Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR-/ GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS erlendri rannsókn er tíðni einkenna um 14% meðal karla á fimmtugsaldri, 24% meðal karla á sex- tugsaldri og 43% meðal karla eldri en 60 ára (1). Bunubið, slöpp buna, þvagleki, tíð þvaglát, bráðamiga og næturþvaglát eru helstu einkenni góðkynja hvekksstækkunar en þessum einkennum hefur verið lýst í margar aldir (2,3) Rúmlega 100 ár eru síðan fyrstu tiltölulega vel heppnuðu skurðaðgerðir á hvekk hófust. Frá lokum 19. aldar og fram eftir þeirri 20. voru flestar aðgerðir gerðar ofan lífbeins (suprapubic) með dánarhlutfall í kringum 20% á fyrstu árunum. Dánarhlutfallið átti þó eftir að lækka og við lok þriðja áratugar 20. aldar var það kornið niður fyrir 4%. A svipuðum tíma náði aðgerð sem var gerð um spöng (perineal) töluverðum vinsældum og svolítið seinna önnur sem gerð var aftan lífbeins (retropubic) en það var síðan um 1909 með tilkomu holsjár Nitze og hátíðni- straums Hertz að hafist var handa við skurðaðgerðir á hvekk um þvagrásina (transurethral resection of the prostate, TURP). Á rúmri hálfri öld breyttist þessi aðgerð úr því að vera sjaldgæf og ganga tiltölu- lega illa yfir í að verða gullstaðall (gold standard) við brottnám hvekks um allan heim (4). Hér á landi hófust skurðaðgerðir á hvekk um þvagrás í kringum 1970 og hafa því verið stundaðar í um það bil 30 ár. Ekki þurfa allir karlmenn með einkenni góðkynja hvekksstækkunar á meðferð að halda. Eftirlit er þó haft með þessum einstaklingum og komi til með- ferðar eru ýmis ráð til. Þróaðar hafa verið margar aðferðir við meðhöndlun góðkynja hvekksstækkunar svo sem útvíkkun með blöðru, ísetning innri leggs (stents), hitameðferð, örbylgjumeðferð, hljóðbylgju- meðferð, leysigeislameðferð og fleira að ógleymdum skurðaðgerðum sem eru: opið brottnám hvekks, skurður á hvekk um þvagrás (transurethral incision of the prostate, TUIP) og brottnám hvekks um þvagrás, sem af öllu ofantöldu hefur verið lang- algengasta meðferðin. Á síðastliðnum 10 árum hafa orðið miklar breytingar á meðhöndlun góðkynja hvekksstækkunar með tilkomu nýrra lyfja. Hér á landi hafa aðallega verið notaðir rxj -við- tækjablokkar og fínasteríð en víða erlendis eru náttúrulyf hvers konar algeng (5). Fínasteríð er 5-a- redúktasablokkari sem hindrar umbreytingu testósteróns í díhýdrótestósterón sem er það form hormónsins sem vöxtur hvekks er háður. Gjöf fínasteríðs veldur því minnkun á rúmmáli hvekks og mildar þannig einkenni (5,6). a-| -viðtækjablokkar hindra a-adrenvirka viðtaka í hvekk og blöðruhálsi. Það veldur slökun á sléttum vöðvum þessara líffæra og dregur því úr einkennum (5,7). Eftir að notkun 5- a-redúktasablokkara og a.j-viðtækjablokkara hófst að einhverju marki í kringum 1990 hefur brott- námsaðgerðum hvekks um þvagrás víðast hvar farið fækkandi (8,9). Hvaða áhrif þetta hefur haft á fjölda þeirra sem fá meðhöndlun við góðkynja hvekks- stækkun og um leið hvaða áhrif þetta hefur haft á kostnað við meðferð þessa sjúkdóms hefur lítið verið rannsakað á Islandi. Markmið þessarar rannsóknar er því að taka saman tíðnitölur og reikna út kostnað varðandi ofangreindar breytingar á meðferð góðkynja hvekksstækkunar hér á landi ásamt því að athuga hvort ábendingar fyrir brottnámsaðgerðum hvekks um þvagrás hafi breyst frá því að fyrrnefnd lyf komu á markað. Hér er eingöngu verið að skoða breytingu á fjölda brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás, enda hefur sú aðgerð verið ríkjandi meðferðarúrræði karlmanna sem hafa þurft að gangast undir skurð- aðgerð vegna góðkynja hvekksstækkunar. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og tók til fjölda þeirra brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás sem gerðar voru vegna góðkynja hvekksstækkunar á Islandi á árunum 1984 til og með 1999. Upplýsingar um fjölda aðgerða fengust frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en á þessa tvo staði voru send sýni úr þeim aðgerðum sem gerðar voru á Islandi á umræddu tímabili. Upplýsingar um fjölda aðgerða sem fengust frá þessum stöðum voru byggðar á fjölda þeirra sýna sem fengu greininguna góðkynja hvekksstækkun. Hér voru því ekki meðtaldir þeir einstaklingar sem fóru í brottnámsaðgerð hvekks um þvagrás þar sem áður óþekkt krabbamein fannst í sýni. Niðurstöður meina- fræðisvara þessara einstaklinga, sem óvænt greindust með krabbamein, voru með öðrunt orðum ekki aðgreindar frá þeim einstaklingum sem fóru í aðgerð vegna þekkts krabbameins. Ekki reyndist unnt að fá sundurliðuð meinafræðisvör þar sem tekið var tillit til ábendingar brottnámsaðgerðar hvekks um þvagrás, það er hvort viðkomandi fór í aðgerðina vegna góðkynja eða illkynja stækkunar hvekks. Til að finna út heildarfjölda aðgerða á ári, sem gerður var í þeirri trú að um góðkynja stækkun hvekks væri að ræða, varð því að bæta við þeim einstaklingum sem greindust óvænt með krabbamein. Eins og lýst er hér að neðan var farið yfir sjúkraskrár allra sem fóru í brottnámsaðgerð hvekks um þvagrás, af hvaða ástæðu sem er, á tveimur sjúkrahúsum á fjórum árum og meðal annars var skráður fjöldi þeirra sem greindist óvænt með hvekkskrabbamein. Litið var svo á að hlutfall þessara einstaklinga væri sambæri- legt frá ári til árs og var hlutfallslega jafn mörgum einstaklingum því bætt við fjölda þeirra sem fengu greininguna góðkynja stækkun hvekks öll önnur ár en farið var yfir. Til að skoða hvort ábendingar brottnámsaðgerðar hvekks um þvagrás hefðu breyst með tilkomu lyfja sem meðferðarúrræðis í kringum 1992 voru sjúkra- A 214 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.