Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS líkum að því að tilkoma prostata specific antigen (PSA) mælinga í blóði upp úr 1989 sé fyrir að þakka. Legudögum fækkaði um rúmlega helming frá fyrra tímabilinu til hins síðara og er það í takt við þá þróun sem almennt hefur átt sér stað á sjúkrahúsunt. Tíðni fylgikvilla og aldur sjúklinga var hins vegar nokkurn veginn sá sami á tímabilunum tveimur. Heildarkostnaður við meðhöndlun góðkynja hvekksstækkunar hefur nánast tvöfaldast hér á landi frá 1984 þrátt fyrir að brottnámsaðgerðir hvekks um þvagrás séu nú færri en þær voru það ár. Mikil aukning lyfjameðferðar hefur því haft í för með sér þá kostnaðaraukningu sem sést hefur hér undanfarin ár. Víða erlendis hefur einnig verið sýnt fram á að frá því að lyfjameðferð bættist við sem meðferðarmögu- leiki vegna góðkynja hvekksstækkunar hefur kostn- aður vaxið (12,13). Aðrar rannsóknir, meðal annars frá Noregi, hafa spáð því að svo færi (14,15). í sumum tilfellum eru ekki jafn skýrar breytingar og í sænskri rannsókn þar sem rannsóknartímabilið var frá 1987 til 1994 jókst lyfjameðferð mjög mikið en vegna fækkunar brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás stóð kostnaðurinn nokkurn veginn í stað (9). Arið 1999 samsvaraði lyfjanotkun hérlendis því að um 1200 einstaklingar væru á lyfjameðferð allt árið. Engar tölur liggja fyrir um það hve margir einstaklingar tóku þessa 1200 ársskammta en hafa verður í huga að til er að sjúklingar taki bæði fínasteríð og oq-viðtækjablokkara. Einnig er ljóst að margir eru ekki á fullum ársskammti þannig að tala þeirra sem er á lyfjameðferð árlega er vafalítið hærri en 1200 manns. Þeir einstaklingar sem fá lyfjameðferð verða fræðilega oft á tíðum að taka þessi lyf til æviloka. Ef lyfjameðferð reynist ekki fullnægjandi hljóta þessir einstaklingar að enda með því að fara í aðgerð. Lík- legt er að lyfjameðferð komi til með að seinka því að einstaklingarnir fari í aðgerð. Þannig munu lyfin gera það að verkum að meðalaldur þeirra sem gangast undir skurðaðgerð hækkar. Með hækkuðum meðal- aldri skurðsjúklinga má gera ráð fyrir auknum kostn- aði vegna tíðari fylgikvilla og fleiri legudaga. í Bretlandi er meðalaldur þeirra sem hefja lyfjameðferð um 65 ára (16-18). Aldur þeirra sem hefja lyfjameðferð hér á landi er ekki kunnur en væru þeir 65 ára og lífslíkur þeirra um 15 ár kemur langtíma- eða jafnvel ævilöng lyfjameðferð til með að vera mun dýrari en aðgerð. Hver brottnámsaðgerð hvekks um þvagrás borgar sig enda upp á um sex árum hér á landi samanborið við lyfjameðferð og hér eru enduraðgerðir teknar inn í reikninginn. Ekki hefur verið reynt að leggja mat á árangur meðferðar, lífsgæði sjúklinga eða aukaverkanir með hliðsjón af meðferðarformi enda er það efni í aðra og viðameiri rannsókn. Það er þó ljóst samkvæmt erlendum rannsóknum að árangur brottnámsað- % 70 60 50 40 30 20 10 0 Algjörar ábendingar Afstæðar ábendingar Mynd 3. Hér sést hlutfall algjörra og afstœðra (relative) ábendinga brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás á árunum 1989-1999 annars vegar og 1998-1999 hins vegar. Ekki fannst marklækur munur ábendinga á tímabilunum tveimur. CD 00 o CN CD 00 00 00 00 o> CT) CT) CT) CT) CT> CT> CT> CT) CT> CT) CT) O) T— T T T— Ár Heildarkostnaður — Brottnáms- aðgerðir — Lyfjameðferð gerða hvekks um þvagrás, hvað varðar minnkun einkenna og aukningu á flæðishraða, er mun betri en árangur lyfjameðferðar (19). Skurðaðgerðir hafa þó í för með sér hærri tíðni alvarlegra aukaverkana. Séu kostnaðartölur vegna brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás skoðaðar víðs vegar um heim sést að í sænskri rannsókn frá árinu 1995 var kostnaður hverrar aðgerðar metinn á um 208.000 íslenskar krónur (20). í annarri sænskri rannsókn frá 1998 var kostnaður aðgerðar og meðferðar á tveggja ára fylgitíma 218.000 krónur en innifalið í þessari tölu var allur kostnaður við fylgikvilla (21). Samkvæmt breskri rannsókn kostaði brottnámsaðgerð hvekks um þvagrás um 140.000 krónur í Bretlandi árið 1991 (22) og í Bandaríkjunum kostaði aðgerðin um 300.000 krónur árið 1995 (23). Af þessu er ljóst að Mynd 4. Kostnaður meðferðar vegna góðkynja hvekksstœkkunar á fslandi á árunum 1984-1999. Læknablaðið 2001/87 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.