Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Ristilkrabbamein í íslendingum Lokið er yfirgripsmikilli rannsókn á ristilkrabba- meini í íslendingum og eru í grein Lárusar Jónas- sonar og fleiri í þessu tölublaði Læknablaðsins birtar niðurstöður síðari hluta hennar (1). Rannsóknarhóp- urinn um þetta verkefni, sem Jón Gunnlaugur Jónas- son, yfirlæknir, hefur stjórnað, lýsti í fyrri hluta al- mennum meinafræðilegum þáttum ristilkrabbameins, svo sem vefjaafbrigðum, stigi og nýgengi (2). Sú rannsókn, sem nú birtist lýsir fjöldamörgum meina- fræðiþáttum, tengslum þeirra við lífhegðan sjúk- dómsins og forspárgildi um horfur einstakra sjúk- linga. Rannsóknin tekur til árabilsins 1955-1989, en byrjunarárið var fyrsta starfsár Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands. Alls greindust 1205 ís- lendingar með krabbamein í ristli á þessu 35 ára tímabili. Vefefni, nýtanlegt til meinafræðilegs endur- mats, fannst frá 1109 þeirra (92%). Dreifing milli kynja var næsta jöfn, 47% karlar, 53% konur. Ald- ursstaðlað nýgengi tvöfaldaðist meðal kvenna og nánast þrefaldaðist meðal karla á þessum 35 árum. Þessi tíðniaukning er keimlík því sem sézt hefur hjá nágrannaþjóðum á svipuðu tímabili (3). Hvað meina- fræðilegar breytur áhrærir, kemur ekki á óvart, að kirtilmyndandi krabbamein (adenocarcinoma) er ráðandi æxlisgerð í ristli. Sömuleiðis, að yfirgnæfandi hluti ristilkrabbameina er svonefnt „hefðbundið" adenocarcinoma, þannig að smásætt útlit flestra æxla er næsta svipað. Flest kirtilmyndandi krabbamein í ristli eru að auki meðalvel sérhæfð, það er að segja gráða II (af III). Þessa einsleitni ristilkrabbameina þekkja allir þeir, sem daglega fást við greiningu sjúk- dómsins. Er ristillinn að þessu leyti ólíkur ýmsum öðrum þekjulíffærum, svo sem maga, lungum og brjóstum, þar sem fjölbreytnin í krabbameinsafbrigð- um er sýnu meiri. Rannsóknarhópurinn staðfestir, að tiltölulega fáir meinafræðiþættir eru allsráðandi um horfur sjúk- linga. Koma þar helzt til æxlisgráða (sérhæfing), það er smásætt svipmót æxlisins miðað við eðlilega ristil- slímhúð og Dukes-flokkun, það er æxlisstigun, sem lýtur að vaxtardýpt í ristilvegg, eitil- og fjarmeinvörp- um (4). Báðir þessir þættir, æxlisgráða og stig, eru alþjóðlega þekktar breytur hvað varðar dánarlíkur krabbameinssjúklinga. Rannsóknin staðfestir einnig að, líkt og við önnur þekjuæxli, bendir sogæðavöxtur umhverfis æxlið til hraðari útbreiðslu þess í líkaman- um en ella, sem og fjöldi hengiseitla með meinvörp- um. Hvorugt síðasttalið er þó almennt nýtt við stigun einstakra sjúklinga. Ýmsar faralds- og meinafræðibreytur hafa ekki áhrif á lífhegðan ristilkrabbameins, svo sem kynferði, slímæxlisútlit („carcinoma mucinosum“) og ristilhluti þegar leiðrétt hefur verið fyrir stig sjúkdómsins og fleiri þætti. Óhætt mun að fullyrða, að rannsóknin nái til yfir- gnæfandi meirihluta þeirra íslendinga, sem greindust með ristilkrabbamein á umræddu 35 ára tímabili. Að líkindum hafa fundizt að minnsta kosti 98% þeirra ristilæxla sem urðu til á þessum aldarþriðjungi. Rann- sókn þessi er vönduð, nákvæm og yfirgripsmikil. Hún nýtur að auki, líkt og margar fyrri, fyrst og fremst tveggja kosta, beggja séríslenzkra: Jóhannes Björnsson 1. Vefefni (smásjárgler, paraffinkubbar) allra sjúk- linga er varðveitt í lífsýnasöfnum, fyrst og fremst safni Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði við Landspítala. 2. Safnað hefur verið saman á einum stað, í Krabba- meinsskrá, nákvæmum upplýsingum um öll ill- kynja æxli greindum með íslendingum. 1. Sérstöðu sína öðlast lífsýnasafn Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði fyrir þá staðreynd, að þar eru varðveitt í formi smásjárglerja og paraffin- kubba vefjasýni frá marktækum hluta einnar þjóðar. Samanborið við lífsýnasöfn á háskólastofnunum ná- grannaþjóða er safnið ekki mikið að vöxtum. Þeim sem þetta ritar er þó ekki kunnugt um að nokkurs staðar annars staðar í heiminum sé á einum stað að- gengilegt vefefni frá marktækum hluta heillar þjóðar. Ætla má að í safninu sé varðveitt mest allt vefefni, sem til hefur fallið á íslandi frá því um miðjan fjórða áratug tuttugustu aldar. 2. Frumkvæðið að, og drýgstan þátt í stofnun Krabbameinsskrár árið 1954, áttu meinafræðipró- fessorarnir Níels Dungal og Ólafur Bjarnason, og var Ólafur yfirmaður skrárinnar fyrstu 20 árin. Næstu 26 árin laut skráin stjóm prófessors Hrafns Tuliniusar, það er til hausts árið 2001 þegar Jón Gunnlaugur Jónasson, dósent, varð eftirmaður hans. Náið sam- starf við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og sú staðreynd að yfirmenn skrárinnar hafa búið yfir sérþekkingu á æxlisgreiningu á óefað þátt í því hversu nákvæm og örugg hún er. Gögn í Krabbameinsskrá eru reyndar að yfirgnæfandi hluta til (yfir 90%) unn- in úr vefjagreiningum Rannsóknastofu í meinafræði. Líkt og farið er um lífsýnasafn Rannsóknastofunnar er Krabbameinsskráin einstök þjóða á meðal, þar sem hún nær til allra íbúa eins lands og er reglulega endurskoðuð og bætt. Hvoru tveggja, lífsýnasafnið Höfundur er prófessor við læknadeild Háskóla íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Læknablaðið 2002/88 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.