Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RETTINDI ERLENDRA LÆKNA Erlendir læknar á íslandi Hvaða skilyrði þurfa erlendir læknar að uppfylla til að fá að stunda lækningar hér á landi? Þegar læknadeildin setti reglur fyrir um 15-20 árum um það hvaða skilyrði erlendir læknar þyrftu að uppfylla til að fá íslenskt lækningaleyfi giltu sömu reglur um alla lækna án tillits til ríkisfangs. Læknadeildin tók hins vegar mið af læknisfræði- menntun í þeim löndum sem umsækjandi um lækningaleyfi hafði menntast í. Eftir að íslendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) breyttist þetta og ríkisfang ræður nú mestu um hvaða ákvæði gilda um lækningaleyfi umsækjenda. Ekki er víst að allir viti hvaða reglur gilda um lækningaleyfi erlendra lækna á Islandi. Til að leita svara við því hvaða reglur gilda nú hafði Læknablaðið samband við lögfræðinga Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, þá prófessora í læknadeild sem mest fjalla um málið, og skoðaði umfjöllun erlendra læknablaða um hlið- stæðar reglur. Sólveig Guðmundsdóttir lögfræðingur í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu tók saman svör við nokkrum spurningum Læknablaðsins um réttindi erlendra lækna á Islandi. Einnig hefur Sveinn Magnússon læknir og skrifstofustjóri í ráðuneytinu fjallað um efnið í Læknablaðinu í nokkrum greinum á undanförnum árum og hefur verið stuðst við upplýsingar úr þeim og önnur gögn sem ráðuneytið vísar til. Hvaða reglur gilda á íslandi um lœkningaleyfi lœkna sem hafa ríkisfang innan EES-svœðisins (frá Noregi, Lichtenstein og Evrópsambandslöndunum)? Þær reglur sem gilda um þá koma fram í 1. grein læknalaga. 12. tölulið 1. málsgreinar laganna segir að leyfi til að stunda lækningar á íslandi hafi: „... sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra á lœkningaleyfl í landi sem aðili er að samningi um Evrópskt efnahagssvœði Reglurnar byggja á þeim grunni að þegar samningurinn um Evrópska efnahgssvæðið var samþykktur hafði farið fram víðtækur og ítarlegur samanburður á námi lækna og fleiri heilbrigðisstétta og komist að samkomulagi eftir mikla vinnu að námið í ákveðnum greinum: læknisfræði, hjúkrunar- fræði, ljósmóðurfræðum, tannlækningum og lyfja- fræði, væri það líkt að ekki þyrfti að skoða innihald prófa milli þessara landa eftir að tilskipanir um lækna og fleira hefðu verið samþykktar. Ástæðan er sú að tilskipanirnar sjálfar kveða á um lágmarksmenntun í faginu sem samkomulag var um að þjóðirnar upp- fylltu. Þetta fyrirkomulag auðveldar bæði um- sækjendum og stjórnvöldum landanna að afgreiða umsóknir um starfsleyfi þeirra heilbrigðisstétta sem falla undir sértilskipanir ESB. Hver er venjulegur gangur mála eflœknirfrá landi innan EES leita eftir lœkningaleyfi á íslandi? Ef læknirinn á ríkisborgararétt í landi innan Evrópska efnahagsvæðisins og hefur gilt lækninga- leyfi í heimalandi sínu eða einhverju öðru EES-landi, þá hefur hann leyfi til að stunda lækningar á íslandi samanber framanskráðar upplýsingar. Hann þarf að sækja um íslenskt lækningaleyfi og það getur hann gert með því að snúa sér til afgreiðslu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fá umsóknareyðu- blað. Með umsókninni þarf hann að leggja fram eftirtalin gögn: 1. Staðfestingu á ríkisborgararétti í EES-landi. 2. Yfirlýsingu frá réttum yfirvöldum heimalands umsækjanda um að hann uppfylli kröfur þær sem settar eru innan Evrópusambandslandanna um lágmarksmenntun (tilskipun 93/16/EB, grein 23). 3. Staðfest afrit af prófskírteini/lækningaleyfi (diploma) sem sýnir að læknirinn hafi almennt lækningaleyfi í heimalandi sínu. 4. Staðfest afrit af sérfræðileyfi (ef sótt er um sérfræðileyfi). 5. Vottorð eða staðfestingu þess efnis að læknirinn hafi ekki verið sviptur lækningaleyfi eða það takmarkað (certificate of good standing). Þetta vottorð má ekki vera eldra en þriggja mánaða. 6. Enska þýðingu á öllum framlögðum gögnum, annað hvort staðfesta af þar til bærum yfirvöldum eða þýðingu löggilts skjalaþýðanda. 7. Æviágrip (ekki skylda). Yfirvöldum þess lands sem sótt er um lækningaleyfi í ber skylda til að veita leyfið innan þriggja mánaða sé öllum þessum skilyrðum fullnægt. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, sem sér um leyfisveitinguna, hefur ekki heimild til að gera kröfur um þekkingu á heilbrigðislöggjöf og reglum eða íslenskukunnáttu. Hins vegar er ráðuneytinu skylt að veita umsækjanda upplýsingar um lög og reglur og möguleika til að afla sér nauðsynlegrar íslenskukunnáttu. Þetta hefur verið útfært þannig að ekki megi gera formlega kröfu um íslenskukunnáttu, 238 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.