Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 34

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Gera allir út og róa á eigin bátum og frysta fisk í Búðardal Sjómannadagurinn Breki Bjarnason rekur fyrirtæk- ið Sæfrost í Búðardal ásamt þeim feðgum Baldri Gíslasyni og Gísla Baldurssyni. Fyrirtækið er í gamla sláturhúsinu sem stendur niður við höfnina í Búðardal. Sláturhúsið var aflagt fyrir nokkrum árum. Nú er hægt og bítandi verið að breyta því til vinnslu sjávarfangs. Sæfrost frystir ýmsar sjávarafurðir og nýtir til þess þá frystigetu sem áður var notuð til kjötframleiðslunnar. Allir þeir sem koma að Sæfrosti eiga það sameiginlegt að vera einnig sjó- menn og útgerðamenn. Á góðum stað til vinnslu Það kann við fyrstu sýn að hljóma undarlega að sett sé upp fisk- vinnsla í Búðardal. Þarna innst við Hvammsfjörðinn er lítil hefð fyr- ir fiskveiðum þó þar sé reyndar lítil bryggja og aðstaða fyrir smá- báta. Atvinnulífið í Búðardal hefur tengst landbúnaðinum og þjónustu við byggðirnar í kring. Breki segir að Búðardalur henti þó að mörgu leyti mjög vel fyrir vinnslu á sjáv- arafurðum. „Við hófum starfsemi fyrir réttu ári. Reynslan hefur strax sýnt að staðsetningin er mjög góð. Það er stutt í allar áttir héðan, bæði vestur á firði, út á Snæfellsnes og norður í land. Héðan er til dæm- is þriggja stundarfjórðunga akst- ur til Hólmavíkur og klukkustund í Stykkishólm. Síðan eru greiðar samgöngur með afurðirnar suður á bóginn.“ Þeir hjá Sæfrosti geta því lit- ið til allra átta eftir hráefni og sjá marga möguleika. „Við höfum unnið afurðir frá Fjarðalaxi sem er með fiskeldi á sunnaverðum Vest- fjörðum. Við frystum allan eldis- fisk sem þeir senda ekki ferskan beint á markaði. Í fyrrasumar fryst- um við svo grásleppu frá Hólma- vík og af eigin bátum. Einnig fryst- um við þá makríl af eigin bátum en réðum ekki við meira. Því fórum við í að auka afkastagetuna í fyrra- haust með því að smíða okkar eigin lausfrysti. Þá kom að góðum notum að ég er lærður í vélsmíði hjá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við höfum notað þessa frystiklefa sem hér eru og voru notaðir til að frysta kjötskrokkana, fyrir alla þessa frystingu.“ Snemma beygðist krókurinn Sjálfur er Breki frá bænum Auðs- haugi á Barðaströnd sem er aust- asti bærinn í Vestur Barðastrand- arsýslu. Hann hefur stundað sjó- inn nánast frá blautu barnsbeini. „Foreldrar mínir voru með búskap á Auðshaugi samhliða trilluútgerð- inni frá 1994 eða þar um bil. Þau hættu svo að búa um aldamótin en héldu áfram að gera út og alltaf frá Brjánslæk. Ég hlaut mitt sjómanns- uppeldi í dagakerfinu svokallaða á smábátunum. Þá máttu þeir veiða með handfærarúllum í ákveðið marga daga árlega. Ég réri með Bjarna Kristjánssyni föður mínum á trillu frá Brjánslæk. Þannig var það þar til ég keypti mér eigin bát árið 2007.“ Breki fór á gráspleppuveiðar á báti sínum sem fékk nafnið Storm- ur BA. „Ég var heppinn því næstu ár þar á eftir á þeim veiðiskap voru mjög góð. Fínn afli og hátt verð allt fram til 2011. Við feðg- arnir vorum þarna á sitt hvorum bátnum. Hann á Húna BA og ég á Stormi. Síðan keyptum við okk- ur bát í sameiningu 2009 og átt- um hina áfram. Nýi báturinn okk- ar fékk nafnið Ísöld BA. Sumar- ið 2012 fór ég á makrílveiðar á Ís- öldinni norður til Hólmavíkur. Þar fiskaði ég einhver 17-18 tonn og var einn um borð. Ég endurtók þetta svo í fyrra og fékk 75 tonn. Sá afli fór allur til vinnslu hjá okk- ur hér í Búðardal.“ Hrognkelsi og makríll í sumar Eigendur Sæfrosts í Búðardal ætla að halda áfram að frysta afla frá eig- in bátum auk þess sem þeir taka við hráefni frá öðrum eftir því sem vinnslugetan leyfir. „Við feðgarnir eigum þrjá báta og svo eiga þeir Gísli og Baldur sitt hvorn bátinn. Ég ætla sjálfur að róa í sumar. Fyrst fer ég á grásleppuna í innanverðum Breiðafirði í maí og ræ þá frá Brjánslæk eins og alltaf. Svo verður það makríllinn. Hann er mjög spennandi. Þá býr maður bara í bátnum og gerir ekkert ann- að en vinna og sofa. Sjálfsagt má bú- ast við einhverri verðlækkun á mak- ríl í sumar. Góður handfæraveidd- ur makríll mun þó lækka einna síst einfaldlega vegna þess að hann er bestur. Það eru aðilar erlendis sem vilja bara handfæraveiddan mak- ríl og hafna öllu öðru. Við ætlum að frysta makríl eins og við getum í sumar.“ mþh Breki Bjarnason við lausfrystinn í vinnslurými Sæfrosts í Búðardal. Frystinn smíðaði hann ásamt félögum sínum í vetur og kom menntun frá FVA að góðum notum við það. Sjómenn til hamingju með daginn! Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Öll þjónusta við skip og báta með lyf og hjúkrunarvörur. Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.