást þegar einungis
er horft á þá sem hafa örorku yfir 75% , en hér eru
áhættuhlutföllin lægri.
Umræða
Örorka í heild meðal kvenna sem karla er marktækt
fátíðari árið 1996 heldur en árið 1976 þegar tekið
hefur verið tillit til fólksfjölda og breyttrar aldurs-
samsetningar þjóðarinnar, það er að segja þegar gerð
er aldursstöðlun við samanburðinn. Aldursstöðlunin
er hefbundin grundvallaraðferð til þess að leiðrétta
skekkjur við samanburð þegar aldursdreifing er ekki
eins í samanburðarhópum og gefur því réttasta mynd
(7). Stefán Guðnason kannaði algengi örorku árið
1962 (8). í rannsókn hans reyndist hrá algengitala
4,7% fyrir fólk á aldrinum 16 til 66 ára þegar litið var
á þá sem höfðu fengið örorku metna yfir 50% (3,7%
með örorku yfir 75% og 1,0% með 50-65% örorku).
Samsvarandi tala úr þessari rannsókn er 5,0% fyrir
fólk á aldrinum 16 til 66 ára (4,2% með örorku yfir
75% og 0,8% með 50-65% örorku) sem er álíka og
hefur komið fram í fyrri rannsókn árið 1996 (2). Með
því að líta á hrá algengitölurnar virðist lítil breyting
hafa orðið á fjölda örorkubótaþega frá árinu 1962 til
ársins 1996, en eins og áður sagði verður ekki gerður
réttur samanburður hér án aldursstöðlunar. (Sama
lagaákvæði gilti fyrir mat á örorku vegna lífeyris-
trygginga almannatrygginga árið 1962 og árið 1996,
en lagaákvæði um endurhæfingarlífeyri kom eins og
áður sagði til sögunnar árið 1989.)
Hins vegar varð marktæk fjölgun á þeim sem
metnir höfðu verið til örorku yfir 75% og marktæk
fækkun á þeim sem metnir höfðu verið til 50% eða
65% örorku. Nokkrar meginskýringar gætu verið á
þessu.
Um gæti verið að ræða breytingar á aðdráttarafli
og örlæti bótakerfisins. Eftir tilkomu tekjutryggingar
örorkulífeyris lækkaði örorkustyrkur (50% eða 65%
örorka) sem hlutfall af örorkulífeyri (örorka yfir
75%). Pessi breyting átti sér hins vegar stað fyrir árið
1976 (með tilkomu tekjutryggingar árið 1971).
Örorkustyrkur sem hlutfall af örorkulífeyri með
tekjutryggingu var 30% árið 1976, en 26% árið 1996
(9) og hafði þannig ekki breyst það mikið að líklegt sé
að áhrif hafi á ásókn í hærra örorkustigið. Hins vegar
höfðu á tímabilinu milli áranna 1976 og 1996 komið til
ný réttindi þeirra sem metnir höfðu verið til örorku
yfir 75%. Frá árinu 1980 gátu þeir framvísað
örorkuskírteini sem lækkaði greiðsluþátttöku þeirra
þegar þeir leituðu læknis (10) eða keyptu lyf (11).
Gera má ráð fyrir að þessi breyting hafi aukið ásókn í
að fá metið hærra örorkustigið og að hún hafi átt
einhvern þátt í framangreindri þróun í átt til hærra
örorkustigs. Auk þess má búast við að aukin þekking
fólks á rétti sínum hafi leitt til aukinnar ásóknar í
örorkulífeyri.
Fjölgun þeirra sem metnir voru til örorku yfir 75%
kynni að öðru leyti að mega rekja til versnandi
heilsufars þjóðarinnar eða breytinga sem orðið hefðu
á vinnumarkaðnum. Hlutfallsleg fækkun örorku-
bótaþega á tímabilinu bendir ekki til þess að heilsufar
þjóðarinnar hafi versnað. A tímabilinu hafði atvinnu-
leysi hins vegar aukist (12,13), atvinnuþátttaka
kvenna aukist (12,13) og áhersla á afköst aukist
umtalsvert, með meiri kröfum um bætta sam-
keppnishæfni fyrirtækja og stofnana (14,15). Þessi
þróun hefur væntanlega dregið úr starfsmöguleikum
fólks sem hefur takmarkaða starfsmenntun og á því
aðeins kost á almennum, ósérhæfðum störfum.
Erlendis hefur sýnt sig að á tímum atvinnuleysis hefur
þeim sem búa við skerta starfsorku í auknum mæli
verið þrýst út af vinnumarkaðnum (15-17). Hér á
landi gæti slík þróun hafa átt þátt í breytingunum á
tíðni örorkustyrks (50-65% örorka) og örorkulífeyris
(örorka yfir 75%) sem hér hefur verið lýst.
Marktæk aukning varð hjá báðum kynjum á
örorku yfir 75%, hjá konum vegna níu af 13 sjúk-
dómaflokkum en hjá körlum vegna sex af 13. Vegna
slysa og eitrana varð marktæk aukning á örorku hjá
konum. Það má væntanlega rekja til aukinnar
atvinnuþátttöku þeirra (12,13). Marktæk minnkun
varð á örorku yfir 75% vegna smitsjúkdóma hjá
báðum kynjum. Hér vegur þyngra fækkun þeirra sem
208 Læknablaðið 2001/87