Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA varð á örorku yfir 75% vegna smitsjúkdóma og meltingarsjúkdóma hjá báðum kynjum. Örorka í heild var marktækt fátíðari meðal kvenna sem karla árið 1996 en árið 1976, aldursstöðluðu áhættuhlut- föllin voru 0,95 fyrir konur og 0,93 fyrir karla. Ályktanir: Líklegt er að rekja megi það að hærra örorkustigið varð tíðara og að lægra örorkustigið varð fátíðara til tilkomu örorkuskírteinis árið 1980, sem lækkaði greiðsluþátttöku örorkulífeyrisþega í læknisþjónustu og lyfjaverði. Að öðru leyti er líklegt að rekja megi umrædda breytingu til breytinga á vinnumarkaðnum, það er aukins atvinnuleysis og aukinnar samkeppni á vinnustöðum. Ólíklegt er að rekja megi þessa breytingu til þess að heilsufar Islendinga hafi versnað. Aukna örorku vegna slysa og eitrana hjá konum má væntanlega rekja til aukinnar atvinnuþátttöku þeirra. Minnkun örorku vegna smitsjúkdóma hjá báðum kynjum má rekja til fækkunar tilvika berkla og mænusóttar og minnkun örorku vegna meltingarsjúkdóma væntanlega til bættrar meðferðar vélindabakflæðis og sárasjúkdóms í maga og skeifugörn. Örorka í heild meðal kvenna sem karla er marktækt fátíðari árið 1996 heldur en árið 1976 þegar tekið hefur verið tillit til fólksfjölda og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar, þrátt fyrir að aukið atvinnuleysi hefði ríkt um nokkurt árabil fyrir 1996. Inngangur Öryrkjum sem skráðir eru hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur fjölgað ár frá ári á undanförnum árum (1). Jafnframt hefur þjóðinni fjölgað þannig að óljóst er hvort þetta er raunaukning eða hvort öryrkjum hafi fjölgað umfram fjölgun þjóðarinnar. Til að skoða þetta nánar var kannaður fjöldi öryrkja á tveimur tímapunktum með 20 ára millibili og hann tengdur fjölda íslendinga á sama tíma og tekið tillit til breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Jafnframt var kannað hvort breyting hefði orðið á dreifingu öryrkjanna hvað varðaði kyn, aldur og helstu sjúkdómsgreiningu á milli tímapunktanna tveggja. Örorka var metin á grundvelli læknisfræðilegra, félagslegra og fjárhagslegra forsendna (2). Laga- ákvæði um örorkulífeyri (örorka yfir 75%) og örorkustyrk (örorka 50% eða 65%) höfðu verið óbreytt í áratugi (3) og voru þau sömu árin 1976 og 1996, en árið 1996 hafði bæst við lagaákvæði um endurhæfingarlífeyri (4) (tók það gildi árið 1989). Örorka yfir 75% var metin hjá þeim sem voru öryrkjar til langframa á svo háu stigi að þeir voru ekki færir um að vinna sér inn fjórðung þess er andlega og líkamlega heilir menn voru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf sem hæfðu líkamskröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt var að ætlast til af þeim með hliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfa. Heimilt var að veita þeim örorkustyrk sem skorti að minnsta kosti helming starfsorku sinnar eða sem stunduðu fullt starf, en urðu fyrir verulegum aukakostnaði sökum örorku sinnar. Árið 1996 var auk þess heimilt að veita tímabundið endur- hæfingarlífeyri, þegar ekki varð séð hver örorka einstaklings yrði til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfingarlífeyrir svarar fjárhagslega til örorkulífeyris, að því undanskildu að sjúkrahúsvist skerðir ekki endurhæfingarlífeyri. Þeir sem höfðu verið metnir til endurhæfingarlífeyris eru hér flokkaðir með örorkulífeyrisþegum (örorka yfir 75%). Örorkubætur eru bundnar við aldurinn 16 til 66 ára. Efniviður og aðferðir LFpplýsingar voru unnar úr örorkuskrá TR eins og hún var 1. desember árin 1976 og 1996. Úr skránni voru unnar upplýsingar um kyn, aldur og helstu sjúkdómsgreiningu (þá sjúkdómsgreiningu sem tryggingalæknirinn byggir örorkumat sitt öðru fremur á, ef þær eru fleiri en ein) þeirra einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat vegna Kfeyristrygginga og voru búsettir á Islandi þann 1. desember hvort ár fyrir sig. Árið 1976 voru sjúkdómsgreiningar (ICD greiningar) samkvæmt áttundu útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár, en árið 1996 samkvæmt níundu útgáfu þessarar skrár. Aflað var upplýsinga frá Hagstofu Islands um fjölda fólks sem búsettur var á íslandi á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og aldursdreifingu hans (5). Hrá algengi- tölur örorku á árunum 1976 og 1996 voru bornar saman (ekki skipt á milli kynja né tekið tillit til aldursdreifingar) með kí-kvaðratsprófi (6). Til þess að taka tillit til breytinga sem orðið hafa á aldurs- dreifingu þjóðarinnar á þessu 20 ára tímabili var gerð aldursstöðlun og reiknað aldursstaðlað áhættuhlut- fall (standardized risk ratio, SRR) fyrir konur og karla. Aldursdreifingin árið 1996 var notuð sem staðall og þannig gerð bein aldursstöðlun (7). Þjóð- inni 1996 var skipt í 11 aldurslög (16-19,20-24,25-29, 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-66) fyrir hvort kynið og hlutfall fjöldans í hverju lagi af heildarfjöldanum fundið (lagshlutfall). Stuðull fyrir hvern aðalgreiningarflokk fyrir árið 1976 (til dæmis karla, sem eru öryrkjar vegna hjartasjúkdóma 1976) var reiknaður út með því að margfalda algengi örorkunnar innan hvers aldurslags (til dæmis hlutfall karla með örorku vegna hjartasjúkdóma 1976 af heildarfjölda karla meðal þjóðarinnar 1976 innan hvers aldurslags) með lagshlutfallinu og leggja síðan útkomur allra laga saman. Sams konar stuðull var fundinn fyrir hvern örorkuflokk fyrir árið 1996. Staðlað áhættuhlutfall var síðan reiknað með því að deila stuðlinum fyrir 1976 upp í stuðulinn fyrir 1996. Út frá breytileika áhættuhlutfalls voru síðan fundin 95% öryggismörk (7). Ef staðlaða áhættuhlutfallið er 206 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.