Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÉTTINDI ERLENDRA LÆKNA Læknar innan EES þurfa ekki að ganga í gegnum þetta ferli í Svíþjóð, frekar en í Danmörku. Reynsla lækna utan EES er þó ekki alltaf jákvæð þótt þeir standist allar kröfur sem til þeirra eru gerðar. Thekra Hadi er frá Bagdad. Hún lauk læknis- fræðinámi í Póllandi og fluttist til Svíþjóðar um 1990. Hún hóf þegar tungumálanám og lauk tilskyldu sænskuprófi í læknisfræðihugtökum. En þegar hún sótti um stöðu við sjúkrahús var henni hafnað. Þess í stað bauðst henni starf sem sjúkraliði og þáði það þótt henni þættu það léleg býti. Það leið næstum áratugur frá því hún lauk námi og kom til Svíþjóðar uns hún loks fékk leyfi til að hefja störf til reynslu og hún hefur væntanlega fengið full læknaréttindi í lok ársins 2000. í Svíþjóð hefur verið reynt að létta erlendum læknum utan EES leiðina að fullum læknisréttindum þar í landi. Stofnun sú sem fer með vinnumarkaðsmál í Svíþjóð hefur fengið umtalsverðan fjárstuðning (um þrjá milljarða íslenskra króna) til að nota á árunum 2001-2003 til að afla upplýsinga um sérmenntun innflytjenda og greiða fyrir því að þeir komi til starfa á sænska vinnumarkaðinum. Læknafélögin sænsku eru með átak í gangi sem þau nefna: „Læknar í hópi nýbúa - mannauður í sænsku heilbrigðiskerfi." Bretland Breska læknablaðið, British Medical Journal hefur einnig verið með umfjöllun um þetta mál nýverið. Flóttamenn úr hópi lækna hafa í auknum mæli sóst eftir hæli í Bretlandi. Dæmi eru um að læknar hafi flúið heimaland sitt eftir að hafa verið krafðir um að hylma yfir með glæpum sem framdir eru af stjórn- völdum. Engin skráning er til um hve margir læknar hafa flúið til Bretlands en þó er talið að þeir séu einhvers staðar á bilinu 200-1000. Til að fá lækningaleyfi í Bretlandi þarf læknir frá svæðum utan EES að standast próf í enskri tungu (IELTS - International English Language Testing System test) auk hæfnisprófs í faginu þar sem einnig eru gerðar kröfur um tungmálakunnáttu, einkum orðaforða í læknisfræði (PLAB - Professional and Linguistic Assessment Board test). Læknar frá EES- löndunum og læknar með próf frá samveldis- löndunum: Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Vestur-Indíum, Suður Afríku, Hong Kong eða Singapore þurfa að taka enskupróf IELTS. Það getur verið nokkuð torsótt að byggja upp þekkingu í læknisfræðiheitum til að standast PLAB- prófið. Undirbúningsnámskeið standa til boða en þau eru yfirleitt mjög dýr og standast gæðakröfur misjafnlega. Nokkrir læknar hafa komið á fót námshópum fyrir erlenda lækna á Lundúnasvæðinu og eru þeir ókeypis. Aðgangur að bókasöfnum sjúkrahúsa er víðast hvar takmarkaður við starfsfólk sjúkrahúsanna og það setur námi erlendu læknanna nokkrar skorður en þar er þó glufur að finna, einkum þegar starfandi læknar eða vinsamlegir bókaverðir Ljósmyndfrá hleypa erlendum læknum á söfnin á eigin ábyrgð. Ijósmyndadeild Hluti af undirbúningnum undir hæfnisprófið PLAB Landspítala Hringbraut. er að fylgjast með klmískri vinnu á einhverri sjúkrastofnun í einn til þrjá mánuði, einkum með það í huga að áherslur í heilsugæslu og sjúkrahússtörfum eru mjög misjafnar eftir löndum. Eftir það er undirbúningnum beint að sérgrein viðkomandi læknis eftir atvikum. Engar sérstakar vinnureglur gilda um hvernig læknar geta fengið aðgang að sjúkrastofnunum á meðan á undirbúningi stendur, heldur þarf að treysta á þolinmæði og heppni. Breska læknafélagið, BMA, hélt nýverið nám- skeið fyrir lækna sem vilja taka að sér leiðsögn lækna úr hópi flóttamanna. Læknaskortur hefur ýtt á að stjórnvöld og félagið leiti leiða til að greiða götu læknanna. Meðal þess sem nú er til umræðu í Bretlandi er að hvetja yfirvöld til að leyfa erlendum læknum að halda þeim bótum sem þeir njóta á meðan þeir undirbúa sig undir að öðlast lækningaleyfi. Heimildir Ugeskrift for læger 2000; 161; 5317-464. Lákartidningen 2000; 97:4102-3. BMJ 2000; 321: S2-7267. Læknablaðið 2001/87 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.