Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐAFÉLAG LÆKNA Fulltrúi LÍ í stjórn Alþjóðafélags lækna Á fundi Alþjóðafélags lækna í janúarmánuði síðastliðnum fékk Læknafélag íslands í fyrsta sinn fulltrúa í stjórn félagsins. Læknafélag íslands sendi af því tilefni frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Læknafélag íslands skipar fulltrúa í stjórn Alþjóðafélags lækna (WMA) - World Medical Association Council á kjörtímabilinu 2001- 2002. Pað var niðurstaða stjórnarkosninga sem tilkynnt var í gær. Með samvinnu norrænu læknafélaganna eiga Norðurlöndin nú tvo fulltrúa kjöma í stjórn WMA, Læknafélag íslands og Læknafélag Noregs hvort félag með einn fulltrúa. Er þetta í fyrsta skipti sem Læknafélag íslands á fulltrúa í stjórn (council) Alþjóðafélags lækna Fyrsti vísirinn að alþjóðsamtökum lækna var stofnaður 1926 með þátttöku 23 þjóða. Lagðist sú starfsemi niður er síðari heimsstyrjöldin braust út, en í júlí 1945 voru drög lögð að stofnun Alþjóðafélags lækna - WMA, sem var formlega gert á fundi í Frakklandi í september 1947 með þátttöku 27 þjóða. Nú eiga 72 þjóðir aðild að Alþjóðafélagi lækna. Stjórn félagsins er skipuð 18 fulltrúum. Þar af eru fulltrúar Evrópu sjö. Læknafélög Bretlands og Frakklands eiga hvort sinn fulltrúa í stjórn- inni þar sem félagar í þeim samtökum eru fleiri en 50.000. Læknafélag Pýzkalands á tvo fulltrúa vegna félagafjölda yfir 100.000. Kosið var um fulltrúa í þrjú sæti Evrópu í stjórninni og var það niðurstaða kosning- anna að þau skipa fulltrúar Læknafélags Is- lands, Læknafélags Noregs og Læknafélags Hollands. Læknafélagi íslands er það mikill heiður að fulltrúi þess skipi stjórn Alþjóðafélags lækna næsta kjörtímabil. Er það mikil viðurkenning á störfum félagsins að siðamálum lækna á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum. Kópavogi 2. febrúar 2001 Læknafélag íslands valdi Jón Snædal sem fulltrúa sinn í stjórn Alþjóðafélags lækna. Læknablaðið fékk Jón til að segja lesendum í stuttu máli frá aðdraganda kjörsins og þeim væntingum sem hann hefur um stjórnarsetuna: Anders Milton og Delon Human fulltúar Alþjóðafélags lœkna á aðalfundi Lœknaféiags íslands haustið 1999. Aðdragandi „Norræna læknaráðið ákvað fyrir ári að bjóða fram sameiginlega fulltrúa í stjórn Alþjóðafélags lækna (WMA) þar sem ljóst virtist að með því móti kæmust tveir fulltrúar frá Norðurlöndunum í stjórn en ella einn. Jafnframt var samþykkt ákveðin röð á framboðum frá löndunum og þar sem ísland hafði aldrei haft fulltrúa áður gafst Læknafélagi íslands kostur á að bjóða fram í þetta sinn. Gekk það eftir og að lokinni kosningu til stjórnar nýverið fengu íslenska og norska læknafélagið fulltrúa þegar kosið var á Evrópusvæði Alþjóðafélags lækna. Kosið er til eins árs í senn með möguleika á framlengingu um eitt ár án kosningar ef viðkomandi læknafélag svo kýs.“ Jón Snædal Verkefni „Meginverkefni Alþjóðafélags lækna eru tvenns konar. Annars vegar að styrkja og bæta stöðu lækna víðs vegar um heim til dæmis með því að leggja áherslu á hlutleysi þeirra gagnvart stjórnvöldum. Mörg dæmi eru um það að læknum eru lagðar skyldur á herðar sem ekki samræmast því hlutverki þeirra að lækna og líkna svo sem að hýsa stjórnarandstæðinga á geðdeildum eða að þeim er gert að taka þátt í og jafnvel framkvæma dauða- refsingar. Annað meginverkefni er á sviði siðfræði lækninga og ekki síður rannsókna og er Helsinki- yfirlýsingin þekktasta dæmið um það en 6. útgáfa hennar var samþykkt í Edinborg á síðastliðnu hausti. Nærtækt verkefni fyrir Læknafélag íslands er að taka þátt í stefnumótun Alþjóðafélags lækna í notkun víðtækra heilsufarsupplýsinga til rannsókna, en nú er einmitt verið að vinna að henni.“ aób Læknablaðið 2001/87 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.