Skessuhorn - 27.05.2014, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Gera allir út og róa á eigin bátum
og frysta fisk í Búðardal
Sjómannadagurinn
Breki Bjarnason rekur fyrirtæk-
ið Sæfrost í Búðardal ásamt þeim
feðgum Baldri Gíslasyni og Gísla
Baldurssyni. Fyrirtækið er í gamla
sláturhúsinu sem stendur niður við
höfnina í Búðardal. Sláturhúsið var
aflagt fyrir nokkrum árum. Nú er
hægt og bítandi verið að breyta
því til vinnslu sjávarfangs. Sæfrost
frystir ýmsar sjávarafurðir og nýtir
til þess þá frystigetu sem áður var
notuð til kjötframleiðslunnar. Allir
þeir sem koma að Sæfrosti eiga það
sameiginlegt að vera einnig sjó-
menn og útgerðamenn.
Á góðum stað til vinnslu
Það kann við fyrstu sýn að hljóma
undarlega að sett sé upp fisk-
vinnsla í Búðardal. Þarna innst við
Hvammsfjörðinn er lítil hefð fyr-
ir fiskveiðum þó þar sé reyndar
lítil bryggja og aðstaða fyrir smá-
báta. Atvinnulífið í Búðardal hefur
tengst landbúnaðinum og þjónustu
við byggðirnar í kring. Breki segir
að Búðardalur henti þó að mörgu
leyti mjög vel fyrir vinnslu á sjáv-
arafurðum. „Við hófum starfsemi
fyrir réttu ári. Reynslan hefur strax
sýnt að staðsetningin er mjög góð.
Það er stutt í allar áttir héðan, bæði
vestur á firði, út á Snæfellsnes og
norður í land. Héðan er til dæm-
is þriggja stundarfjórðunga akst-
ur til Hólmavíkur og klukkustund
í Stykkishólm. Síðan eru greiðar
samgöngur með afurðirnar suður á
bóginn.“
Þeir hjá Sæfrosti geta því lit-
ið til allra átta eftir hráefni og sjá
marga möguleika. „Við höfum
unnið afurðir frá Fjarðalaxi sem er
með fiskeldi á sunnaverðum Vest-
fjörðum. Við frystum allan eldis-
fisk sem þeir senda ekki ferskan
beint á markaði. Í fyrrasumar fryst-
um við svo grásleppu frá Hólma-
vík og af eigin bátum. Einnig fryst-
um við þá makríl af eigin bátum en
réðum ekki við meira. Því fórum
við í að auka afkastagetuna í fyrra-
haust með því að smíða okkar eigin
lausfrysti. Þá kom að góðum notum
að ég er lærður í vélsmíði hjá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Við höfum notað þessa frystiklefa
sem hér eru og voru notaðir til að
frysta kjötskrokkana, fyrir alla þessa
frystingu.“
Snemma beygðist
krókurinn
Sjálfur er Breki frá bænum Auðs-
haugi á Barðaströnd sem er aust-
asti bærinn í Vestur Barðastrand-
arsýslu. Hann hefur stundað sjó-
inn nánast frá blautu barnsbeini.
„Foreldrar mínir voru með búskap
á Auðshaugi samhliða trilluútgerð-
inni frá 1994 eða þar um bil. Þau
hættu svo að búa um aldamótin en
héldu áfram að gera út og alltaf frá
Brjánslæk. Ég hlaut mitt sjómanns-
uppeldi í dagakerfinu svokallaða á
smábátunum. Þá máttu þeir veiða
með handfærarúllum í ákveðið
marga daga árlega. Ég réri með
Bjarna Kristjánssyni föður mínum
á trillu frá Brjánslæk. Þannig var
það þar til ég keypti mér eigin bát
árið 2007.“
Breki fór á gráspleppuveiðar á
báti sínum sem fékk nafnið Storm-
ur BA. „Ég var heppinn því næstu
ár þar á eftir á þeim veiðiskap
voru mjög góð. Fínn afli og hátt
verð allt fram til 2011. Við feðg-
arnir vorum þarna á sitt hvorum
bátnum. Hann á Húna BA og ég
á Stormi. Síðan keyptum við okk-
ur bát í sameiningu 2009 og átt-
um hina áfram. Nýi báturinn okk-
ar fékk nafnið Ísöld BA. Sumar-
ið 2012 fór ég á makrílveiðar á Ís-
öldinni norður til Hólmavíkur.
Þar fiskaði ég einhver 17-18 tonn
og var einn um borð. Ég endurtók
þetta svo í fyrra og fékk 75 tonn.
Sá afli fór allur til vinnslu hjá okk-
ur hér í Búðardal.“
Hrognkelsi og makríll
í sumar
Eigendur Sæfrosts í Búðardal ætla
að halda áfram að frysta afla frá eig-
in bátum auk þess sem þeir taka
við hráefni frá öðrum eftir því sem
vinnslugetan leyfir.
„Við feðgarnir eigum þrjá báta
og svo eiga þeir Gísli og Baldur sitt
hvorn bátinn. Ég ætla sjálfur að róa
í sumar. Fyrst fer ég á grásleppuna
í innanverðum Breiðafirði í maí og
ræ þá frá Brjánslæk eins og alltaf.
Svo verður það makríllinn. Hann
er mjög spennandi. Þá býr maður
bara í bátnum og gerir ekkert ann-
að en vinna og sofa. Sjálfsagt má bú-
ast við einhverri verðlækkun á mak-
ríl í sumar. Góður handfæraveidd-
ur makríll mun þó lækka einna síst
einfaldlega vegna þess að hann er
bestur. Það eru aðilar erlendis sem
vilja bara handfæraveiddan mak-
ríl og hafna öllu öðru. Við ætlum
að frysta makríl eins og við getum í
sumar.“
mþh
Breki Bjarnason við lausfrystinn í vinnslurými Sæfrosts í Búðardal. Frystinn
smíðaði hann ásamt félögum sínum í vetur og kom menntun frá FVA að góðum
notum við það.
Sjómenn
til hamingju með daginn!
Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14
Öll þjónusta við skip og báta með lyf
og hjúkrunarvörur.
Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is