Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 64
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTINU Lyfjamál 93 Pann 1. apríl næstkomandi taka gildi nokkrar nýjar reglugerðir, sem leysa af hólmi reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfseðla, afgreiðslu þeirra og merkingu frá 1998, en alls hafa verðir gerðar á henni 30 breytingar frá útgáfu. Ein þessara nýju reglugerða er reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001. Með henni verða nokkrar breytingar á lyfseðilseyðublaðinu, sem sjást best með því að skoða meðfylgjandi mynd og athugasemdir. Einnig verður tekið upp nýtt lyfseðilseyðublað til ávísunar dýra- lyfjum. Pá hefur verið ákveðið að lyfseðlar skuli prentaðir á pappír, sem inniheldur sérstakt vatnsmerki, til að koma í veg fyrir ólöglega fjölföldun lyfseðla, en fjöldi slíkra tilvika hefur aukist á undanförnum árum, ýmist með skönnun lyfseðla eða ljósritun. Eftir 1. júli 2001 verður notkun eldri lyfseðilseyðublaða óheimil. Af öðrum reglugerðum, sem taka gildi 1. apríl og leysa eldri af hólmi, má nefna reglugerð um heimildir tannlækna til að ávísa Iyfjum nr. 105/2001 og reglugerð um afgreiðslu lyfja, áritun og afhendingu lyfja nr. 91/2001. Þá er væntanleg reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, en með gildistöku hennar breytist eftir- ritunarskylda nokkurra lyfja og má þar til dæmis nefna að flúnítrazepam verður nú eftirritunarskylt. Gildistaka hennar verður 1. apríl. Jafnframt breytist í nokkrum tilvikum magn lyfja, sem heimilað er að ávísa með einum lyfseðli. í Sérlyfjaskrá 2001, sem kemur út í apríl, mun getið allra eftirritunarskyldra lyfja og þess magns, sem læknum er heimilað að ávísa með einum lyfseðli. Texti þessara reglugerða er aðgengilegur á heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, slóð http://www.stjr.is/htr eða heimasíðu Lyfjastofnunar, http://www.lyfjastofnun.is/. Þá er fyrirhugað að koma þar fyrir leið- beiningum um ritun lyfseðla, þar sem dregin verða fram helstu atriði, er hafa ber í huga við ávísun lyfja. Hvernig fylla á út lyfseðil Lyfseðill á að vera greinilega skrifaður með bleki eða vélritaður á staðlað eyðublað af stærðinni A-5. Utgefandi má aðeins skrifa öðrum megin á lyfseðilseyðublaðið og ekki fleiri en tvær lyfjaávísanir. Aðeins má skrifa eina lyfjaávísun, ef um er að ræða fjölnota lyf- seðil. Ekki má ávísa saman á lyfseðli eftir- ritunarskyldu lyfi og lyfl, sem ekki er eftir- ritunarskylt. Hér á eftir eru talin upp þau atriði (A-K) sem uppfylla þarf, þegar lyfseðill er skrifaður. Bókstafirnir eiga við sam- svarandi bókstafi á eyðublaðinu hér til hliðar. Vakin er athygli á, ef lyfseðill er ekki rétt útfylltur, er hann ógildur og afhending ávísaðs lyfs því óheimil. A. Hér má prenta heiti, heimilisfang, símanúmer og merki stofnunar/ lækna- stöðvar. B. Hér skal prenta hlaupandi númer lyfseðilseyðublaða. C. Nafn sjúklings. það er hverjum lyfið er ætlað og kennitala. D. Lyfseðill gildir í lengst 12 mánuði frá útgáfudegi, en hér er lækni gefinn kostur á að takmarka gildistíma við skemmri tíma, til dæmis vegna ávísunar á sýklalyf. Símalyf- seðlar og lyfseðlar sendir með rafrænum hætti gilda þó aðeins í 30 daga. E. Hér skal rita viðurkennt heiti lyfs, lyfjaform, styrkleika og magn. Athugið að hámark er tvær lyfjaávísanir á hvern lyfseðil, samanber þó hér að framan. F. Abcnding og fyrirmæli um notkun eiga að vera skýr og greinileg. G. Takmörkun gildistíma. Hér skal hakað í reitinn, ef aðeins á að afgreiða lyfseðil einu sinni. Hafa ber í huga að sé það ekki gert, er breyting (fölsun) í fjölnota lyfseðil auðveld. H. Fjölnotalyfseðlar fyrir sjúklinga í langtímameðferð gilda í allt að eitt ári og fyrir fjórar afgreiðslur hið mesta. Hér á að tilgreina hversu oft á að afgreiða lyf gegn viðkomandi lyfseðli (einu til fjórum sinnum) og á hve margra daga fresti. Athugið að fullt samræmi sé á milli tímabila milli afgreiðslna og ávísaðs magns. Athugið! Oheimilt er að ávísa eftir- ritunarskyldum lyfjum með fjölnota lyfseðli og að senda fjölnota lyfseðil rafrænt eða með bréfsíma, I. Hér skal læknir merkja við, ef þess er óskað að lyf verði afgreitt í skammtaöskju. Athugið! Oheimilt er að ávísa á sama lyf- seðli lyfi sem á að afgreiða í skammtaöskju og lyfi, sem ekki á að afgreiða í skammta- öskju. J. Útgefandi lyfseðils skal staðfesta hann með dagsettri undirskrift sinni. K. Hér skal forprenta eða stimpla þær upplýsingar sem tilgreindar eru í ramman- um. Aðrir reitir á lyfseðli eru ætlaðir til notkunar við afgreiðslu hans í apóteki. Sjá einnig bls. 258 256 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.