Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ þær á formannafundinum 12. apríl síðastliðinn til að hefja umræðuna. Þær eru eftirfarandi: 1. Óbreytt skipulag LÍ og afskiptaleysi varðandi fyrirætlanir einstakra læknahópa eins og skurð- lækna. Að öllu óbreyttu yrðu þeir læknar þá að segja sig úr LÍ og síðan að afla sér viðurkenningar sem stéttarfélag. Þeir læknar færu eignalausir út úr LÍ. 2. Óbreytt skipulag LÍ en einstök félög eins og Skurðlæknafélag íslands og FUL fengju viður- kenndan samningsrétt fyrir félagsmenn sína. Stjórn LÍ tæki hér virkan þátt í og styddi við bak félaganna til að ná fram samningsrétti þeirra. Að- koma lækna að LÍ væri að öðru leyti óbreytt frá því sem er í dag. 3. Óbreytt skipulag LÍ en einstök félög fengju viður- kenndan samningsrétt fyrir félagsmenn sína. Líkt og í atriði 2 hér að framan en einstakir hópar lækna nytu ekki atkvæðisréttar innan svæðafélaga en ættu atkvæðisrétt á aðalfundi LI. 4. Breytt skipulag LÍ. Meginstoðir félagsins yrðu stéttarfélög lækna, í stað svæðafélaganna, til dæm- is stéttarfélag skurðlækna, lyflækna, heimilis- lækna, rannsóknarlækna og ungra lækna. Stjórn LÍ yrði skipuð til dæmis Ijórum læknum kjörnum á aðalfundi, formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera en aðrir stjórnarmenn væru sjálfkjörnir, það er formenn félaganna fimm. Hér þyrfti að breyta lögum LÍ. Stéttarfélögin rækju LI, þar með talið hinn faglega hluta þess, stofnanir og erlend samskipti en kjaramál yrðu í höndum einstakra stéttarfélaga. Á fundinum voru fulltrúar svæðafélaganna ekki fráhverfir því að gera mætti skipulagsbreytingar á LI en að málið þarfnaðist frekari umræðu. Stjórn LI mun vinna úr þessum hugmyndum og fleirum fyrir aðalfund félagsins og jafnvel koma fram með laga- breytingartillögur ef þess er þörf að mati stjórnar. Ef fram koma tillögur um skipulagsbreytingar á LÍ þyrftu meðal annars svæðafélögin að breyta sínum lögum og því er ljóst að víðtæk samstaða þyrfti að nást um það mál og verður það ekki afgreitt einhliða á aðalfundi LÍ. Ég held að það megi fullyrða að það sé vilji meiri- hluta lækna að vera áfram aðili að LÍ þar sem LÍ er ekki aðeins félag sem fer með kjaramál heldur gegnir það ýmsum öðrum hlutverkum sem eru læknum sam- eiginleg. Má í því sambandi nefna lífeyrissjóðsmál, útgáfustarfsemi, málefni er varða siðfræði og ýmis fagleg mál. Það er vilji stjórnar LÍ og stjórnar Skurðlækna- félags íslands, sem hóf þessa umræðu nú, að fram fari á næstunni ýtarleg umræða um samningamál ein- stakra læknahópa og henni verði haldið áfram á aðal- fundi LI í október næstkomandi. Hvað svo sem mönnum finnst þá er það ljóst að þetta mál varðar fleiri en skurðlækna og unglækna og þarfnast því um- ræðu og ákvarðana svo að allir megi vel við una hvort heldur sem er innan eða utan LI. Kjarasamningar samþykktir Eins OG fram kemur í grein Páls Helga Möller samþykktu sjúkrahúslæknar nýjan kjarasamning við ríkið. Af því tilefni sendi Læknafélag íslands út eftirfarandi fréttatilkynningu: Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og St. Fransiskusspítala annars vegar og Læknafélags íslands hins vegar. Talning atkvæða um kjara- samning sem undirritaður var af samninganefndum aðila hinn 2. maí síðastliðinn fór fram á skrifstofu Læknafélags íslands 16. maí 2002. Á kjörskrá voru 663. Atkvæði sem bárust voru 383, eða frá 57,8% atkvæðisbærra félaga. Já sögðu 234 eða 61,1 % Nei sögðu 144 eða 37,6 % Auðir og ógildir seðlar voru 5 eða 1,3 % Kjarasamningurinn var því samþykktur. Læknablaðið 2002/88 509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.