Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Helgi H. Sigurðsson Höfundur er sérfræöingur í æðaskurðlækningum á Landspítala Fossvogi op á sæti í stjórn Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Gagnagrunnur Helga á æðaskurðlækningasviði Enn er réttilega deilt um hinn margumtalaða miðlæga gagnagrunn á heilbrigðissviði. Allt kapp er lagt á að rekstraleyfishafinn fái afhentar fyrir- liggjandi heilsufarsupplýsingar úr sjúkraskrám spítalannna og síðan allar upplýsingar sem til verða svo að hægt sé að koma þeim í gagnagrunn sem á að gefa okkur mikilvægar niðurstöður læknisfræðinni allri til framdráttar. Mér finnst rétt að taka það hér fram að ég er algerlega sammála skoðun og stefnu formanns og stjórnar Læknafélags íslands gagnvart íslenskri erfðagreiningu og viðræðum um gagnagrunninn. Nú vil ég einnig taka það fram að ég er alls ekki á móti íslenskri erfðagreiningu, ég er ekki samstarfs- læknir íslenskrar erfðagreiningar, ég á engin hlutabréf í deCODE. Ég hef gefið blóðsýni til erfða- fræðilegrar rannsóknar á vegum Islenskrar erfða- greiningar með upplýstu samþykki mínu, en hef sagt mig og fjölskyldu mína úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Ég er hins vegar fylgjandi hugmynd- inni um uppsetningu miðlægs gagnagrunns á heil- brigðissviði en efast um notagildi hans varðandi aðra þætti en hinar svokölluðu erfðafræðilegu rannsóknir. Eg er sem sé fylgjandi uppsetningu gagnagrunna um heilbrigðisupplýsingar og mæli fyrir því að gengið verði skrefinu lcngra og komið verði á fót mörgum öflugum gagnagrunnum einstakra sérgreina. Nú er unnið að rafvæðingu sjúkraskráa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, sem er gott mál. Óraunhæft er hins vegar að ætla að þetta form muni nægja til að uppfylla kröfur um gagnasöfnun, skrán- ingu og úrvinnslu allra þeirra breytna sem einstakar sérgreinar læknisfræðinnar nota lil að meta árangur meðferðar, til gæðaeftirlits og vísindarannsókna. Til þess þarf mun ítarlegri og nákvæmari gagna- söfnun í gagnagrunna sem væri sérsniðin að þeim þáttum sem mikilvægastir eru hverri sérgrein og jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir faglegri og réttmætri úrvinnslu. Gagnasöfnun þessi þarf algerlega að vera í höndum og á ábyrgð sérfræðinga sem að sérgreininni standa og samstarfsfólks þeirra. Hún þarf að vera framsækin (prospective) og í stöðugri endurskoðun og þróun. Til þess að svo geti orðið þarf viðunandi aðstöðu og starfskraft í nánum tengslum við aðal- uppsprettu upplýsinganna, það er að segja sjúk- lingana sjálfa. Deildarlæknar og læknanemar sem vinna að klínískum rannsóknarverkefnun í nafni há- skólasjúkrahúss gætu átt þar mikilvægt hlutverk. Gagnasöfnun og vísindi eru nauðsynleg en við megum ekki gleyma því að starf okkar varðar fyrst og fremst þjónustu við sjúklinga. Góð og árangursrík þjónusta byggist á sérhæfingu og teymisvinnu allra þeirra starfsstétta sem að sérgreininni vinna. Árangur næst ekki við endurteknar hrókeringar deilda og talningu rúma eins og einkennt hefur sameiningarferil æðaskurðlækninga að undanförnu. Með reglulegu millibili má síðan safna saman og /eða samkeyra gögn frá hinum fjölmörgu sérgreinum og afhenda ýsmum aðilum gagnlegar upplýs- ingar/gögn til ítarlegri úrvinnslu og svo framvegis. Ávallt skal þetta allt þó gert með samþykki sjúklinga okkar. Það er skoðun mín og annarra í stjórn LI að skriflegt, opið samþykki sé það lágmark sem flestir læknar geti sætt sig við og verði það alls ekki hindrun í framtíðarþróun og uppbyggingu hvers konar rannsókna sem grundvallast á söfnun og úrvinnslu heilsufarsupplýsinga. 232 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.