Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 66
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTINU Ýmís almenn ákvæðí um ávísum lyfja Læknir sem ávísar lyfi sem ekki hefur verið veitt markaðsleyfí fyrir tekur á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi. Honum ber að sýna sérlega aðgát hvað varðar gæði lyfsins, eiturefna-, lyfja- og læknisfræðileg áhrif þess, sem og aukaverkanir og milliverkanir við lyf og annað. Sama máli gegnir, þegar læknir ávísar lyfi við ábendingu eða í skammta- stærðum, sem ekki eru í samræmi við markaðsleyfi þess. Lækni er heimilt að ávísa sjálfum sér með lyfseðli lyfjum til nota í starfi og skal hann þá rita sem notkunarfyrirmæli „Til nota í starfi“. Þá er lækni heimilt á ávísa með lyfseðli lyfjum til nota í lyfjakistur skipa og loftfara eða í sjúkrakassa stofnunar/ fyrirtækis. Geta skal nafns þess, sem ábyrgur er fyrir lyfjunum hjá viðkomandi stofnun/fyrirtæki. Trygg- ingastofnun ríkisins tekur ekki þátt i greiðslu fyrir lyf, sem ávísað er með lyfseðli samkvæmt þessum ákvæðum. Læknanemi með tímabundið lækningaleyfi skal tilkynna lyfjabúðum á viðkomandi starfssvæði um útgáfu og gildistíma slíks leyfis. í tilkynningunni skal koma fram staðfesting landlæknisembættisins á veitingu leyfis, rithandarsýnishorn leyfishafa og læknanúmer. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að lyfseðill, sem læknir gefur út, skal vera ritaður á staðlað eyðublað, sem er að öllu leyti í samræmi við viðauka 1 við reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001. Stærð hans skal vera A-5 og hlutföll einstakra reita vera í samræmi við sýnishorn í viðauka 1 við reglugerðina. Oheimilt er að forprenta annað á lyfseðilseyðublað en það sem gert er ráð fyrir í reglugerðinni. Hann skal prentaður á sérstakan pappír með vatnsmerki (Rx), sem Steindórsprent- Gutenberg veitir nánari upplýsingar um. Lyfjum sem ekki hefur verið veitt markaðsleyfi fyrir skal ávísað með sérstöku eyðublaði. Sækja skal um heimild til notkunar slíkra lyfja til Lyfjastofnunar á eyðublöðum, sem þar fást. Sömu eyðublöð skal nota, þegar ávísað er lyfi, sem er á undanþágulista, samanber lyfjaverðskrá. Nánari upplýsingar um hvernig útfylla á umrætt eyðublað er að finna í Sérlyfjaskrá og á bakhlið eyðublaðsins. Riti læknir ekki lyfseðil eigin hendi, skal hann staðfesta hverja lyfjaávísun með upphafsstöfum sínum, auk dagsettrar undirskriftar. Notkunarfyrirmæli um notkun lyfs skulu vera skýr og greinileg þannig að auðskilið sé fyrir notanda lyfsins hvernig og hvenær nota á lyfið og skal, sé það unnt, greina bæði einstakan skammt og dagsskammt. Þá skal geta þess við hverju lyfið er gefið. Vilji útgefandi lyfseðils ekki heimila breytingu í annað samsvarandi samheitalyf skal hann rita ® fyrir aftan heiti lyfsins. Óski útgefandi að víkja frá viðurkenndum skammti samkvæmt Sérlyfjaskrá skal slíkt auðkennt með áberandi undirstrikun. Óski útgefandi af sérstakri ástæðu að ávísa lyfi í öðru niagni en sem svarar til pakkningastærða, sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir, skal hann gera grein fyrir því með þvf að undirstrika magns lyfsins. Slíkt skal þó heyra til undantekninga. Frá og með 1. júlí 2001 er með öllu óheimilt að nota eldri gerðir lyfseðilseyðublaða. Lyfseðlar útgefnir fyrir þann tíma halda þó gildi sínu. 258 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.