Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 7
FRfl RITSTJÓRN Nýr stjórnunarstíll Frágangur fræðilegra greina tSameining stóru sjúkrahús- anna gekk í orði kveðnu skjótt og greiðlega fyrir sig en þegar farið var að hag- ræða og sameina einstaka deildir komu erfiðleikarnir í ljós. Mörg er þau mál sem enn eru óljós. Mjög er enn á Vilhjálmur huldu hvernig samvinnan Rafnsson við Háskólann verður, en staðfesting á því, að hin nýja stofnun skyldi hafa með kennslu og rannsóknir að gera, virtist þó ein af skærustu nýjungunum í upphafi. Heilbrigðisstofnunin Landspítali-háskóla- sjúkrahús hefur í nafni sínu endurtekið að um spítala-sjúkrahús er að ræða. Meginverkefni sjúkrahúss er að taka á móti sjúkum til lækninga og hjúkrunar. Flestir sem þangað koma eru alvarlega veikir og fæstir eru borgunarmenn þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa oft skyndilega á að halda. Þess vegna höfum við hér á landi komið okkur saman um samtryggingu um heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sjúkrahúsa er þar af faglegum áhuga, flest langmenntað, og vafalaust ræðst starfsvalið sumpart af því að það vill vinna með og fyrir fólk. Launakjör þess eru hins vegar þannig að það er viðvarandi skortur á starfsfólki í öllum heilbrigðisgeiranum. í síðasta Læknablaði var vakin athygli á skorti á heilsugæslulæknum. En það vantar líka sérfæðilækna í öðrum stórum greinum. Skipun vakta hjá hjúkrunarfræðingum verður að leysa frá degi til dags. Er einhver sem ekki hefur tekið eftir því að heilbrigðisstofnanir hér á landi eru í samkeppni við erlendar systurstofnanir um starfsfólk? Heilbrigðisþjónustan er dýr og launakostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Árum saman hafa menn leitað hagkvæmni í rekstri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Sameining þeirra skal færa eitthvað í aðra hönd og nú virðist komið tækifæri til að spara meira! Lokanir deilda að fullu eða að hluta í lengri eða skemmri tíma er eitt af þeim úrræðum sem gripið hefur verið til í sparnaðarskyni. Sparnaðurinn af lokun deilda eða tímabundnum flutningi á langveikum sjúklingum milli stofnana er stundum takmarkaður að mati starfsfólksins og oftar en ekki virðast slíkar aðgerðir hafa aukinn kostnað í för með sér eða lakari þjónustu. Ákvarðanir um breytingar á starfsemi virðast á stundum hafa verið teknar hátt Höfundur er sérfræöingur í atvinnulækningum og prófessor í heilbrigöisfræði við læknadeild HÍ. í stjórnkerfinu án undangengis samráðs við þá sem verkin eiga að vinna. Innri starfsemi sjúkrahúsa er um margt frábrugðin starfsemi framleiðslufyrirtækja. Ekki þarf að laða að viðskiptamenn með fagurgala eða auglýsingum. Hins vegar eru sjúkrahúsin til fyrir alla sjúka og þar eru þeir velkomnir. Það er hægt að mæla afköst og gæði þjónustunnar. Því meiri vinna og því meira sem menn vanda sig þeim mun meiri verður kostnaðurinn. Þau sem eru minnimáttar og verr stæð í þjóðfélaginu þurfa að leita til sjúkrahúsa og lækna oftar en aðrir. Markmiðið er að lækna og endurhæfa, en líkna þeim sem ekki eru önnur ráð fyrir. Þessi starfsemi mun víst seint verða að gróðalind ef við ætlum að hafa hana fyrir alla. Heilbrigðisþjónustan fellur illa að beinhörðum viðskiptasjónarmiðum. Á sjúkrahúsum þurfa hinir ýmsu teymishópar starfsmanna að vinna samhent og af faglegum metnaði. Ef svo er ekki verður árangur slakur, starfsfólk flýr deildina eða stofnunina því nóg pláss er annars staðar. Einstakir starfsmenn hvers teymis þekkja best hvort vel eða illa gengur í vinnunni og hvernig er að vera þar. Stjórnendur og leiðtogar hver á sínu sviði ráða mestu um góðan vinnuanda, hreinskilni, heiðarleika og jafnræði í samskiptum á vinnustaðnum. Fyrir stuttu var haldinn fundur á Landspítala- háskólasjúkrahúsi þar sem saman voru komnir læknar, læknaráð og forstjóri. Á fundinum kom fram gagnrýni á stjórnendur spítalans fyrir að ganga á svig við lög og standa illa og ófaglega að ráðningu yfirlækna. Forstjórinn vísaði þessu á bug á fundinum og sagði að ef læknar væru óánægðir með þá stefnu sem stjórnendur spítalans hefðu markað í ráðningarmálum kæmi til greina að segja öllum yfirlæknum á spítalanum upp störfum og auglýsa stöðurnar. Um þetta mátti lesa í Morgunblaðinu laugardaginn 24. febrúar, sem í einni og sömu fréttinni tvítók gagnrýnina og ummæli forstjórans. Hvers virði og hve vel grunduð er stefna stjórnenda Landspítala-háskólasjúkrahúss í ráðn- ingarmálum? Ef læknar eru óánægðir kemur strax annar valkostur til greina. Ef til vill hefðu nánari viðræður við læknana skilað meiru en minnisblöð. Forstjórinn kom fram í fjölmiðlum nokkru eftir þennan fund og hafði þá tækifæri til að skýra nánar stefnu stjórnenda sjúkrahússins í ráðningarmálum en það gerði hann ekki, sem kannski kemur ekki á óvart. Höfundar sendi tvær geröir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing jress efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Hundriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töílur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarl' að semja um birtingu litmyndu. Eftir lokafrágang berisl allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið frarri Læknablabið 2001/87 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.