Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 69

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 69
69ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn Jón Frímann Eiríksson er uppalinn Skagamaður en búsettur í Grund- arfirði þar sem hann hefur lífsvið- urværi sitt af sjómennsku. Hann er stýrimaður og afleysingaskipstjóri á togskipinu Hring SH 153 sem gerður er út af G.Run hf. Jón Frí- mann byrjaði ungur til sjós. Hann var aðeins 18 ára þegar hann fór sinn fyrsta túr á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK 10. Eríkur Jónsson faðir Jóns var skip- stjóri á Sturlaugi á þessum tíma og er það reyndar ennþá. „Reyndar var pabbi ekki í þessum fyrsta túr. Ég hafði samt oft farið með hon- um sem gutti.“ Verkfall kennara réði úrslitum Kennaraverkfall 1995 breytti áætl- unum Jóns en þá stundaði hann nám við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. „Þegar það hófst ákvað ég að hætta í skólanum og reyna við sjómennskuna. Ég var mikið sem lausamaður á Sturlaugi út árið 1995. Svo fékk ég fast pláss í ársbyrjun 1996.“ Haustið 1997 fór Jón svo í Stýrimannaskólann. Hann tók alltaf lausaróðra í öll- um fríum til að fjármagna námið. „Ég útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum vorið 1999. Þá fékk ég fast pláss á Sveini Jónssyni KE 9 sem bátsmaður. Þeim togara var svo lagt um haustið.“ Sama haust, eftir að Sveini Jónssyni KE var lagt, fékk Jón Frímann pláss sem háseti á Haraldi Böðvarssyni AK 12. Hugurinn stefndi þó hærra hjá þessum upprennandi sjómanni. „Á milli jóla og nýárs árið 1999 bauðst mér fast pláss sem annar og fyrsti stýrimaður á Heiðrúnu GK sem varð síðar Ingimundur SH 335. Þar var Óli Fjalar Óla- son skipstjóri. Ég lærði ég mikið af honum.“ Eldskírn á Ingimundi SH „Ég hef aldrei lært jafn mikið um sjómennsku og á Ingimundi. Ég tapaði trollinu fyrstu nóttina sem fyrsti stýrimaður. Það skeði svo reyndar aftur einu ári síðar upp á dag en það er önnur saga. Við lent- um í öllu sem hægt er að lenda í varðandi sjómennsku,“ segir Jón Frímann. Hann minnist þessa tíma sposkur á svip. Í september 2001 var Ingimundi lagt. „Þá fer ég sem annar stýrimað- ur á Hring SH 535 hjá sömu útgerð en G.Run gerði út báða bátana.“ Í janúar 2002 tók G.Run þá ákvörð- un að senda Ingimund SH til rækju- veiða við Grænland. „Við fórum til Grænlands í apríl 2002. Það varð mikið ævintýri. Þar var ég stýri- maður og leysti af sem skipstjóri frá apríl til desember 2002. Ég held að Ingimundur SH 335 sé það skip sem mér þykir hvað vænst um af þeim sem ég hef róið á. Þar lærði ég afskaplega mikið um skipstjórn og þess háttar,“ segir Jón Frímann. Frystitogaramennskan hentaði ekki Eftir að Jón Frímann kom frá Grænlandi fór hann aftur á Hring SH 535 sem annar og fyrsti stýri- maður. Í ágúst 2003 fór hann á sjó með Höskuldi Bragasyni útskriftar- félaga sínum úr Stýrimannaskólan- um. „Við réðum okkur á Björn RE 79 sem síðar varð Þorvarður Lár- usson SH 129 og var hér í Grund- arfirði. Á Birni vorum við á rækju- veiðum og fiskitrolli í eitt ár. Það var bölvað bras á okkur allan tím- ann sem endaði svo að skipinu var lagt í ágúst 2004. Eftir það var ég í afleysingum hér og þar,“ segir Jón. „Ég fór nokkra túra á frystitogur- um. Svo var ég á rækjuveiðum frá Húsavík og þá oftast sem annar stýrimaður.“ Í júní 2005 fékk Jón Frímann pláss á frystitogaranum Höfrungi III AK 250 sem bátsmaður, háseti og annar stýrimaður. „Það var rosa- lega gott að vera um borð í Höfr- ungi. Áhöfnin þar var frábær. All- ir vissu upp á hár hvað þeir voru að gera. Skipinu var afar vel stjórnað af þeim Kristjáni Péturssyni og Sturlaugi Gíslasyni,“ segir Jón og minnist þessa tíma með hlýju. Út- haldið var þó mikið á Höfrungi III. Jón Frímann leitaði því á önnur mið tæpu ári síðar. Sinnir hátíðarhöldum sjómanna Það var svo í byrjun maí 2006 að Jón Frímann hefur samband við Ingi- mar Hinrik Reynisson skipstjóra á Hring SH 153 í leit að vinnu. Þar fékk hann sitt núverandi pláss sem fyrsti stýrimaður og afleysingaskip- stjóri. „Það var gott að komast und- ir hjá Rikka. Hann hefur kennt mér afar mikið enda er hann mikill fiski- maður.“ Jón Frímann hefur verið í þessu plássi allar götur síðan. Hann er kvæntur Láru Magnúsdóttur. Þau eiga tvö börn og una hag sínum vel. Fjölskyldan býr í Grundarfirði. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður eins og pabbi,“ segir Jón Frímann og vísar þar til Eiríks Jónssonar föð- ur síns sem er skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni eins og áður kom fram. „Það voru ófá skiptin sem ég fékk að fara með honum á sjóinn sem gutti. Það heillaði mjög.“ Fljótlega eftir að Jón Frímann flutti til Grundarfjarðar fór hann að hafa afskipti af sjómannadagshá- tíðarhöldum. „Björgunarsveitin Klakkur hélt utan um hátíðardag- skrána en þeir voru að draga sig út úr því 2007. Þá gekk ég í þetta ásamt nokkrum góðum mönnum. Við tókum að okkur stjórn sjómanna- dagsins. Ég hef verið með puttana í þessu flest öll ár síðan,“ segir Jón. „Við höfum reynt að hafa þetta fjöl- skyldudag og stílum skemmtiat- riði og kappleiki fyrir börn og full- orðna.“ Hann lofar góðri skemmt- un í ár. tfk Ætlaði alltaf að verða sjómaður Jón Frímann Eiríksson stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Hring SH í Grundarfirði í skipstjórnarstólnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.