Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / LJÓSAÐLÖGUN KEILNA Inngangur Þegar sjónhimna er aðlöguð að bakgrunnsljósi, er hægt að skrá sjónhimnurit keilna (photopic electroretinogram, ERG) og nota sem mælikvarða á næmi augans fyrir birtu. Sjónhimnurit er rafsvar sjónhimnu sem vakið er með Ijósblikkum, og líkt og hjartarafrit endurspeglar rafvirkni vefsins í heild. Sjónhimnurit er hægt að skrá með skráningarskauti staðsettu á hornhimnu og með því er hægt að fá raflífeðlisfræðilegt mat á ástandi stafa og keilna. Hreint sjónhimnurit keilna, án innleggs frá stöfum í svari, fæst ef stöðugt bakgrunnsljós er látið skína á augað sem skráð er frá. Spenna sjónhimnurits hækkar og dvöl þess styttist frá því kveikt er á bakgrunni og næstu 5-15 mínútur þar á eftir. Sýnt hefur verið fram á þetta meðal annars í mönnum (1,2) og öpum (3) sem hafa tvær til þrjár gerðir keilna og svipað litrófsnæmi. Einnig hefur þetta verið skoðað í músum (4) sem hafa tvær gerðir keilna, en sérstakt litrófsnæmi þar sem önnur gerðin er næm á útfjólubláa sviðinu (5). Þessar tegundir spendýra hafa æðar í sjónhimnu. I sjónhimnuriti eru nokkrar afmarkaðar bylgjur, sem fram koma í svarinu á tilteknum tíma eftir Ijósertingu. Fyrst kemur fram neikvæð sveifla í spennu sem kallast a-bylgja, og talin orsakast af rafvirkni ljósnema fyrst og fremst. Því næst kemur fram jákvæð bylgja sem kallast b-bylgja og talin er orsakast af rafvirkni taugafrumna og Muller-stoðfrumna (glia) í sjónhimnu. Við ljósað- lögun kemur aukning í spennu fyrst og fremst fram í b-bylgju og í svari við blikkandi ljósáreitum, en einnig stundum í a-bylgju, sem er þó háð birtumagni. Aukningin er mest þegar notað er mikið birtumagn (2) sem mettar stafi, en það eru þær aðstæður sem eru notaðar klínískt til að hámarka keilusvör. Þau ferli sem liggja að baki aukinni spennu sjónhimnurits í ljósaðlögun eru ekki að fullu þekkt, en tvö möguleg ferli koma til greina. Annars vegar er margt sem bendir til þess að það sem liggi til grundvallar þessum áhrifum einskorðist aðeins við keilukerfið og hlutverk Ca2' í Ijósnemum. Við ljósaðlögun orsakar minnkun innflæðis Ca2* inn í keilur endurafskautun þeirra (6,7) og þessari endurafskautun fylgir aukning í svari þeirra. Þegar bakgrunnsljós er kveikt verður yfirskautun í himnuspennu keilna vegna vatnsrofs á cGMP sem heldur jónagöngum opnum í myrkri. Með meiri ljósaðlögun afskautast keilur aftur, stig af stigi, vegna almennrar stjórnunar Ca2' á styrk cGMP í ytri liðum ljósnema í gegnum neikvæða endurgjöf. Hins vegar gæti verið um einhvers konar áhrif mögnunar að ræða við taugamót í ytra flókalagi (outer plexiform layer). Með skráningum á himnuspennu með innanfrumumælingum hefur verið sýnt fram á breytingar í mögnun sem verða á taugamótum keilna og láréttra frumna við ljósaðlögun (8). Svör láréttra frumna stækka en ekki svör keilna. Ekki er ljóst hvort þessar breytingar í mögnun eru orsök breytinga í sjónhimnuriti keilna við ljósaðlögun, en tímaferill er mjög svipaður. Vegna þeirra breytinga sem verða í keilu sjónhimnurits spendýra var athugað hvort sama eigi við um tegundir spendýra sem hafa takmarkað magn af æðum í sjónu (kanínur) eða engar æðar (marsvín) (9), og annað litrófsnæmi. Báðar dýrategundir eru með tvær tegundir keilna í sjónhimnu, stutt- bylgukeilur (bláar) og miðbylgjukeilur (grænar) (5). Langbylgjukeilur (rauðar) eru í flestum þeim tegund- um sem sýna breytingar í sjónhimnuriti keilna við ljósaðlögun, þótt menn með skerta starfsemi lang- bylgjukeilna (protanopia) sýni þær einnig (10). Ekki er þó vitað nákvæmlega urn framlag einstakra keilna í ljósaðlögun. Hér var athugað hvort sjónhimna án rauðra keilna og án æða sýni sams konar ljósaðlögun og í spendýrum sem hafa æðar í sjónhimnu og rauðar keilur. Jafnframt var markmið þessarar rannsóknar að bera saman ljósaðlögun keilna í sjónhimnu kanína og marsvína. Efniviður og aðferðir Sjónhimnurit var skráð frá fimm marsvínum og fimm kanínum. Dýrin voru aðlöguð að rökkri í 30 mínútur fyrir tilraun og undirbúin við dimmt rautt ljós sem dregur á engan hátt úr ljósnæmi. Ketamín var notað til svæfingar og því sprautað undir húð. Hornhimna var staðdeyfð með 0,5% próparakaíni og sjáaldur víkkað með 1% trópikamíði. Saltupplausn var dreypt í auga með reglulegu millibili til að koma í veg fyrir þornun hornhimnu. Skráningarskaut úr þunnum vír úr ryðfríu stáli, húðuðum með 1% methýlsellulósa til að auka leiðni, var staðsett á hornhimnu augans. Vírinn er vafinn í vafning með 3-5 mm þvermál, til að falla vel að homhimnu (11). Koparvír var notaður sem viðmiðunarskaut og hann staðsettur í munni dýrsins. Sjónhimnuritssvör voru mæld milli þessara tveggja skauta. Platínunál var notuð sem jarðtenging og henni stungið undir húð á kviði. Sjónhimnu- ritssvör voru vakin með 10 ps hvítu (xenon) ljósblikki (1,8 log cd (candella) x sek/m:) frá Grass PS-33 ljósertara (Astro-Med/Grass Inc., USA), fýrst í rökkri, og síðan eftir að kveikt hafði verið á björtu bakgrunnsljósi (1,7 log cd/m2). Sjónhimnuritssvör við þessar aðstæður endurspegla svör keilna. Ýmist var notað eitt ljósblikk eða 20-30 riða blikkandi áreiti. Gögnum var safnað á um 30 sekúndna fresti í 15-20 mínútur. Úttakið frá skautunum var leitt inn í Digitimer NeuroLog (Digitimer Ltd., England) magnara (x 1000 mögnun) og rafsíur stilltar á bandvídd 1-1000 Hz. Frá mögnurum voru gögnin tekin inn á Macintosh tölvu með A/D breytikorti (MacADIOS Superscope II, GW Instruments, USA) og spennuvídd og dvöl sjónhimnurits mæld. Meðan á tilraunum stóð voru dýrin látin liggja á einangraðri 222 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.